Innlent

Ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hvolparnir eru af tegundinni Bracco italiano og er um að ræða fyrsta got nýrrar hundategundar á Íslandi.
Hvolparnir eru af tegundinni Bracco italiano og er um að ræða fyrsta got nýrrar hundategundar á Íslandi.

Hundaheimurinn á Íslandi verður sífellt fjölbreyttari og fyrir skemmstu komu í heiminn fimm ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður.

Hvolparnir eru af tegundinni Bracco italiano og er um að ræða fyrsta got nýrrar hundategundar á Íslandi. 

„Þetta eru veiðihundar. Þeir finna fyrir þig bráðina, staðsetja hana og sækja fallna bráð ,“ segir Guðbjörg Guðmundsdóttir, hundaræktandi. 

Þá sæki hundarnir líka særða bráð.

„Þannig ef þú særir bráðina og hún fer í burtu þá finnur hundurinn hana og kemur með hana fyrir þig,“ segir Guðbjörg en hún hafði lengi leitað að hinum fullkomna veiðihundi. 

Um er að ræða tvær tíkur og þrjá rakka. Sem fyrr segir hefur þessi tegund ekki verið ræktuð áður á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×