Hjartastaður – hvaðan ertu? Anna Sigríður Melsteð skrifar 14. maí 2024 13:00 Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun