Heimilisofbeldi Kaffi eða jafnrétti? Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Skoðun 25.11.2023 09:01 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. Innlent 13.11.2023 08:00 Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. Atvinnulíf 27.10.2023 11:52 Vilja aðstoða ofbeldismenn að axla ábyrgð Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. Innlent 11.10.2023 23:33 Umdeild U-beygja United: Antony æfir og má spila Brasilíumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, er mættur til æfinga hjá félaginu og er laus úr banni frá því að spila fyrir liðið. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. Enski boltinn 29.9.2023 10:42 Eigum ekkert frábært handrit til að láta ofbeldismenn axla ábyrgð Talskona Stígamóta, Drífa Snædal, segir samfélagið ekki eiga nægilega gott handrit til að takast á við ofbeldismenn. Þessu vilja samtökin breyta og munu hefja það samtal á sérstakri ráðstefnu um ofbeldismenn sem fer fram í næsta mánuði. Innlent 20.9.2023 21:00 Heimilisofbeldi ekki talið brot í nánu sambandi Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárásir í garð þáverandi sambýliskonu sinnar. Dómari taldi háttsemi hans ekki falla undir nýlegt lagaákvæði um brot í nánu sambandi. Innlent 18.9.2023 14:55 „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Áskorun 17.9.2023 08:00 Nýr leikmaður Njarðvíkur var dæmd fyrir heimilisofbeldi Nýr leikmaður Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta er með dóm á bakinu fyrir heimilisofbeldi. Körfubolti 13.9.2023 12:18 Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á kærustunni Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni. Körfubolti 12.9.2023 08:01 Skilnaður einn hættulegasti tímapunkturinn Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varahéraðssaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu. Innlent 11.9.2023 19:03 Tvær konur til viðbótar saka Antony um ofbeldi Tvær konur til viðbótar hafa sakað Antony, leikmann Manchester United, um að hafa beitt sig ofbeldi. Enski boltinn 8.9.2023 09:01 Sakar United um að hylma yfir með Antony Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. Enski boltinn 7.9.2023 09:01 Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. Enski boltinn 6.9.2023 11:52 Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi, með því að hafa beitt dóttur sína ofbeldi og hótað henni og syni sínum ofbeldi. Hann hótaði dótturinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði. Innlent 5.9.2023 21:09 Antony sendur heim vegna ásakana kærustunnar Knattspyrnumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið sendur heim úr æfingabúðum brasilíska landsliðsins eftir ásakanir kærustu hans um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Fótbolti 5.9.2023 08:02 Antony neitar ásökunum um líkamlegt og andlegt ofbeldi Antony, vængmaður Manchester United, segir ekkert til í ásökunum Gabriela Cavallin - fyrrverandi kærustu hans. Gabriela segir leikmanninn hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þau voru saman. Enski boltinn 4.9.2023 22:10 Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. Innlent 4.9.2023 16:48 Ekki gerð refsing fyrir stórfellt heimilisofbeldi Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott. Innlent 20.8.2023 11:25 Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Innlent 9.8.2023 08:49 Giggs sýknaður Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið sýknaður af ákærum um heimilisofbeldi. Enski boltinn 18.7.2023 11:30 Langþráð lausn úr ofbeldishjúskap Um helgina dregur til tíðinda. Þá taka loksins gildi lög sem auðvelda lögskilnað, bæði fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og fyrir fólk sem er sammála um að leita skilnaðar. Aðdragandinn er frumvarp sem Jón Steindór Valdimarsson, þáverandi þingmaður Viðreisnar, lagði fyrst fram í nóvember 2019 og undirrituð endurflutti fyrir rúmu ári síðan. Skoðun 30.6.2023 06:31 Fyrrverandi kærasta Antony sakar hann um heimilisofbeldi Fyrrverandi kærasta Brasilíumannsins Antony, leikmanns Manchester United og brasilíska landsliðsins, hefur sakað hann um beita sig heimilisofbeldi og haft í hótunum við hana þegar þau voru saman. Um er að ræða fjögur atvik samkvæmt ESPN í Brasilíu. Enski boltinn 6.6.2023 18:26 Fyrrverandi leikmaður Inter reyndi að kyrkja systur sína Alsírski fótboltamaðurinn Ishak Belfodil hefur verið handtekinn fyrir að reyna að kyrkja fimmtán ára systur sína. Fótbolti 6.6.2023 08:31 Sterabolti breytti lífi sambýliskonunnar í algjöra martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa með áralöngu ofbeldi og hótunum breytt lífi sambýliskonu sinnar í algjöra martröð. Hann fylgdist með ferðum hennar í gegnum síma, talaði um hana sem hóru og hótaði að hringja inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli mætti hún til vinnu. Var hann einnig dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum og líkamsárás á frænda konunnar. Karlmaðurinn var gripinn með nokkuð magn stera á sér við heimsókn lögreglu. Innlent 25.5.2023 10:42 Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. Innlent 22.5.2023 15:38 Skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn sambýliskonu Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Hann hrinti henni, sló hana í andlitið og ítrekað með beltissylgju. Innlent 20.5.2023 22:28 Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. Skoðun 29.3.2023 07:30 Þrjátíu daga skilorð fyrir árás á fyrrverandi kærustu: „Ég get ekki leyft neinum að leggja á mig hendur, aldrei“ Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á fyrrum unnustu sína á heimili sínu á Akureyri. Árásin átti sér stað í september 2021. Innlent 28.3.2023 18:07 Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Erlent 23.3.2023 21:44 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 11 ›
Kaffi eða jafnrétti? Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Skoðun 25.11.2023 09:01
„Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. Innlent 13.11.2023 08:00
Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. Atvinnulíf 27.10.2023 11:52
Vilja aðstoða ofbeldismenn að axla ábyrgð Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. Innlent 11.10.2023 23:33
Umdeild U-beygja United: Antony æfir og má spila Brasilíumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, er mættur til æfinga hjá félaginu og er laus úr banni frá því að spila fyrir liðið. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. Enski boltinn 29.9.2023 10:42
Eigum ekkert frábært handrit til að láta ofbeldismenn axla ábyrgð Talskona Stígamóta, Drífa Snædal, segir samfélagið ekki eiga nægilega gott handrit til að takast á við ofbeldismenn. Þessu vilja samtökin breyta og munu hefja það samtal á sérstakri ráðstefnu um ofbeldismenn sem fer fram í næsta mánuði. Innlent 20.9.2023 21:00
Heimilisofbeldi ekki talið brot í nánu sambandi Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárásir í garð þáverandi sambýliskonu sinnar. Dómari taldi háttsemi hans ekki falla undir nýlegt lagaákvæði um brot í nánu sambandi. Innlent 18.9.2023 14:55
„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Áskorun 17.9.2023 08:00
Nýr leikmaður Njarðvíkur var dæmd fyrir heimilisofbeldi Nýr leikmaður Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta er með dóm á bakinu fyrir heimilisofbeldi. Körfubolti 13.9.2023 12:18
Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á kærustunni Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni. Körfubolti 12.9.2023 08:01
Skilnaður einn hættulegasti tímapunkturinn Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varahéraðssaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu. Innlent 11.9.2023 19:03
Tvær konur til viðbótar saka Antony um ofbeldi Tvær konur til viðbótar hafa sakað Antony, leikmann Manchester United, um að hafa beitt sig ofbeldi. Enski boltinn 8.9.2023 09:01
Sakar United um að hylma yfir með Antony Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. Enski boltinn 7.9.2023 09:01
Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. Enski boltinn 6.9.2023 11:52
Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi, með því að hafa beitt dóttur sína ofbeldi og hótað henni og syni sínum ofbeldi. Hann hótaði dótturinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði. Innlent 5.9.2023 21:09
Antony sendur heim vegna ásakana kærustunnar Knattspyrnumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið sendur heim úr æfingabúðum brasilíska landsliðsins eftir ásakanir kærustu hans um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Fótbolti 5.9.2023 08:02
Antony neitar ásökunum um líkamlegt og andlegt ofbeldi Antony, vængmaður Manchester United, segir ekkert til í ásökunum Gabriela Cavallin - fyrrverandi kærustu hans. Gabriela segir leikmanninn hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þau voru saman. Enski boltinn 4.9.2023 22:10
Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. Innlent 4.9.2023 16:48
Ekki gerð refsing fyrir stórfellt heimilisofbeldi Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott. Innlent 20.8.2023 11:25
Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Innlent 9.8.2023 08:49
Giggs sýknaður Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið sýknaður af ákærum um heimilisofbeldi. Enski boltinn 18.7.2023 11:30
Langþráð lausn úr ofbeldishjúskap Um helgina dregur til tíðinda. Þá taka loksins gildi lög sem auðvelda lögskilnað, bæði fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og fyrir fólk sem er sammála um að leita skilnaðar. Aðdragandinn er frumvarp sem Jón Steindór Valdimarsson, þáverandi þingmaður Viðreisnar, lagði fyrst fram í nóvember 2019 og undirrituð endurflutti fyrir rúmu ári síðan. Skoðun 30.6.2023 06:31
Fyrrverandi kærasta Antony sakar hann um heimilisofbeldi Fyrrverandi kærasta Brasilíumannsins Antony, leikmanns Manchester United og brasilíska landsliðsins, hefur sakað hann um beita sig heimilisofbeldi og haft í hótunum við hana þegar þau voru saman. Um er að ræða fjögur atvik samkvæmt ESPN í Brasilíu. Enski boltinn 6.6.2023 18:26
Fyrrverandi leikmaður Inter reyndi að kyrkja systur sína Alsírski fótboltamaðurinn Ishak Belfodil hefur verið handtekinn fyrir að reyna að kyrkja fimmtán ára systur sína. Fótbolti 6.6.2023 08:31
Sterabolti breytti lífi sambýliskonunnar í algjöra martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa með áralöngu ofbeldi og hótunum breytt lífi sambýliskonu sinnar í algjöra martröð. Hann fylgdist með ferðum hennar í gegnum síma, talaði um hana sem hóru og hótaði að hringja inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli mætti hún til vinnu. Var hann einnig dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum og líkamsárás á frænda konunnar. Karlmaðurinn var gripinn með nokkuð magn stera á sér við heimsókn lögreglu. Innlent 25.5.2023 10:42
Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. Innlent 22.5.2023 15:38
Skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn sambýliskonu Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Hann hrinti henni, sló hana í andlitið og ítrekað með beltissylgju. Innlent 20.5.2023 22:28
Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. Skoðun 29.3.2023 07:30
Þrjátíu daga skilorð fyrir árás á fyrrverandi kærustu: „Ég get ekki leyft neinum að leggja á mig hendur, aldrei“ Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á fyrrum unnustu sína á heimili sínu á Akureyri. Árásin átti sér stað í september 2021. Innlent 28.3.2023 18:07
Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Erlent 23.3.2023 21:44