Túlkanir á Skugga-Sveini Egill Helgason skrifar 24. desember 2005 01:21 Skugga-Sveinn og Ketill skrækur í Þjóðleikhúsinu 1984 Þegar ég var lítill drengur taldi ég að Skugga-Sveinn hlyti að vera afskaplega merkilegt bókmenntaverk, kannski af því að í lífi mínu var hann um tíma á lista bannaðra bóka. Makalaust hvað smá ritskoðun eflir áhuga á bókmenntum. Önugur karlskröggur sem starfaði í útibúi Borgarbókasafnsins við Hofsvallagötu vildi nefnilega ekki leyfa mér að fá Skugga-Svein lánaðan, og ekki heldur ævisögu Kennedys, sem var önnur bók sem ég hafði augastað á. Sagði að ég ætti að halda mig í barnabókunum. Ég man enn hvernig bókin forboðna leit út og hvar hún var staðsett í safninu; gæti gengið að henni blindandi enn þann dag í dag - í fyrstu hilluröð til vinstri þegar komið var inn á safnið, yfir ofninum, um miðja hillu. Bókin um Kennedy var hins vegar úti í horninu, hægra megin við gluggann sem sneri út að Ásvallagötu. --- --- --- Mörgum árum seinna sá ég Skugga-Svein í Þjóðleikhúsinu. Það er í fyrsta og eina skipti sem ég hef séð verkið á sviði. Þetta var á tíma róttækra hugmynda sem settu mark sitt á leikhúsið líkt og restina af þjóðfélaginu - varla var sett upp neitt leikverk nema það færi fyrst í gegnum krítíska smásjá í leshring leikhússtarfsmanna. Í þetta sinn átti að finna kjarnann í Skugga-Sveini. Það var smíðuð kuldaleg leikmynd, lögð áhersla á hráslagann í verkinu - tónlistin vinsæla var fjarlægð en í staðinn var leikið á steinaspil sem Elías Davíðsson hafði sett saman. Vissulega náðust með þessu ákveðin firrðaráhrif - verfremdung - en vandinn var sá að öllum fannst sýningin mjög leiðinleg. Fólk vildi gamla góða Skugga-Svein; taldi óþarfi að hann fjallaði um kjör alþýðufólks. Útilegumannaforinginn mátti alveg vera þjóðsagnalegur, Ketill skrækur hlægilegur, Haraldur og Ásta barnslega rómantísk. Síðan hefur Skugga Sveinn ekki sést í leikhúsunum um langt árabil. Kannski veitti þessi sýning honum rothögg. Samt telst hann vera langvinsælasta leikrit íslenskrar leiklistarsögu eða það les maður á ágætum vef Leikminjasafns Íslands. --- --- -- Þeir föttuðu ekki í Þjóðleikhúsinu á þessum tíma að þótt Skugga-Sveinn fjalli um útilegumenn er ekki alveg hægt að segja að hann sé þjóðlegt íslenskt leikverk. Þetta leikrit sem Matthías Jochumsson "sullaði saman" með hraði fyrir skólapilta í Lærða skólanum flokkast helst sem alþýðukómedía (folkekomedie) í dönskum stíl - já, rétt eins og matarhefð okkar er leikhúshefðin líka dönsk. Skugga-Sveinn verður borinn saman við leikrit eins og Ævintýri á gönguför (Eventyr på fodrejsen), klassískt en léttvægt verk með söngvum sem var sýnt reglulega í leikhúsum hér fram undir 1970 - þótti gott til síns brúks en datt þá alveg úr tísku. Líkt og Skugga-Sveinn er það í stíl sem er nánast naívur og gefur ekki tilefni til fjölbreyttra túkana eins og til dæmis Shakespeare. (Þó mætti kannski hugsa sér uppfærslu þar sem Skugga-Sveinn og Ketill skrækur eru samkynhneigðir elskendur.) Þegar huggulegheitin og músíkin er tekin burt fjarlægist Skugga Sveinn kjarna sinn ólíkt því sem þeir héldu í Þjóðleikhúsinu um árið. Best fer á því að setja hann með glaðværum dönskum blæ, eins og gert var á uppgangsárum leiklistar í smábænum Reykjavík á síðustu öld; leikritinu var aldrei ætlað að vera stórkostlegt bókmenntaverk og nýtur sín mun betur í smábæjarlegum ýkjustíl en í anda þjóðfélagsraunsæis. --- --- --- Því er ég að skrifa þetta að ég les að Skugga-Sveinn verði jólaleikrit Ríkisútvarpsins. Ég hef varla hlustað á útvarpsleikrit síðan ég var strákur, lá í baði með lítið útvarpstæki mér við hlið og heyrði lokakaflann í Fjalla-Eyvindi í flutningi Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann. Ég er ennþá með gæsahúð, hvort sem það er vegna þess að baðið var orðið kalt eða vegna þess að flutningurinn var svo frábær. Þetta var eins og þar segir - sterk leikhúsreynsla. Nú les ég á vef Ríkisútvarpsins að mikil áhersla verði lögð á upprunalegu tónlistina í Skugga-Sveini. Það er gott. Hins vegar er hætta á að ég gleymi að hlusta, rétt eins og ég gleymi ár eftir ár að hlýða á jólakveðjurnar í útvarpinu sem ég er þó viss um að geti fært mér hið eina og sanna jólaskap. Það er nefnilega svo að framboðið af útvarps- og sjónvarpsefni eykur ekki endilega úrvalið, heldur veldur því að maður missir af öllu. --- --- --- Að þessu sögðu óska ég lesendum þessarar síðu gleðilegra jóla. Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þegar ég var lítill drengur taldi ég að Skugga-Sveinn hlyti að vera afskaplega merkilegt bókmenntaverk, kannski af því að í lífi mínu var hann um tíma á lista bannaðra bóka. Makalaust hvað smá ritskoðun eflir áhuga á bókmenntum. Önugur karlskröggur sem starfaði í útibúi Borgarbókasafnsins við Hofsvallagötu vildi nefnilega ekki leyfa mér að fá Skugga-Svein lánaðan, og ekki heldur ævisögu Kennedys, sem var önnur bók sem ég hafði augastað á. Sagði að ég ætti að halda mig í barnabókunum. Ég man enn hvernig bókin forboðna leit út og hvar hún var staðsett í safninu; gæti gengið að henni blindandi enn þann dag í dag - í fyrstu hilluröð til vinstri þegar komið var inn á safnið, yfir ofninum, um miðja hillu. Bókin um Kennedy var hins vegar úti í horninu, hægra megin við gluggann sem sneri út að Ásvallagötu. --- --- --- Mörgum árum seinna sá ég Skugga-Svein í Þjóðleikhúsinu. Það er í fyrsta og eina skipti sem ég hef séð verkið á sviði. Þetta var á tíma róttækra hugmynda sem settu mark sitt á leikhúsið líkt og restina af þjóðfélaginu - varla var sett upp neitt leikverk nema það færi fyrst í gegnum krítíska smásjá í leshring leikhússtarfsmanna. Í þetta sinn átti að finna kjarnann í Skugga-Sveini. Það var smíðuð kuldaleg leikmynd, lögð áhersla á hráslagann í verkinu - tónlistin vinsæla var fjarlægð en í staðinn var leikið á steinaspil sem Elías Davíðsson hafði sett saman. Vissulega náðust með þessu ákveðin firrðaráhrif - verfremdung - en vandinn var sá að öllum fannst sýningin mjög leiðinleg. Fólk vildi gamla góða Skugga-Svein; taldi óþarfi að hann fjallaði um kjör alþýðufólks. Útilegumannaforinginn mátti alveg vera þjóðsagnalegur, Ketill skrækur hlægilegur, Haraldur og Ásta barnslega rómantísk. Síðan hefur Skugga Sveinn ekki sést í leikhúsunum um langt árabil. Kannski veitti þessi sýning honum rothögg. Samt telst hann vera langvinsælasta leikrit íslenskrar leiklistarsögu eða það les maður á ágætum vef Leikminjasafns Íslands. --- --- -- Þeir föttuðu ekki í Þjóðleikhúsinu á þessum tíma að þótt Skugga-Sveinn fjalli um útilegumenn er ekki alveg hægt að segja að hann sé þjóðlegt íslenskt leikverk. Þetta leikrit sem Matthías Jochumsson "sullaði saman" með hraði fyrir skólapilta í Lærða skólanum flokkast helst sem alþýðukómedía (folkekomedie) í dönskum stíl - já, rétt eins og matarhefð okkar er leikhúshefðin líka dönsk. Skugga-Sveinn verður borinn saman við leikrit eins og Ævintýri á gönguför (Eventyr på fodrejsen), klassískt en léttvægt verk með söngvum sem var sýnt reglulega í leikhúsum hér fram undir 1970 - þótti gott til síns brúks en datt þá alveg úr tísku. Líkt og Skugga-Sveinn er það í stíl sem er nánast naívur og gefur ekki tilefni til fjölbreyttra túkana eins og til dæmis Shakespeare. (Þó mætti kannski hugsa sér uppfærslu þar sem Skugga-Sveinn og Ketill skrækur eru samkynhneigðir elskendur.) Þegar huggulegheitin og músíkin er tekin burt fjarlægist Skugga Sveinn kjarna sinn ólíkt því sem þeir héldu í Þjóðleikhúsinu um árið. Best fer á því að setja hann með glaðværum dönskum blæ, eins og gert var á uppgangsárum leiklistar í smábænum Reykjavík á síðustu öld; leikritinu var aldrei ætlað að vera stórkostlegt bókmenntaverk og nýtur sín mun betur í smábæjarlegum ýkjustíl en í anda þjóðfélagsraunsæis. --- --- --- Því er ég að skrifa þetta að ég les að Skugga-Sveinn verði jólaleikrit Ríkisútvarpsins. Ég hef varla hlustað á útvarpsleikrit síðan ég var strákur, lá í baði með lítið útvarpstæki mér við hlið og heyrði lokakaflann í Fjalla-Eyvindi í flutningi Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann. Ég er ennþá með gæsahúð, hvort sem það er vegna þess að baðið var orðið kalt eða vegna þess að flutningurinn var svo frábær. Þetta var eins og þar segir - sterk leikhúsreynsla. Nú les ég á vef Ríkisútvarpsins að mikil áhersla verði lögð á upprunalegu tónlistina í Skugga-Sveini. Það er gott. Hins vegar er hætta á að ég gleymi að hlusta, rétt eins og ég gleymi ár eftir ár að hlýða á jólakveðjurnar í útvarpinu sem ég er þó viss um að geti fært mér hið eina og sanna jólaskap. Það er nefnilega svo að framboðið af útvarps- og sjónvarpsefni eykur ekki endilega úrvalið, heldur veldur því að maður missir af öllu. --- --- --- Að þessu sögðu óska ég lesendum þessarar síðu gleðilegra jóla.
Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira