Hagsmunir stúdenta

Fréttamynd

Fyrir hverja er í boði að mennta sig?

Menntasjóður námsmanna er okkar mikilvægasta verkfæri til þess að stuðla að félagslegum hreyfanleika. Það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að hann sé eitt af okkar miklvægustu jöfnunartólum.

Skoðun
Fréttamynd

Hafðu sam­band ef þú ert í vanda! (en helst ekki, því að við erum undir­mönnuð)

Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni.

Skoðun
Fréttamynd

„Ein-stærð-fyrir-öll”

Menntakerfið er ekki réttur staður fyrir stífa ,,ein-stærð-fyrir-öll” umgjörð, heldur þarf það að vera sveigjanlegt eftir ólíkum þörfum stúdenta og tryggja þarf aðgengi fyrir öll. Hagsmuna fjölbreyttrar nemendaflóru í menntakerfinu er ekki fyllilega gætt, sérstaklega erlenda nemendur, foreldra í námi, kynsegin nemendur og fatlað fólk. 

Skoðun
Fréttamynd

Hvaða af­leiðingar hefur fjár­sveltið?

Tilvist félagsvísinda skiptir lykilmáli vegna þess að félagsvísindin snúa að öllu því sem viðkemur þróun samfélaga, hjálpar okkur að skilja umhverfið okkar betur, hegðun fólks, samskipti, áföll, aðstæður og önnur félagsleg fyrirbæri. Undirfjármögnun háskólans kemur sérstaklega illa niður á félagsvísindum.

Skoðun
Fréttamynd

Trúir þú á réttlæti?

Skrásetningagjöldin hafa mikið verið í umræðunni upp á síðkastið, þá sér í lagi vegna beiðni rektora opinberu háskólanna til háskólamálaráðherra um heimild til hækkunar á skrásetningargjöldum úr 75.000 kr. í 95.000. Röskva leggst alfarið gegn hækkun á skrásetningargjaldinu og hefur barist fyrir lækkun eða afnámi þess.

Skoðun
Fréttamynd

Vaka kynnir fram­boðs­listana

Framboðslistar Vöku - hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í í gærkvöldi. Kosningarnar fara fram 22.-23. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólann vantar milljarð, núna!

Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. 

Skoðun
Fréttamynd

Eru þetta hags­munir stúdenta?

Stúdentaráð vísaði fyrr í vikunni frá tillögu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um að Stúdentaráð væri andvígt aukinni gjaldskyldu á nemendur. Eftir það fór af stað umræða á netinu og innan háskólans þar sem meðal annars fyrrum formaður Vöku lýsti yfir ósætti við sitt gamla félag sem hann sagði grafa upp gamaldags stefnumál og vera ómeðvitað um umhverfi sitt.

Skoðun
Fréttamynd

Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts

Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær.

Innlent
Fréttamynd

Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta

Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða fornöfn notar þú?

Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt.

Skoðun
Fréttamynd

HÍ vantar milljarð til við­bótar á þessu ári til að ná endum saman

Háskóli Íslands hefur þurft að skera niður kennslu vegna fjárskorts en skólann vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman. Staðan er sérstaklega slæm hjá Heilbrigðisvísindasviði og Menntavísindasviði og enn meiri niðurskurður í vændum á næsta ári verði ekki gripið til aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Næsta stopp er: Há­skóla­strætó

Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Há­skóli allra lands­manna... sem búa við strætó­skýli

Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrstu stúdentarnir flytja á Sögu eftir tvo mánuði

Þessa dagana standa yfir milljarða framkvæmdir við að breyta hótel Sögu í háskólahús og á þeim að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Fyrstu stúdentarnir munu hins vegar flytja inn í nýjar einstaklingsíbúðir í marsmánuði.

Innlent
Fréttamynd

Há­skóla­menntun í hættu

Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“

Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa.

Innlent
Fréttamynd

Styðjum við íslenska læknanema erlendis

Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Falin skólagjöld Háskóla Íslands

Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr.

Skoðun
Fréttamynd

Innviðaráðherra tefur uppbyggingu stúdentagarða

Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II.

Skoðun
Fréttamynd

Fagna því að stúdentar hafi endur­heimt úti­há­tíðina sína

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands verður sett í kvöld. Hátíðin fer fram í fyrsta skipti síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn, mörgum stúdentum til ómældrar ánægju. Forseti Stúdentaráðs iðar í skinninu að setja hátíðina, og getur ekki lagt nógu mikla áherslu á mikilvægi félagslífs stúdenta.

Menning