Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn.

Erlent
Fréttamynd

Útgöngubann í Leicester vegna fjölgunar smita

Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar.

Erlent
Fréttamynd

Tvö smit greindust

Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, annar við landamæraskimun og hinn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum

Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars.

Innlent