Smáfiskadráp 13. apríl 2005 00:01 Ég flæktist inn í morðmál fyrir mörgum árum. Þannig var, að ég var staddur í Gvæjönu í norðanverðri Suður-Ameríku í atvinnuerindum, og væri varla í frásögur færandi nema fyrir það, að fyrsta daginn var beittum hnífi brugðið á barka eins vinnufélaga míns um hábjartan dag á aðalgötu höfuðborgarinnar, og hann var rændur öllu lauslegu, en slapp með skrekkinn. Hann hafði samt verið varaður við því að labba niður Laugaveginn: lífshættulegt. Þessu næst varð viðskiptaráðherrann fyrir skotárás, en komst undan við illan leik. Þá var verklýðsmálaráðherrann skotinn til ólífis, þar sem hann var í bíltúr um myrkvað hafnarhverfið um miðja nótt með tannlækni, sem kom til landsins tvisvar á ári frá Bandaríkjunum, hún var prófessor þar, að gera við tennurnar í ríkisstjórninni, og henni var smyglað úr landi strax um nóttina, hún bjó á sama hóteli og við, og ráðherrarnir þurftu eftir það að gera aðrar ráðstafanir gegn tannpínu. Bílstjórar bæjarins voru ekki í miklum vafa um morðtilræðin: stjórnin stóð sjálf á bak við þau, sögðu þeir, til þess að geta klínt þeim á stjórnarandstöðuna. Hver var drepinn í nótt? var fyrsta spurningin, sem maður lagði fyrir leigubílstjórana á morgnana. Áður en heim var haldið, vildi forsætisráðherrann sýna gestum sínum sérstakan heiður með því að bjóða okkur í útsýnisferð yfir regnskógana í einkaþyrlu sinni. Kona í sendinefndinni ætlaði ekki að þora að fara, hún var að hugsa um börnin sín, býst ég við, en okkur tókst að telja henni hughvarf með þeim rökum, að varla færu leiguskytturnar að skjóta niður þyrlu sjálfs höfuðpaursins, þeir væru ábyggilega bara á höttunum eftir smáfiski eins og viðskiptaráðherranum og verklýðsmálaráðherranum. Við höfðum heppnina með okkur: fínasta þyrla landsins varð bensínlaus í miðjum klíðum, svo að frumskógaferðin varð styttri en til stóð. Þessi gamla morðsaga rifjast upp fyrir mér nú vegna þess, að forseti Taívans sætir nú sams konar ásökunum af hálfu stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórn Gvæjönu sat undir forðum daga. Fylgi forsetans var skv. skoðanakönnunum fimm til tíu prósentustigum undir fylgi mótframbjóðandans tveim dögum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. En viti menn: forsetinn varð fyrir skotárás kvöldið fyrir kosningar og sigraði síðan naumlega - með 0,2% atkvæðamun. Hann reyndist hafa fengið bara smáskrámu. Stjórnarandstaðan heimtaði tafarlausa rannsókn á tilræðinu, en forsetanum var fyrirgefning efst í huga: honum fannst engin ástæða til að athuga málið. Andstöðunni tókst eigi að síður að fá þingið til að láta opinbera rannsókn fara fram, og þá kom í ljós, að byssukúlan, sem fannst á svæðinu, hefði ekki getað valdið skrámunni. Sérfræðingar rannsóknarnefndarinnar telja, að skráman sé trúlega verk skurðlæknis. Nú, meira en ári síðar, segist lögreglan vera búin að finna tilræðismanninn, en hann drekkti sér því miður fyrir nokkrum mánuðum, og sjálfsmorðsbréfið er týnt, gott ef það kviknaði ekki í því, eldsupptök eru ókunn. Þessi taívanska morðsaga vitnar um fallvaltleika lýðræðisins þarna austur frá. Taívanar eru bókstaflega með lífið í lúkunum, því að Kínverjar hafa í hótunum um að taka landið með valdi, ef Taívan lýsir yfir fullu sjálfstæði, svo sem helmingur þjóðarinnar eða þar um bil kýs helzt að gera, þegar aðstæður leyfa. Nýlega voru samþykkt á þinginu í Beijing lög þess efnis, að Kínverjum sé heimilt að beita hervaldi gagn Taívan til að halda landinu saman, eins og það heitir, enda þótt flestir íbúar eyjarinnar líti ekki á land sitt sem hluta af Kína, það er löngu liðin tíð. Taívönum líður nokkurn veginn eins og Austurríkismönnum myndi líða, ef Þjóðverjar byrjuðu aftur að yggla sig við landamærin. Bandaríkjamenn hafa ávallt látið á sér skiljast, að þeir myndu koma Taívan til varnar, ef Kínverjar reyndu að ráðast inn. Enginn veit, hvort Bandaríkjastjórn er full alvara með þessu eða ekki. Kínverjar ættu sterkan mótleik, ef kaninn reyndi að standa uppi í hárinu á þeim: þeir gætu losað sig á einu bretti við öll ríkisskuldabréfin, sem þeir hafa keypt af Bandaríkjamönnum undangengin ár, og þá myndi gengi dollarans hríðlækka, og vextir myndu rjúka upp. Þessi staða er upp komin vegna þess, að ríkishallareksturinn í stjórnartíð Bush forseta hefur gert Kína að næsthelzta lánardrottni Bandaríkjanna, næst á eftir Japönum. Lánardrottnar geta beitt valdi án þess að grípa til vopna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Ég flæktist inn í morðmál fyrir mörgum árum. Þannig var, að ég var staddur í Gvæjönu í norðanverðri Suður-Ameríku í atvinnuerindum, og væri varla í frásögur færandi nema fyrir það, að fyrsta daginn var beittum hnífi brugðið á barka eins vinnufélaga míns um hábjartan dag á aðalgötu höfuðborgarinnar, og hann var rændur öllu lauslegu, en slapp með skrekkinn. Hann hafði samt verið varaður við því að labba niður Laugaveginn: lífshættulegt. Þessu næst varð viðskiptaráðherrann fyrir skotárás, en komst undan við illan leik. Þá var verklýðsmálaráðherrann skotinn til ólífis, þar sem hann var í bíltúr um myrkvað hafnarhverfið um miðja nótt með tannlækni, sem kom til landsins tvisvar á ári frá Bandaríkjunum, hún var prófessor þar, að gera við tennurnar í ríkisstjórninni, og henni var smyglað úr landi strax um nóttina, hún bjó á sama hóteli og við, og ráðherrarnir þurftu eftir það að gera aðrar ráðstafanir gegn tannpínu. Bílstjórar bæjarins voru ekki í miklum vafa um morðtilræðin: stjórnin stóð sjálf á bak við þau, sögðu þeir, til þess að geta klínt þeim á stjórnarandstöðuna. Hver var drepinn í nótt? var fyrsta spurningin, sem maður lagði fyrir leigubílstjórana á morgnana. Áður en heim var haldið, vildi forsætisráðherrann sýna gestum sínum sérstakan heiður með því að bjóða okkur í útsýnisferð yfir regnskógana í einkaþyrlu sinni. Kona í sendinefndinni ætlaði ekki að þora að fara, hún var að hugsa um börnin sín, býst ég við, en okkur tókst að telja henni hughvarf með þeim rökum, að varla færu leiguskytturnar að skjóta niður þyrlu sjálfs höfuðpaursins, þeir væru ábyggilega bara á höttunum eftir smáfiski eins og viðskiptaráðherranum og verklýðsmálaráðherranum. Við höfðum heppnina með okkur: fínasta þyrla landsins varð bensínlaus í miðjum klíðum, svo að frumskógaferðin varð styttri en til stóð. Þessi gamla morðsaga rifjast upp fyrir mér nú vegna þess, að forseti Taívans sætir nú sams konar ásökunum af hálfu stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórn Gvæjönu sat undir forðum daga. Fylgi forsetans var skv. skoðanakönnunum fimm til tíu prósentustigum undir fylgi mótframbjóðandans tveim dögum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. En viti menn: forsetinn varð fyrir skotárás kvöldið fyrir kosningar og sigraði síðan naumlega - með 0,2% atkvæðamun. Hann reyndist hafa fengið bara smáskrámu. Stjórnarandstaðan heimtaði tafarlausa rannsókn á tilræðinu, en forsetanum var fyrirgefning efst í huga: honum fannst engin ástæða til að athuga málið. Andstöðunni tókst eigi að síður að fá þingið til að láta opinbera rannsókn fara fram, og þá kom í ljós, að byssukúlan, sem fannst á svæðinu, hefði ekki getað valdið skrámunni. Sérfræðingar rannsóknarnefndarinnar telja, að skráman sé trúlega verk skurðlæknis. Nú, meira en ári síðar, segist lögreglan vera búin að finna tilræðismanninn, en hann drekkti sér því miður fyrir nokkrum mánuðum, og sjálfsmorðsbréfið er týnt, gott ef það kviknaði ekki í því, eldsupptök eru ókunn. Þessi taívanska morðsaga vitnar um fallvaltleika lýðræðisins þarna austur frá. Taívanar eru bókstaflega með lífið í lúkunum, því að Kínverjar hafa í hótunum um að taka landið með valdi, ef Taívan lýsir yfir fullu sjálfstæði, svo sem helmingur þjóðarinnar eða þar um bil kýs helzt að gera, þegar aðstæður leyfa. Nýlega voru samþykkt á þinginu í Beijing lög þess efnis, að Kínverjum sé heimilt að beita hervaldi gagn Taívan til að halda landinu saman, eins og það heitir, enda þótt flestir íbúar eyjarinnar líti ekki á land sitt sem hluta af Kína, það er löngu liðin tíð. Taívönum líður nokkurn veginn eins og Austurríkismönnum myndi líða, ef Þjóðverjar byrjuðu aftur að yggla sig við landamærin. Bandaríkjamenn hafa ávallt látið á sér skiljast, að þeir myndu koma Taívan til varnar, ef Kínverjar reyndu að ráðast inn. Enginn veit, hvort Bandaríkjastjórn er full alvara með þessu eða ekki. Kínverjar ættu sterkan mótleik, ef kaninn reyndi að standa uppi í hárinu á þeim: þeir gætu losað sig á einu bretti við öll ríkisskuldabréfin, sem þeir hafa keypt af Bandaríkjamönnum undangengin ár, og þá myndi gengi dollarans hríðlækka, og vextir myndu rjúka upp. Þessi staða er upp komin vegna þess, að ríkishallareksturinn í stjórnartíð Bush forseta hefur gert Kína að næsthelzta lánardrottni Bandaríkjanna, næst á eftir Japönum. Lánardrottnar geta beitt valdi án þess að grípa til vopna.