Fótbolti

Fréttamynd

„Ég skil stoltur við félagið“

„Það er bara kominn tími á breytingar, hjá báðum aðilum held ég. Þetta var komið gott,“ segir Geir Þorsteinsson um viðskilnaðinn við Knattspyrnufélag ÍA þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri í tæp tvö ár. Þessi fyrrverandi formaður KSÍ til fjölda ár ætla sér að starfa áfram innan fótboltans.

Fótbolti
Fréttamynd

Vanda þrýsti á UEFA sem stofnar vinnuhóp

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, nýtti tækifæri á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda Evrópu í október til að kalla eftir jafnari þátttöku kynja í nefndum og stjórn UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Pulisic skaut Bandaríkjamönnum í 16-liða úrslit

Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins er Bandaríkjamenn unnu 1-0 sigur gegn Íran í lokaumferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn þýðir að Bandaríkjamenn eru á leið í 16-liða úrslit á kostnað Írana.

Fótbolti
Fréttamynd

Agnelli, Nedvěd og öll stjórn Juventus segir af sér

Þau stórtíðindi bárust í kvöld að öll stjórn ítalska knattspyrnuliðsins Juventus hafi sagt af sér. Þar á meðal er forsetinn Andrea Agnelli og varaforsetinn Pavel Nedvěd en sá síðarnefndi lék á sínum tíma með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nkunku fer til Chelsea næsta sumar

Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku fari til enska fótboltafélagsins Chelsea sumarið 2023. Nkunku á að baki 8 A-landsleiki fyrir Frakkland og var einn þeirra sem átti að fara til Katar þar sem HM fer nú fram. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu hópslags­málin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spar­tak

Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi færist nær Miami

Lionel Messi mun að öllum líkindum ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í sumar. Hann yrði launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar. Messi er ekki eini leikmaðurinn orðaður við Inter Miami en Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er einnig sagður vera á leiðinni til félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar halda í vonina eftir jafntefli við Spán

Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan.

Fótbolti
Fréttamynd

Dag­ný skoraði og Gló­dís Perla hélt hreinu

Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham United í 2-0 sigri á Birmingham City í enska deildarbikarnum í fótbolta í dag. Þá stóð Glódís Perla Viggósdóttir vaktina í hjarta varnar Bayern München sem vann sannfærandi 2-0 sigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðnings­maður Wa­les lést í Katar

Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að einn stuðningsmaður velska landsliðsins hafi látist í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer nú fram. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Fótbolti
Fréttamynd

Fiskaði víti og kallaður snillingur

Meðlimur nefndar sem greinir alla leiki á HM í Katar fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hrósar Cristiano Ronaldo og segir portúgalska framherjann með snilligáfu. Ástæðan er hvernig Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í 3-2 sigir Portúgals á Gana.

Fótbolti