Kannski tuttugu manns 7. júlí 2005 00:01 Ég hafði komið mér vel fyrir í sæti mínu og sat þar niðursokkinn í blað, þegar hann settist við hlið mér, spennti beltið og byrjaði að spjalla við mig. Ég minntist þess ekki að hafa hitt hann áður, þótt ég þekkti hann af afspurn, enda er hann einn af virðingarmönnum íslenzks atvinnulífs og vel tengdur. Vélin var varla komin í loftið, þegar hann sagði mér þetta í óspurðum fréttum: bráðum fellur stærsta bomba, sem fallið hefur á íslenzkt samfélag frá öndverðu. Ég lagði frá mér blaðið. Það verður gefin út ákæra á hendur sex mönnum, sagði hann og nefndi þá alla. Mér þótti þetta fróðlegt m.a. vegna þess, að þrjú nafnanna hafði ég aldrei heyrt nefnd. Þetta geturðu varla vitað með vissu nema fyrir leka frá lögreglunni, sagði ég. Hann sagði: það vita þetta kannski tuttugu manns. Og þá er ég hinn tuttugasti og fyrsti, hugsaði ég, án þess að hafa hugmynd um, hvaðan mér kæmi þessi upphefð að vera trúað fyrir yfirvofandi ákæru ríkislögreglustjóra á hendur sex mönnum í máli, sem miklir stjórnmálahagsmunir virðast vera bundnir við. Þetta háloftaspjall rifjaðist upp fyrir mér um daginn, þegar ríkislögreglustjóri birti ákæruna á hendur sexmenningunum, hinum sömu og sessunautur minn í flugvélinni hafði talið upp. Hvað átti ég að halda? Reynum að setja málið í samhengi. Íslendingar eru Rússar. Við bjuggum eins og þeir um áratugaskeið við hagkerfi, sem ríkið njörvaði svo niður, að einfaldar athafnir eins og að kaupa sér gjaldeyri til utanferðar eða taka sér lán í banka til að byggja bílskúr útheimtu opinbert leyfi eða a.m.k. samþykki, og þá kom sér vel að vera í réttum samböndum. Þannig lifðu menn lífinu á Íslandi og í Rússlandi allar götur fram yfir 1990, enda þótt sá grundvallarmunur væri vitaskuld á löndunum tveim, að Rússland var staðnað einræðis- og lögregluríki og Ísland var líflegt lýðræðis- og réttarríki. Eigi að síður bar íslenzkt efnahagslíf ýmis merki hálfsovézkrar ofstjórnar og markaðsfirringar. Þessi söguskoðun ætti að vera hafin yfir skynsamlegan ágreining, svo vendileg skil sem þessum þætti hagsögu Íslands hafa verið gerð á prenti, t.d. í ritgerðasafni Péturs Benediktssonar bankastjóra, Milliliður allra milliliða (1959), og einnig í bókum sagnfræðinganna Jakobs F. Ásgeirssonar, Þjóð í hafti(1988), og Ólafs Ásgeirssonar, Iðnbylting hugarfarsins (1988). Miðstýringin á mörgum sviðum hér heima og miðstjórnin fyrir austan tjald voru angar á einum og sama meiði: þetta var valdatafl. Bæði löndin losnuðu úr viðjunum um líkt leyti. Rússland losnaði í einum rykk, þegar hagkerfi kommúnismans hrundi til grunna 1991, en Ísland losnaði í áföngum, fyrsta áfanganum var náð í viðreisnarbyltingunni 1960 og hinum nýjasta með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu 1994. Umskiptin frá miðstjórn til markaðsbúskapar hafa einnig að ýmsu leyti verið keimlík í löndunum tveim. Fáeinir menn hafa auðgazt mjög í öldurótinu, sumpart í gegnum einkavæðingu ríkisfyrirtækja og sumpart í gegnum árangursríka rentusókn (olía fyrir austan, fiskur og grænmeti hér heima, svo að dæmi séu tekin). Upp reis í báðum löndum ný stétt auðkýfinga, nýtt auðvald. Þeir tryggðu Jeltsín, fyrsta forseta Rússlands, endurkjör 1996, og lögðu með því móti grunninn að veldi Pútíns núverandi forseta. Einn fávaldanna var síðan dreginn fyrir dóm og fundinn sekur um refsivert athæfi og dæmdur fyrir skömmu til fangavistar. Hver? Það var sá þeirra, sem hætti sér inn á yfirráðasvæði Pútíns með því að styrkja stjórnarandstöðuflokka, óháða fjölmiðla o.fl. Hinir fengu að vera í friði, ýmist heima fyrir eða í útlegð. Hverjum í hópi íslenzkra auðkýfinga skyldi nú hafa verið birt opinber ákæra fyrir auðgunarbrot? Það er sá þeirra, sem ekkert hefur þegið af stjórnvöldum svo vitað sé nema frelsið, sem fylgdi EES-samningnum, og jafnframt sá þeirra, sem hætti sér ásamt öðrum inn á helga reiti ríkisstjórnarflokkanna með því að seilast fyrst eftir banka og stofna síðan Fréttablaðið. Áhlaup ríkisvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í fyrrasumar fór út um þúfur, þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Nú virðist standa til að jafna um Jón Ásgeir og fimm menn aðra fyrir rétti. Hvað býr að baki? Kannski bara skortur á virðingu fyrir markaðsbúskap og meðfylgjandi valddreifingu og þá um leið fyrir nauðsynlegri aðgreiningu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Hver veit? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun
Ég hafði komið mér vel fyrir í sæti mínu og sat þar niðursokkinn í blað, þegar hann settist við hlið mér, spennti beltið og byrjaði að spjalla við mig. Ég minntist þess ekki að hafa hitt hann áður, þótt ég þekkti hann af afspurn, enda er hann einn af virðingarmönnum íslenzks atvinnulífs og vel tengdur. Vélin var varla komin í loftið, þegar hann sagði mér þetta í óspurðum fréttum: bráðum fellur stærsta bomba, sem fallið hefur á íslenzkt samfélag frá öndverðu. Ég lagði frá mér blaðið. Það verður gefin út ákæra á hendur sex mönnum, sagði hann og nefndi þá alla. Mér þótti þetta fróðlegt m.a. vegna þess, að þrjú nafnanna hafði ég aldrei heyrt nefnd. Þetta geturðu varla vitað með vissu nema fyrir leka frá lögreglunni, sagði ég. Hann sagði: það vita þetta kannski tuttugu manns. Og þá er ég hinn tuttugasti og fyrsti, hugsaði ég, án þess að hafa hugmynd um, hvaðan mér kæmi þessi upphefð að vera trúað fyrir yfirvofandi ákæru ríkislögreglustjóra á hendur sex mönnum í máli, sem miklir stjórnmálahagsmunir virðast vera bundnir við. Þetta háloftaspjall rifjaðist upp fyrir mér um daginn, þegar ríkislögreglustjóri birti ákæruna á hendur sexmenningunum, hinum sömu og sessunautur minn í flugvélinni hafði talið upp. Hvað átti ég að halda? Reynum að setja málið í samhengi. Íslendingar eru Rússar. Við bjuggum eins og þeir um áratugaskeið við hagkerfi, sem ríkið njörvaði svo niður, að einfaldar athafnir eins og að kaupa sér gjaldeyri til utanferðar eða taka sér lán í banka til að byggja bílskúr útheimtu opinbert leyfi eða a.m.k. samþykki, og þá kom sér vel að vera í réttum samböndum. Þannig lifðu menn lífinu á Íslandi og í Rússlandi allar götur fram yfir 1990, enda þótt sá grundvallarmunur væri vitaskuld á löndunum tveim, að Rússland var staðnað einræðis- og lögregluríki og Ísland var líflegt lýðræðis- og réttarríki. Eigi að síður bar íslenzkt efnahagslíf ýmis merki hálfsovézkrar ofstjórnar og markaðsfirringar. Þessi söguskoðun ætti að vera hafin yfir skynsamlegan ágreining, svo vendileg skil sem þessum þætti hagsögu Íslands hafa verið gerð á prenti, t.d. í ritgerðasafni Péturs Benediktssonar bankastjóra, Milliliður allra milliliða (1959), og einnig í bókum sagnfræðinganna Jakobs F. Ásgeirssonar, Þjóð í hafti(1988), og Ólafs Ásgeirssonar, Iðnbylting hugarfarsins (1988). Miðstýringin á mörgum sviðum hér heima og miðstjórnin fyrir austan tjald voru angar á einum og sama meiði: þetta var valdatafl. Bæði löndin losnuðu úr viðjunum um líkt leyti. Rússland losnaði í einum rykk, þegar hagkerfi kommúnismans hrundi til grunna 1991, en Ísland losnaði í áföngum, fyrsta áfanganum var náð í viðreisnarbyltingunni 1960 og hinum nýjasta með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu 1994. Umskiptin frá miðstjórn til markaðsbúskapar hafa einnig að ýmsu leyti verið keimlík í löndunum tveim. Fáeinir menn hafa auðgazt mjög í öldurótinu, sumpart í gegnum einkavæðingu ríkisfyrirtækja og sumpart í gegnum árangursríka rentusókn (olía fyrir austan, fiskur og grænmeti hér heima, svo að dæmi séu tekin). Upp reis í báðum löndum ný stétt auðkýfinga, nýtt auðvald. Þeir tryggðu Jeltsín, fyrsta forseta Rússlands, endurkjör 1996, og lögðu með því móti grunninn að veldi Pútíns núverandi forseta. Einn fávaldanna var síðan dreginn fyrir dóm og fundinn sekur um refsivert athæfi og dæmdur fyrir skömmu til fangavistar. Hver? Það var sá þeirra, sem hætti sér inn á yfirráðasvæði Pútíns með því að styrkja stjórnarandstöðuflokka, óháða fjölmiðla o.fl. Hinir fengu að vera í friði, ýmist heima fyrir eða í útlegð. Hverjum í hópi íslenzkra auðkýfinga skyldi nú hafa verið birt opinber ákæra fyrir auðgunarbrot? Það er sá þeirra, sem ekkert hefur þegið af stjórnvöldum svo vitað sé nema frelsið, sem fylgdi EES-samningnum, og jafnframt sá þeirra, sem hætti sér ásamt öðrum inn á helga reiti ríkisstjórnarflokkanna með því að seilast fyrst eftir banka og stofna síðan Fréttablaðið. Áhlaup ríkisvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í fyrrasumar fór út um þúfur, þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Nú virðist standa til að jafna um Jón Ásgeir og fimm menn aðra fyrir rétti. Hvað býr að baki? Kannski bara skortur á virðingu fyrir markaðsbúskap og meðfylgjandi valddreifingu og þá um leið fyrir nauðsynlegri aðgreiningu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Hver veit?