Besta deild karla

Fréttamynd

Logi: Óskum Kára góðs gengis

Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Þessir voru bestir í fyrri umferðinni

Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Keflvíkingar ættu að fara „back to basics“

Keflavík er eitt þriggja liða á Íslandi sem ekki hefur unnið fótboltaleik á þessu tímabili. Hin liðin tvö spila í fjórðu deild. Guðlaugur Baldursson sagði upp starfi sínu sem þjálfari Keflavíkur og aðstoðarmaður hans Eysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari. Sérfræðingar Pepsimarkanna ræddu Keflvíkinga í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar um Björgvin Stefáns: Vonandi læknast hann og kemur aftur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir 5-2 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Hann sagðist vonast eftir Björgvini Stefánssyni aftur í KR-liðið áður en sumarið er úti en Björgvin er tímabundið frá á meðan hann leitar hjálpar vegna misnotkunar á róandi lyfjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli

„Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzic eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld.

Íslenski boltinn