Heilbrigðisráðherra fyrirmyndarríkisins segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 06:25 David Clark, fyrir miðju, tilkynnti um afsögn sína í nótt. Ap/Mark Mitchell Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira