Stjarnan

Fréttamynd

Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni

Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða.

Körfubolti
Fréttamynd

Rakel Dögg hætt með Stjörnuna

Rakel Dögg Bragadóttir og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um starfslok. Rakel Dögg verður því ekki lengur þjálfari liðsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Handbolti
Fréttamynd

Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni

Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann.

Körfubolti