Valur

Fréttamynd

„Vonandi eitt­hvað til að byggja á í Evrópuleiknum“

„Ég er mjög ánægður, fannst við spila mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik. Vorum mjög sannfærandi og vinnum í raun bara nokkuð sannfærandi,“ sagði stoltur og sáttur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir 31-28 sigur sinna kvenna í toppslag Olís deildarinnar gegn Fram. Eftir tvo leiki á fimm dögum í upphafi árs flýgur liðið svo til Spánar í nótt.

Handbolti
Fréttamynd

Nýtt ár en á­fram vinna Valskonur

Valskonur unnu alla sína leiki árið 2024 og byrja nýja árið með sama hætti en þær unnu 34-20 stórsigur á Selfossi í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Fram er næst á eftir Val, eftir 31-22 sigur gegn Gróttu á sama tíma.

Handbolti
Fréttamynd

Brazell ráðinn til Vals

Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Christopher Brazell sem þjálfara 2. Flokks karla hjá félaginu ásamt því að hann mun sinna sérstöku afreksstarfi í elstu flokkum félagsins, bæði í karla og kvennaflokki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heiður að vera keypt á met­fé frá Val: „Stórt og gott skref“

Landsliðsmarkvörðurinn­­­ í fót­bolta, Fann­ey Inga Birkis­dóttir, horfir fram á spennandi tíma í at­vinnu­mennsku. Hún heldur nú á gamal­kunnar slóðir í Svíþjóð eftir að hafa verið keypt til BK Häcken á met­fé frá Val en lítur ekki á það sem auka pressu á sjálfa sig.

Fótbolti
Fréttamynd

„Valsararnir voru bara betri“

„Þetta var erfitt í kvöld og maður fann það snemma að það var þreyta í liðinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, eftir níu stiga tap gegn Val í Bónus-deild karla í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grind­víkingar héldu Val í fallsætinu

Grindavíkingar unnu sjö stiga sigur á Val, 97-90, í lokaleik tíundu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta. Grindvíkingar virtust ætla að vinna öruggan sigur en þeir hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum. Grindavíkurliðið stóðst þó atlögu Íslandsmeistaranna og sá til þess að Valsmenn sitja áfram í fallsæti.

Körfubolti
Fréttamynd

„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“

Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi.

Körfubolti