Skoðanir

Fréttamynd

Skipulagsmál og framboðsmál

Þeir sem stjórna borg geta líka verið of lengi. Þegar spurningarnar snúast um að setja upp safnráð til að tryggja flokkstryggum aðgang að listinni eða hverjir eiga að vera stjórnarformenn hjá Orkuveitunni og Strætó, þá er málið farið að snúast um frambjóðendurna en ekki fólkið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lýðræðislegi lífsmátinn

En mitt í þessari huggandi aðdáun læðist þó að nagandi óþægindaefi. Efi um hvort í þessu felist eingöngu góð tíðindi. Er góður árangur lögreglunnar í raun einhver varanleg vörn gegn hnyðjuverkum?

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýr Kjalvegur það sem koma skal

Þessi vegagerð er því fyrst og fremst hlutverk samgönguyfirvalda, og erfitt að sjá fyrir sér að veggjald yrði innheimt á þessari leið árið um kring. Þarna er mikið vetrarríki oft á tíðum, því vegurinn mun liggja í mörg hundruð metra hæð. Þessi vegur á að vera sjálfsagður hluti af hinu almenna vegakerfi landsins, því meginhluta ársins mun hann létta mikilli umferð af núverandi vegum, og veitir ekki af .

Fastir pennar
Fréttamynd

Lygar og launung

Um leið og málflutningur ríkisstjórna fer að byggjast á ósannindum, þá missir öll almenn stjórnmálaumræða marks. Við erum meðhöndluð eins og óvitar

Fastir pennar
Fréttamynd

Þáttaskil hvernig sem lyktir verða

Nú þegar Baugur hefur dregið sig úr hópi fjárfesta sem stefndu að því að gera tilboð í bresku verslunarkeðjuna Somerfield, er skiljanlegt að fyrirtækið barmi sér yfir rannsókn ríkislögreglustjóra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt skal vera uppi á borðinu

Það hefði fyrir löngu síðan átt að vera búið að leiða í lög reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna. Þetta hefur verið gert í nágrannalöndunum og Evrópuráðið samþykkti fyrir tveimur árum að beina því til aðildarríkjanna að setja reglur gegn spillingu í tengslum við fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kannski tuttugu manns

Hverjum í hópi íslenzkra auðkýfinga skyldi nú hafa verið birt opinber ákæra fyrir auðgunarbrot? Það er sá þeirra, sem ekkert hefur þegið af stjórnvöldum svo vitað sé nema frelsið, sem fylgdi EES-samningnum, og jafnframt sá þeirra, sem hætti sér ásamt öðrum inn á helga reiti ríkisstjórnarflokkanna með því að seilast fyrst eftir banka og stofna síðan Fréttablaðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um ljóskur og réttvísi

Málarekstur þessi hvílir eins og mara á borgurunum því hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá hafa vaknað grunsemdir um að ekki sé allt með felldu í honum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umhverfið hvetji til heilbrigðis

Árlegur dagur hreyfingar er haldinn 10. maí að frumkvæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar, að hvetja til þess að frumkvæði sé virkjað og að staðið sé fyrir uppákomum sem minna á heilsubætandi áhrif líkamlegrar hreyfingar. Síðast en ekki síst að yfirvöld marki sér stefnu og geri áætlanir sem miði að því að fólk taki þátt í sjálfbærri, reglulegri hreyfingu í frístundum, til að komast á milli staða, í vinnu og skóla eða heima við.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin hefur styrkt Viðey

Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin ríkisumsvif

Frumvarp menntamálráðherra um Ríkisútvarpið er metnaðarlaust og tekur ekki á skorti stofnunarinnar á sérstöðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skrýtnir afdalamenn til sýnis?

<strong><em>Framtíðarsýn byggðarmálaráðherra - Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður</em></strong> Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Persónur og saga

Hvernig ætli Grímur Thomsen hefði tekið á verzlunarmálinu og sjálfstæðismálinu, hefði hann farið fyrir Íslendingum? Því verður ekki svarað með nokkurri vissu, en við getum samt reynt að gizka í eyðurnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrákadallar tímabærir aftur?

Fyrir margt löngu þótti sjálfsagt að hrækja og skyrpa í allar áttir, jafnvel á gólfið þegar svo bar undir. Er ekki kominn tími til að fara af stað með nýja herferð? Hættum að hrækja!

Fastir pennar
Fréttamynd

Smáfiskadráp

Bílstjórar bæjarins voru ekki í miklum vafa um morðtilræðin: stjórnin stóð sjálf á bak við þau, sögðu þeir, til þess að geta klínt þeim á stjórnarandstöðuna. Hver var drepinn í nótt? var fyrsta spurningin, sem maður lagði fyrir leigubílstjórana á morgnana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Málin sem nefndir fjalla um

Til hvers að hafa þjóðkjörinn forseta sem má ekki vera annað en puntudúkka og svo forsætisráðherra sem kannski er kosinn af 15% þjóðarinnar, sem vílar og dílar við vini sína og samningabræður um alla hluti: hver á að eiga Símann, hver á að eiga bankana og almennt og yfirleitt hver má gera hvað klukkan hvað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er botninum náð?

Flokkar og menn, sem hafa látið sig hafa það að svipta þjóð sína dýrmætri sameign, verða smám saman ónæmir fyrir þeirri almennu hneykslan, sem atferli þeirra vekur. Þá munar þá t.d. ekkert um það heldur að sölsa undir sig og sína æ fleiri embætti, sem þeir eru óhæfir til að gegna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kennum börnum að hlusta á sögur

Þegar upp er staðið getur allt beðið nema uppeldi barnanna okkar. Það þarf að hafa forgang hverja stund og stór og mikilvægur þáttur uppeldis er að segja börnum sögur, lesa fyrir þau góðar bækur og spinna upp sögur sem reyna á ímyndunaraflið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ráðstöfun opinbers fjár

Í gamla daga þótti það góð aðferð í stjórnmálaumfjöllun að birta sem verstar myndir af andstæðingum, flokksblöðin, sem þá réðu lögum og lofum á fjölmiðlamarkaði, stóðu sig þeim mun betur sem stærra myndasafn af greppitrýnum þau höfðu í fórum sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Keflavíkurstöðin – minningargrein

Óttast menn áhlaup hryðjuverkasveita sem myndu leggja undir sig illa varið stjórnkerfi? Ríkisútvarpið? Nútíma Jörund hundadagakonung? Eða árás á eitthvert sendiráð sem hér er staðsett?

Fastir pennar
Fréttamynd

Náttúruvaktin

Gosið sem hófst í Grímsvötnum á Vatnajökli í fyrrakvöld, hið þrettánda á hundrað árum, minnir okkur á tvennt. Hvað sem allri þróun tækni og vísinda líður eru náttúruöflin manninum margfalt máttugri.

Fastir pennar
Fréttamynd

EES, Barrosso og Buttiglione

Í dag stendur til að leiðtogar Evrópusambandsríkja komi saman í Róm og skrifi undir nýja stjórnarskrá fyrir sambandið, eins konar nýjan Rómarsáttmála.

Fastir pennar