Óli Kristjáns: Þurfum að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki Magnús Ellert Bjarnason skrifar 19. ágúst 2018 21:00 Ólafur á hliðarlínuni í kvöld. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur að liði hans hafi ekki tekist að landa stigunum þrem í Árbæ í dag gegn Fylki. Leikurinn fór 1-1 og varð FH þar með að mikilvægum stigum í baráttunni um evrópusæti. „Það eru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Sérstaklega miðað við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá notuðum við breiddina vel og vorum að komast aftur fyrir varnarmenn þeirra og skapa færi. Við skorum flott mark og litum vel út." „Síðan fáum við þessa gusu í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skora jöfnunarmarkið. Þar vorum við einfaldlega sofandi á verðinum. Við vissum fyrir leik að Fylkir eru með fljótan framherja í Alberti Brynjari og að möguleikar þeirra lægju í því að stinga boltanum aftur fyrir vörn okkar, en þrátt fyrir það gerum við þessi mistök og vorum steinsofandi. ” Ólafur lýsti því á skemmtilegan hátt hver staða FH er þessar vikurnar. Lið FH sé í raun eins og einstaklingur með kvef. „Við sköpum færi í síðari hálfleik, meðal annars þegar að markmaður Fylkis ver frábærlega frá Lennon. Ég lít svolítið á þetta þannig að þegar þú ert með kvef hóstarðu, ert með nefrennsli og ert illt í hálsinum, og það er það sem við erum að eiga við núna. „Við eigum erfitt með að skora, lekum mörkum, og þá er bara erfitt að ná í úrslit. Þetta er búinn að vera langur kafli hjá okkur þar sem þetta hefur verið svona, en það er ekkert annað í stöðunni núna en að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki." Leikurinn í dag var í raun saga tveggja hálfleika. FH voru mun betri í fyrri hálfleik en spilamennska þeirra hrundi í þeim síðari. Hvað telur Ólafur vera orsök þess. „Það er rosalega erfitt að útskýra það, en það eru örfá atriði sem ég vil helst tala um. Í fyrri hálfleik vorum við mjög góðir að fara í pressu eftir að við töpum boltanum og vinnum boltann aftur. En í seinni hálfleik erum við að vinna aftur á bak og gefum fylkismönnum tíma og frið til þess að spila boltanum sín á milli. Við nýtum einnig breiddina illa í seinni hálfleik og þegar við fengum færi nýttum við þau illa." Telur Ólafur að evrópusætið sé ennþá raunhæfur möguleiki? „Það er bara áfram gakk. Við þurfum fyrst að vinna fótboltaleiki áður en að við förum að tala um evrópusæti. Markmiðið núna er að reyna að enda í 4. sætinu. Auðvitað erum við að gefa KR gjöf með því að vinna ekki þennan leik, en við getum ekki verið að kvarta. Það er bara næsti leikur, “ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur að liði hans hafi ekki tekist að landa stigunum þrem í Árbæ í dag gegn Fylki. Leikurinn fór 1-1 og varð FH þar með að mikilvægum stigum í baráttunni um evrópusæti. „Það eru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Sérstaklega miðað við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá notuðum við breiddina vel og vorum að komast aftur fyrir varnarmenn þeirra og skapa færi. Við skorum flott mark og litum vel út." „Síðan fáum við þessa gusu í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skora jöfnunarmarkið. Þar vorum við einfaldlega sofandi á verðinum. Við vissum fyrir leik að Fylkir eru með fljótan framherja í Alberti Brynjari og að möguleikar þeirra lægju í því að stinga boltanum aftur fyrir vörn okkar, en þrátt fyrir það gerum við þessi mistök og vorum steinsofandi. ” Ólafur lýsti því á skemmtilegan hátt hver staða FH er þessar vikurnar. Lið FH sé í raun eins og einstaklingur með kvef. „Við sköpum færi í síðari hálfleik, meðal annars þegar að markmaður Fylkis ver frábærlega frá Lennon. Ég lít svolítið á þetta þannig að þegar þú ert með kvef hóstarðu, ert með nefrennsli og ert illt í hálsinum, og það er það sem við erum að eiga við núna. „Við eigum erfitt með að skora, lekum mörkum, og þá er bara erfitt að ná í úrslit. Þetta er búinn að vera langur kafli hjá okkur þar sem þetta hefur verið svona, en það er ekkert annað í stöðunni núna en að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki." Leikurinn í dag var í raun saga tveggja hálfleika. FH voru mun betri í fyrri hálfleik en spilamennska þeirra hrundi í þeim síðari. Hvað telur Ólafur vera orsök þess. „Það er rosalega erfitt að útskýra það, en það eru örfá atriði sem ég vil helst tala um. Í fyrri hálfleik vorum við mjög góðir að fara í pressu eftir að við töpum boltanum og vinnum boltann aftur. En í seinni hálfleik erum við að vinna aftur á bak og gefum fylkismönnum tíma og frið til þess að spila boltanum sín á milli. Við nýtum einnig breiddina illa í seinni hálfleik og þegar við fengum færi nýttum við þau illa." Telur Ólafur að evrópusætið sé ennþá raunhæfur möguleiki? „Það er bara áfram gakk. Við þurfum fyrst að vinna fótboltaleiki áður en að við förum að tala um evrópusæti. Markmiðið núna er að reyna að enda í 4. sætinu. Auðvitað erum við að gefa KR gjöf með því að vinna ekki þennan leik, en við getum ekki verið að kvarta. Það er bara næsti leikur, “ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00