Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Viðbrögð Willum við minnisblaði Þórólfs

Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

39 nú á Land­spítala með Co­vid-19

39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Ferðaþjónustuaðilar frekar bjartsýnir

Þeir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi virðast frekar bjartsýnir fyrir árið sem nú er nýhafið ef marka má nýja könnun. Þar segist forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja telja að samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar muni styrkjast, eða standa í stað á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Koma á út­göngu­banni í fimm milljóna borg

Kínversk yfirvöld hafa nú gripið til útgöngubanns í þriðju borginni í röð á stuttum tíma. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar í landinu og nú síðast voru það íbúar í Anyang í Henan-héraði sem þurftu að sætta sig við slíkar takmarkanir.

Erlent
Fréttamynd

Mæting barna í bólu­setningu langt fram úr vonum

Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum.

Innlent
Fréttamynd

Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna

Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 

Innlent
Fréttamynd

Hélt því fram að fjölskyldan væri bara með veiruna en ekki Covid-19

Sóttvarnalæknir gekk ekki lengra en nauðsyn krefur til að aftra útbreiðslu Covid-19 faraldursins þegar einn af fjölskyldumeðlimum fjölskyldu, sem smitaðist nær öll af Covid-19, var skikkaður í sóttkví. Lögmaður fjölskyldunnar hélt því fram að þeir fjölskyldumeðlimir sem hafi smitast hafi ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, heldur einungis með veiruna sem geti valdið slíkum sjúkdómi.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin

Lím­miðar, sápu­kúlur og leik­at­riði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólu­setningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipu­legum hætti í há­deginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en tals­vert meiri tími fer í að bólu­setja börn en full­orðna.

Innlent
Fréttamynd

Covid: Börnin og vegabréfin

Nýlega rakst ég á myndband með bandarískum flugmanni, þar sem hann lýsir þeim veruleika sem hann og kollegar hans hafa staðið frammi fyrir undanfarið: að fara í Covid bólusetningu eða að missa vinnuna og um leið lífsviðurværi sitt.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu“

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, segir að með vangaveltum sínum um hvort vit væri í því að framkvæma jafn mörg PCR-próf og raun ber vitni á hverjum degi hafi hann viljað setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að tækla faraldurinn til lengri tíma litið. Hann hafi hvergi lagt til að hætt yrði að beita PCR-prófum með öllu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vanga­veltur“

„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“

Innlent
Fréttamynd

Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll

Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu.

Innlent