Skoðanir

Fréttamynd

Áramót

Um þessi áramót geta Íslendingar fagnað velgengni á mörgum sviðum þjóðlífsins bæði til sjávar og sveita. Það er mikill uppgangur víða í þjóðfélaginu, þótt velmegunin nái að vísu ekki til allra, en þar getur margt komið til sem erfitt er að ráða við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fórnarkostnaður kapítalismans

Meðal þess sem reikna má að gerist á árinu 2006 er að 8-9 milljónir munu deyja úr hungri. Af þessum gríðarlega fjölda verða tveir þriðju hlutar börn undir fimm ára aldri, en hungur er orsök meira en helmings dauðsfalla smábarna í heiminum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitískar áramótasprengjur

Svo virðist sem það verði hlutskipti Halldórs Ásgrímssonar að halda á kjaradómssprengjunni yfir áramótin og koma því þannig fyrir að þingmenn og ráðherrar verði með einhverjum hætti hýrudregnir aftur eftir að hafa fengið sína umdeildu kauphækkun. Það er mikið í húfi fyrir forsætisráðherrann....

Fastir pennar
Fréttamynd

Framtíðin er í okkar höndum

Það er eðlilegt að menn spyrji sig þegar svo vel hefur gengið hvort þetta muni halda áfram. Því er auðvitað erfitt að svara. Ávöxtun erlendra fjárfestinga Íslendinga mun ráða því hvort verðið sem nú er á markaði fær staðist. Undirstaða leiðandi fyrirtækja á íslenska markaðnum er sterk og stjórnendur þeirra hafa sannað getu sína og hæfileika.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dreifum áhættunni

Björgólfur Thor Björgólfsson er vel að því kominn að hafa verið valinn viðskiptamaður ársins í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um markaðs- og viðskiptamál. Það var sérstök dómnefnd skipuð fræðimönnum og óháðum sérfræðingum sem sá um valið fyrir Markaðinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjárkúgun eða flokksvernd?

Hvergi þar sem ég þekki til norðan Alpafjalla þætti við hæfi að framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks úthlutaði leyfum til fjölmiðlunar og sæti í stjórn fjármálastofnunar, sem á að vera óháð pólitískum valdhöfum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dóri fisksali

Það eru forréttindi að fá að kynnast svona fólki. Það gefur lífinu lit og dregur úr lönguninni til að andvarpa með skáldinu: Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað? En forréttindi eru yfirleitt þannig vaxin, að þau endast ekki lengi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lífsbaráttan við Djúp

Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að skilja póst eftir í gámi á víðavangi á afskekktum stöðum og spurning hvort það varðar ekki við lög, því oft geta verið ýmiss konar verðmæti í póstinum, að ekki sé talað um venjulegan póst, sem á ekki að vera í gámi á víðavangi við Ísafjarðardjúp frekar en annars staðar á landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hátíð gleðinnar

Jólin eiga auðvitað að vera hátíð gleðinnar öðru fremur. Ekki þó neyslugleði heldur hinnar sönnu innri gleði sem leiðir af því að láta gott af sér leiða og rækta uppbyggilegt samband við sína nánustu og náungann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Túlkanir á Skugga-Sveini

Skugga-Sveinn hefur ekki sést í leikhúsunum um langt árabil. Kannski veitti sýning í Þjóðleikhúsinu 1984 honum rothögg. Samt telst hann vera langvinsælasta leikrit íslenskrar leiklistarsögu og nú er hann jólaleikrit útvarpsins...

Gagnrýni
Fréttamynd

Birta og helgi jólahátíðar

Jólaljósin lýsa svo sannarlega upp skammdegið á Íslandi um þessar mundir, og við skulum minnast þess að öll þessi ljósadýrð á uppruna sinn hjá Frelsaranum sem var í jötu lagður fyrir meira en tvö þúsund árum, og hefur haft meiri áhrif á líf manna hér á jörðu en nokkur annar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gott auðvald og vont?

Þessar ásakanir eru ekki alltaf út í bláinn, en bera stundum frekar vitni um öfund en sanngirni. Við eigum að samfagna þeim, sem komist hafa í álnir af eigin rammleik.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólakauptíð að ljúka

Bókaútgáfan blómstrar og ef eitthvað er þá hefur þeim bókaútgáfum fjölgað sem virðast ætla að lifa og dafna, eftir mikið samþjöppunarskeið fyrir nokkrum árum. Bókmenntaþjóðin Íslendingar stendur því enn undir nafni, þótt skáldverkin og útgáfan hafi breyst mikið á allra síðustu árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um kjaradóm og sigurvegara sögunnar

Hér er fjallað um hinn umdeilda úrskurð Kjaradóms sem þó verður ekki betur séð en að eigi stoð í lögum, spurt hverjir geti talist vera "sigurvegarar sögunnar" og gripið niður í tímaritið Þjóðmál en annað tölublað þess er nýkomið út...

Fastir pennar
Fréttamynd

Engin leið heim

Ríkissjónvarpið er að sýna No Direction Home, heimildarmynd Martins Scorsese um Bob Dylan. Kröfurnar eru miklar þegar mesti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna fjallar um helsta söngvaskáldið vestra, en myndin veldur ekki vonbrigðum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Kristniboð, söngur og sjálfstæði

Við þetta vaknar þessi spurning: væri ekki hægt að auka skilvirkni þróunarhjálparinnar með því að reiða hana fram í fríðu og beina henni að einhverju leyti um farvegi, sem leiða beint til ætlaðra viðtakenda?

Fastir pennar
Fréttamynd

Skynsamlegar tillögur

Ný skýrsla mannréttindastjóra Evrópuráðsins um íslensk málefni geymir ýmsar skynsamlegar tillögur sem Alþingi og ríkisstjórn ættu að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Þetta á ekki síst við um aðferðir við val á dómurum í hæstarétt og um mikilvægi þess að ríkisvaldið styðji við bakið á óháðum mannréttindasamtökum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Steinunn Valdís á hrós skilið

Ákvörðun Steinunnar Valdísar að afsala sér launauppbótinni frá Kjaradómi auðveldar aðilum vinnumarkaðarins að glíma við áhrifin af láglaunahækkun borgarinnar á aðrar launastéttir. Borgarstjóri á hrós skilið fyrir skjót og skynsamleg viðbrögð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afmælisbarn sunnudagsins

Það er frekar vegna vaxandi andúðar á taumlausari afbrigðum af neysluhyggju en vegna þverrandi áhrifa kristinnar trúar að jólahald er minna í tísku í Evrópu en áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blessuð jólin

Ég vil leggja til að við látum af amsturstali um jólin og undirbúning þeirra. Hreingerningar eru heilsársverkefni en ekki bundnar jólunum. Þeir sem ekki nenna að baka smákökur geta keypt þær úti í búð, ef þá langar í þær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skynsamlegar tillögur

Þótt ríkisstjórnir hafi hinn formlega skipunarrétt dómara með höndum segir mannréttindastjórinn að vandað, lögbundið ráðningarferli tryggi að ekki sé gengið gegn faglegum sjónarmiðum. Dómstólar, dómarar og dómar eru meira í sviðsljósinu en nokkru sinni fyrr. Sú tíð er liðin að það var talið óviðeigandi að gagnrýna niðurstöður dómstóla á opinberum vettvangi. Gerðar eru meiri kröfur en áður til menntunar og þekkingar dómara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar er frjálshyggjan?

Hér er enn fjallað um miðjustjórnmál og spurt hvort þau séu bara gríma sem nýfrjálshyggjan setur upp, velt vöngum yfir framgangi David Cameron, hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins, sem er eins og snýttur út úr nefinu á Tony Blair, og aðeins minnst á bæklingaruslið sem er borið í hús þessa dagana...

Fastir pennar
Fréttamynd

Kona bara skilur þetta ekki

Árni hófst til valda sem ráðherra jafnréttismála með því að Siv Friðleifsdóttir var látin víkja sem ráðherra, þrátt fyrir dygga þjónustu við það mikla baráttumál flokksins og einkum þó formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, að koma á fót Kárahnúkavirkjun. Þótt hann væri tæpur uppbótaþingmaður með enga reynslu af þingstörfum bolaði Árni þannig burt úr ráðherrasæti efsta manni Framsóknar í Reykjanesi - konu sem náð hafði mun skárri árangri en formaðurinn í kosningum - og var tekinn fram yfir Jónínu Bjartmars

Fastir pennar
Fréttamynd

Við lifum í alþjóðlegu umhverfi

Tíðindin sem Geir H. Haarde flutti okkur frá Hong Kong í síðustu viku, um að stjórnvöld hér væru reiðubúin að lækka tolla og minnka framleiðslustuðning við innlendan landbúnað, eru í samræmi við þátttöku okkar í starfi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gott auðvald?

Hér er tæpt á nokkrum umræðuefnum sem komu fram í bókasilfri á sunnudag – um leynireikninga og munaðarlíf Thorsara, setu Hannesar Hafstein á ríkisstjórnarfundum í Danmörku og hugsjónir "góða kommans" Einars Olgeirssonar...

Fastir pennar
Fréttamynd

Til varnar fjölmenningu

Ekkert samfélag, alveg sama hversu mikið umburðarlyndi ríkir innan þess, getur búist við því að vaxa og dafna á eðlilegan máta ef þegnar þess hafa það ekki í hávegum sem felst í ríkisborgararétti þeirra, ef þeir geta ekki svarað því á skýran máta fyrir hvaða gildi þeir standa sem Frakkar, Indverjar, Bandaríkjamenn eða Bretar.

Fastir pennar