Sýndarsamráð á öllum skólastigum Alexandra Ýr van Erven og Rakel Anna Boulter skrifa 12. júní 2023 09:00 Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun