Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Formaður BÍ segist ekkert botna í því hvað Bjarna gangi til

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekki vita hvað Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, gangi til með að vilja blanda sér mál sem snýr að rannsókn lögreglu á fjórum blaðamönnum. Afstaða hans standist enga skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Á­huga­leysið upp­málað

Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð.

Skoðun
Fréttamynd

Arnar Már skipaður forstjóri Byggðastofnunar

Innviðaráðherra skipaði Arnar Má Elíasson forstjóra Byggðastofnunar til fimm ára. Arnar Már hefur verið starfandi forstjóri stofnunarinnar frá því í febrúar og staðgengill forstjóra frá árinu 2016.

Innlent
Fréttamynd

Út­varpi Sögu hafnað um rekstrar­stuðning

SagaNet-Útvarp Saga ehf. sem rekur bæði útvarpsstöðina Útvarp Saga og samnefndan vefmiðil var hafnað um rekstrarstuðning frá fjölmiðlanefnd. Félagið var eitt þriggja sem var hafnað um stuðning.

Innlent
Fréttamynd

Ingvar kemur í stað Teits

Ingvar S. Birgisson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kemur í stað Teits Björn Einarssonar sem er nýorðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi“

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir of langt gengið í aukinni skattlagningu með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Svo langt gengið raunar, að óhætt væri fyrir sósíalista að segja þetta gott, enda erindið þrotið. Gunnar Smári Egilsson gefur lítið fyrir þetta og segir nú lag að hækka bankaskatt og sækja gróðann sem þar hafi myndast.

Innlent
Fréttamynd

Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands

Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni.

Innlent
Fréttamynd

„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“

Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung.

Innlent
Fréttamynd

Um 380 milljónum deilt til 25 einka­rekinna fjöl­miðla

25 einkareknir fjölmiðlar deila með sér rúmlega 380 milljónum króna samkvæmt niðurstöðu úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Þremur umsóknum var hafnað þar sem umsóknirnar uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðning en í heildina sóttu fjölmiðlarnir 28 um rekstrarstuðning að fjárhæð 917,5 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd fresta fjár­festingar­á­taki í kvik­mynda­gerð

Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Takk fyrir ekkert

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. 

Skoðun
Fréttamynd

„Miðað við efna­hags­þróunina hefði verið æski­legt að ganga lengra“

Minnkandi hallarekstur ríkissjóðs ber þess merki að ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands gangi í takt en í ljósi verðbólguþróunar og þenslu í hagkerfinu hefði verið æskilegt að stíga stærri skref í átt að því að eyða hallanum. Þetta kemur fram í umsögnum viðmælenda Innherja um fjárlagafrumvarpið fyrir ári 2023 sem var kynnt í gær.

Innherji
Fréttamynd

Bein út­sending: Setning Al­þingis

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.

Innlent
Fréttamynd

„Gamaldags skattahækkun“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, gagnrýnir áform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum. Hann segir að reikna megi að verð á rafbílum hækki um 600.000 krónur til milljónar á bifreið á næsta ári. 

Innlent