Söfn

Fréttamynd

Sigurður Hjartar­son er látinn

Sigurður Hjartarson, fyrrverandi menntaskólakennari og stofnandi Hins íslenzka reðasafns, er látinn 82 ára að aldri. Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir rithöfundur og dóttir Sigurðar greinir frá andláti hans á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Ekki kjörið að stærsta safngripageymsla landsins sé á Völlunum

Þjóðminjavörður segir að til langs tíma litið þurfi að skoða aðra staðsetningu fyrir stærstu munageymslu þjóðarinnar sem staðsett er á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Hún segir starfsmenn nú hafa mestar áhyggjur af gasmengun vegna jarðhræringa frekar en af hraunrennsli.

Innlent
Fréttamynd

Systur jóla­sveinanna komnar til byggða

Jólaskellurnar Leppatuska, Taska og Flotsokka komu til bæjar í gær og heimsóttu Þjóðminjasafnið ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Þær mæta svo hver af annarri dagana 16., 17. og 23. desember með bræðrum sínum, alltaf klukkan 11.

Lífið
Fréttamynd

Ástin og þráin alltaf eins

Sagnfræðingur segir ástina alltaf eins. Það megi lesa úr gömlum ástarbréfum sem séu til á Kvennasögusafninu. Oftast sé þráin mest í upphafi sambands og svo taki meiri praktík við. Skekkja sé þó í safninu því flest bréfin komi frá pörum þar sem kom til sambands. Önnur hafi líklega endað í eldinum. 

Lífið
Fréttamynd

Týndu af­kvæmin

Svo virðist sem afstaða íslenskra myndlistarstofnana til þess að hinsegja (e. queering) safneignirnar sem þar eru geymdar fyrir hönd fólksins í landinu þeim til upplýsingar og fræðslu um listmenningu þjóðarinnar sé passíf.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum“

Starfsfólk Þjóðskjalasafns og Grindavíkurbæjar ætlar að reyna að bjarga sem mestu af skjölum bæjarins í dag. Í forgangi eru skjöl er varða lóðir, barnavernd og fatlaða einstaklinga. Um mjög mikið magn er að ræða að mati skjalavarðar Þjóðskjalasafns. 

Innlent
Fréttamynd

Loka kaffi­húsinu á Ár­bæjar­safni

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey.

Innlent
Fréttamynd

Opna þrjár sýningar á sama tíma

Mikið stendur til á Hönnunarsafni Íslands í dag þegar þrjár nýjar sýningar verða opnaðar. Þá verður safnið allt opnað eftir lokun á hluta þess eftir viðgerðir á þaki.

Menning
Fréttamynd

Um að­gengi að upp­lýsingum

Þann 27. september birtist pistill eftir Sigurð Gylfa Magnússon prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands þar sem hann skorar á borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs að endurskoða ákvarðanir þeirra um að hætta rekstri Borgarskjalasafns og Héraðsskjalasafni Kópavogs.

Skoðun
Fréttamynd

Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims.

Lífið
Fréttamynd

Rekinn eftir að safn­munir hurfu

Starfsmaður British museum hefur verið rekinn og sætir lögreglurannsókn eftir að dýrmætir safnmunir hurfu og fundust síðar í kompu á safninu.

Erlent
Fréttamynd

Ariana Katrín nýr verk­efna­stjóri miðlunar

Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra miðlunar Listasafns Reykjavíkur. Katrín mun annast samstarf við skóla, móttöku skólahópa og aðra miðlun til barna, ungmenna og fjölskyldna.

Menning
Fréttamynd

Býður fólki að veita gömlum peysum nýtt líf

Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýning á peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí. Í ágúst býður hönnuðurinn upp á tvær opnar smiðjur þar sem gestir koma með sínar eigin peysur sem annaðhvort eru skemmdar eða sem eigandinn er hættur að nota og langar að endurlífga.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga

Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið.

Innlent
Fréttamynd

Að­sóknin sprakk við komu besta verks aldarinnar

Á Listasafninu á Akureyri er um þessar mundir sýnt eitt besta verk 21. aldar. Verkið er eftir Ragnar Kjartansson og segist safnstjórinn aðsóknina hafa sprungið í kjölfar þess að sýningar á verkinu hófust. 

Menning