Gæludýr

Fréttamynd

Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt

Ágústi Bein­teini Árna­syni brá heldur betur í brún þegar tveir ein­kennis­klæddir lög­reglu­menn mættu að heimili hans á­samt full­trúa Mat­væla­stofnunar (MAST) í síðustu viku með hús­leitar­heimild. Mark­miðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla aflífun dýra hverra eigendur hafa greinst með Covid-19

Yfir 150 þúsund manns í Víetnam hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að þarlend yfirvöld hætti að drepa dýr af ótta við smithættu vegna Covid-19. Undirskriftasöfnuninni var hrundið af stað eftir að tólf gæludýr pars sem greindist með sjúkdóminn voru drepin á meðan þau dvöldu á spítala.

Erlent
Fréttamynd

Of seint fyrir Gústa að að­lagast náttúrunni og sam­búðin versni þegar hann þroskast

„Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að taka refinn og koma honum í Hús­dýra­garðinn

Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni.

Innlent
Fréttamynd

Telur hóp drengja hafa kastað ketti fyrir bíl

Svo virðist sem hópur unglingspilta hafi tekið sig til og kastað ketti fyrir bíl á Nýbýlavegi seint í gærkvöldi. Kristinn Ólafur Smárason lýsir atvikinu í Facebook-hópnum Íbúar Digranesi og tilkynnti það til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Setti upp myndavél í sameign vegna úrgangs nágrannahundsins

Íslendingi, sem hefur um nokkra hríð haft eftirlitsmyndavél í sameign fjöleignarhúss síns, hefur verið gert að taka hana niður. Að hundur nágrannans geri þarfir sínar á sameiginlegri lóð þeirra er að mati Persónuverndar ekki fullnægjandi ástæða fyrir þörf á öryggismyndavél.

Innlent
Fréttamynd

Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu

Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu.

Innlent
Fréttamynd

Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu

Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu.

Erlent
Fréttamynd

Bó „í barneignum“ á gamals aldri

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra deildi krúttlegum fréttum af hundi sínum Bó á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan hefur átt hundinn um árabil en nú stendur hann í stórræðum. 

Lífið
Fréttamynd

Hundur seldur á uppboði hjá sýslumanni

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu verður í næstu viku með uppboð á Rjúpnabrekku Blakki, enskum setter-hundi, sem er settur á uppboð vegna slita á sameign tveggja aðila.

Innlent