80 til 120 herskip lágu í Hvalfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2024 20:03 Guðjón Sigmundsson (Gaui litli) eigandi Hernámsetursins í Hvalfirði, sem er að gera góða hluti með sínu fólki á safninu, sem er til húsa á Hlöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þegar mest var voru um 60 þúsund hermenn á Íslandi árin 1942 til 1945 og þar af voru um 28 þúsund hermenn í Hvalfirði í herskipum, sem lágu þar. Um þetta er fjallað á sýningu í Hernámssetrinu í Hvalfirði, sem hefur notið mikillar vinsældar hjá “Gaua litla” eins og hann er alltaf kallaður. Maður verður hálf kjaftstopp að koma inn á safnið á Hlöðum því það er svo stórt og mununum skemmtilega raðað upp út um allt hús. Þegar Gauji tekur á móti hópum þá er hann uppi á sviði og talar í hljóðnema þannig að allt, sem hann hefur að segja skili sér örugglega til gesta. „Maður þarf náttúrulega að brenna fyrir málefninu og þetta er náttúrulega partur af okkar sögu og mér finnst rétt að segja hana og svo er þetta pínu þráhyggja en skemmtilegt samt,” segir Gaui og bætir við. „Þú þarft að vera hér um hálfan mánuð ef þú ætlar að sjá allt, sem er inn á safninu en þetta segir það sem þarf að segja um það sem gerðist hér. Hernám Breta, Bandaríkjamenn taka síðan við og síðan þessa skipalestir sem fóru héðan úr Hvalfirði. Hvalfjörðurinn var þunga miðja þessara atburða voru hér frá 1942 til 1945.” Safnið er einstaklega skemmtilegt og gaman að skoða það en það þarf að gefa sér góðan tíma í það því það er svo stórt og með mikið af merkilegum munum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gaui segir að það hafi verið um 58 til 60 þúsund hermenn á Íslandi þegar mest var en þar af voru um 28 þúsund hermenn í skipum í Hvalfirði en þar lágu alltaf á bilinu 80 til 120 skip á hverjum tíma. Það var alltaf töluvert talað um “ástandið” þegar hermennirnir voru á Íslandi og Gaui litli fjallar um það á setrinu sínu. „Sumar konur tala náttúrulega um að ástandið hafi verið slæmt og sumar tala um að það hafi bara verið mjög skemmtilegt og margar skemmtilegar sögur sem þær segja mér um ástandið en svo aðrar miður skemmtilegar, það er eins og gengur og gerist,” segir Gaui. Hernámssetrið er lokað yfir veturinn nema fyrir hópa en opið upp á gátt yfir sumarið. Gauji segir að sumarið leggist mjög vel í sig. „Já, mjög vel, komið þið og skoðið safnið og fáið ykkur kaffi og með því og kynnið ykkur þessa skemmtilega sögu,” segir Gaui litli. Forseti Íslands er einn af þeim, sem hefur skoðað Hernámssetrið og sendi Gaua sérstakt þakkarbréf af því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söfn Hvalfjarðarsveit Hernaður Menning Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Maður verður hálf kjaftstopp að koma inn á safnið á Hlöðum því það er svo stórt og mununum skemmtilega raðað upp út um allt hús. Þegar Gauji tekur á móti hópum þá er hann uppi á sviði og talar í hljóðnema þannig að allt, sem hann hefur að segja skili sér örugglega til gesta. „Maður þarf náttúrulega að brenna fyrir málefninu og þetta er náttúrulega partur af okkar sögu og mér finnst rétt að segja hana og svo er þetta pínu þráhyggja en skemmtilegt samt,” segir Gaui og bætir við. „Þú þarft að vera hér um hálfan mánuð ef þú ætlar að sjá allt, sem er inn á safninu en þetta segir það sem þarf að segja um það sem gerðist hér. Hernám Breta, Bandaríkjamenn taka síðan við og síðan þessa skipalestir sem fóru héðan úr Hvalfirði. Hvalfjörðurinn var þunga miðja þessara atburða voru hér frá 1942 til 1945.” Safnið er einstaklega skemmtilegt og gaman að skoða það en það þarf að gefa sér góðan tíma í það því það er svo stórt og með mikið af merkilegum munum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gaui segir að það hafi verið um 58 til 60 þúsund hermenn á Íslandi þegar mest var en þar af voru um 28 þúsund hermenn í skipum í Hvalfirði en þar lágu alltaf á bilinu 80 til 120 skip á hverjum tíma. Það var alltaf töluvert talað um “ástandið” þegar hermennirnir voru á Íslandi og Gaui litli fjallar um það á setrinu sínu. „Sumar konur tala náttúrulega um að ástandið hafi verið slæmt og sumar tala um að það hafi bara verið mjög skemmtilegt og margar skemmtilegar sögur sem þær segja mér um ástandið en svo aðrar miður skemmtilegar, það er eins og gengur og gerist,” segir Gaui. Hernámssetrið er lokað yfir veturinn nema fyrir hópa en opið upp á gátt yfir sumarið. Gauji segir að sumarið leggist mjög vel í sig. „Já, mjög vel, komið þið og skoðið safnið og fáið ykkur kaffi og með því og kynnið ykkur þessa skemmtilega sögu,” segir Gaui litli. Forseti Íslands er einn af þeim, sem hefur skoðað Hernámssetrið og sendi Gaua sérstakt þakkarbréf af því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Söfn Hvalfjarðarsveit Hernaður Menning Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira