Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Ein leið að þreyta úkraínska herinn til upp­­­gjafar: „Enginn veit hvað Pútín er til­­búinn að ganga langt“

„Vandinn er bara að enginn veit hvað Pútín er tilbúinn að ganga langt og að því leytinu til hefur fólk auðvitað áhyggjur. Það er ekkert að sjá, og það er það sem manni finnst svo sársaukafullt. Það er ekki að sjá neitt ljós við enda ganganna,“ segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra um ástandið í Úkraínu

Innlent
Fréttamynd

Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla

Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum

Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt

Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar

Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Krefja Sigurð Inga um af­sökunar­beiðni vegna um­mæla um „ill­mennin í Kreml“

Rússneska sendiráðið í Reykjavík fer fram á það að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina um „illmennin í Kreml.“ Sendiráðið segist líta á ummæli ráðherrans sem afskipti af innanríkismálum Rússlands og að það sé ekki við hæfi að hann tjái sig um þau mál.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir á að frumvarp um af­glæpa­væðingu verði á dag­skrá í haust

Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir á­form um fækkun sýslu­manns­em­bætta

Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann.

Innlent
Fréttamynd

„Langar mest að gráta“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér.

Innlent
Fréttamynd

Jón nýr ráðgjafi Lilju

Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og kom til starfa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal helstu verkefna Jóns verða að veita ráðherranum ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða.

Innlent