Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júlí 2020 12:40 Rögnvaldur segir þau sem smitast hafa að undanförnu hafa farið eftir öllum reglum, og rúmlega það. Enginn fótur sé fyrir skömmum í garð fólks sem veikist. Vísir/Vilhelm Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. Óeðlilegt sé að fylla veikt fólk af smitskömm sem enginn fótur sé fyrir. Tekin voru 1.778 sýni við landamæraskimun í gær og greindust tvö þeirra jákvæð og eru virk Covid-19 smit nú orðin 13. Í gær og fyrradag greindust 4 innanlandssmit sem rekja má til smitaðs einstaklings sem kom frá Albaníu frá fyrir tæpum tveimur vikum. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að fólkið hafi verið í sóttkví og ekkert bendi til hópsýkingar. Slíkt þurfi að koma í ljós. Hann segir þróunina síðustu vikur viðbúna. „Þetta er það sem var búist við að gæti gerst. Ef þetta heldur áfram í einhverjum veldisvexti þá þarf náttúrulega að grípa til einhverra ráðstafana. En allt sem við erum búin að sjá núna var viðbúið og er afgreitt í samræmi við það,“ segir Rögnvaldur. Engin sé alvarlega veikur en vel sé fylgst með fólkinu. Sóttvarnarlæknir sagði á miðvikudaginn að vinnulagi við landamæri yrði breytt eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði við komu frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð. Nú verður tekið sýni við komuna til landsins, fólk sem býr hér verður sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum síðar. Rögnvaldur segir því miður dæmi um að hringt sé í veika einstaklinga og þeir sakaðir um að fara ekki nógu varlega. Fólkið gerði ekkert rangt „Annað sem höfum verið að heyra og höfum meiri áhyggjur af er að það hefur borið á því að veikt fólk verður fyrir ónæði frá fólki úti í bæ sem hefur séð sig knúið til að senda fólki skilaboð eða hringt til að lýsa einhverjum skoðunum sem eiga ekki við. Saka fólk um að fara ekki varlega eða eitthvað svoleiðis. En ekkert svoleiðis á við og er ekki eðlileg hegðun gagnvart veiku fólki.“ Rögnvaldur segir að þau sem hafa veikst frá því landamærin voru opnuð hafi farið að öllum reglum. „Það fólk sem hefur verið að veikjast undanfarið hefur ekki gert neitt rangt. Það hefur verið að fylgja þeim reglum sem eru í gildi og meira segja umfram það. Flestir hafa verið að fara varlegar en leiðbeiningarnar, sem er reyndar búið að skerpa á síðan þá. Þannig að það er ekki hægt að vera að sakast við fólk. Það er engin sem leikur sér að því að verða veikur og nóg fyrir fólk að fást við það þó sé ekki líka verið að senda fólki skilaboð,“ segir Rögnvaldur, og bætir við að þetta hafi komið fyrir áður. Hann segir að þetta hafi áður komið fyrir. „Þetta er víða og það eru fleiri sem hafa lent í þessu. Það er verið að tala um þessa smitskömm sem fólk upplifir sem hefur veikst og veikt aðra. Fólki líður alveg nógu illa fyrir þó aðrir séu ekki líka að velta þeim upp úr þessu og saka þá um einhverja hluti sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Hann segir afar mikilvægt að fólk fari varlega eins og á stöðum þar sem stór íþróttamót eiga sér stað. „Það er búið að skipuleggja þessi íþróttamót vel og hólfa niður en þau virka ekki nema fólk fari eftir þeim og það er aðal áskorunin að fólk fari eftir því skipulagi sem búið er að setja upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. Óeðlilegt sé að fylla veikt fólk af smitskömm sem enginn fótur sé fyrir. Tekin voru 1.778 sýni við landamæraskimun í gær og greindust tvö þeirra jákvæð og eru virk Covid-19 smit nú orðin 13. Í gær og fyrradag greindust 4 innanlandssmit sem rekja má til smitaðs einstaklings sem kom frá Albaníu frá fyrir tæpum tveimur vikum. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að fólkið hafi verið í sóttkví og ekkert bendi til hópsýkingar. Slíkt þurfi að koma í ljós. Hann segir þróunina síðustu vikur viðbúna. „Þetta er það sem var búist við að gæti gerst. Ef þetta heldur áfram í einhverjum veldisvexti þá þarf náttúrulega að grípa til einhverra ráðstafana. En allt sem við erum búin að sjá núna var viðbúið og er afgreitt í samræmi við það,“ segir Rögnvaldur. Engin sé alvarlega veikur en vel sé fylgst með fólkinu. Sóttvarnarlæknir sagði á miðvikudaginn að vinnulagi við landamæri yrði breytt eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði við komu frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð. Nú verður tekið sýni við komuna til landsins, fólk sem býr hér verður sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum síðar. Rögnvaldur segir því miður dæmi um að hringt sé í veika einstaklinga og þeir sakaðir um að fara ekki nógu varlega. Fólkið gerði ekkert rangt „Annað sem höfum verið að heyra og höfum meiri áhyggjur af er að það hefur borið á því að veikt fólk verður fyrir ónæði frá fólki úti í bæ sem hefur séð sig knúið til að senda fólki skilaboð eða hringt til að lýsa einhverjum skoðunum sem eiga ekki við. Saka fólk um að fara ekki varlega eða eitthvað svoleiðis. En ekkert svoleiðis á við og er ekki eðlileg hegðun gagnvart veiku fólki.“ Rögnvaldur segir að þau sem hafa veikst frá því landamærin voru opnuð hafi farið að öllum reglum. „Það fólk sem hefur verið að veikjast undanfarið hefur ekki gert neitt rangt. Það hefur verið að fylgja þeim reglum sem eru í gildi og meira segja umfram það. Flestir hafa verið að fara varlegar en leiðbeiningarnar, sem er reyndar búið að skerpa á síðan þá. Þannig að það er ekki hægt að vera að sakast við fólk. Það er engin sem leikur sér að því að verða veikur og nóg fyrir fólk að fást við það þó sé ekki líka verið að senda fólki skilaboð,“ segir Rögnvaldur, og bætir við að þetta hafi komið fyrir áður. Hann segir að þetta hafi áður komið fyrir. „Þetta er víða og það eru fleiri sem hafa lent í þessu. Það er verið að tala um þessa smitskömm sem fólk upplifir sem hefur veikst og veikt aðra. Fólki líður alveg nógu illa fyrir þó aðrir séu ekki líka að velta þeim upp úr þessu og saka þá um einhverja hluti sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Hann segir afar mikilvægt að fólk fari varlega eins og á stöðum þar sem stór íþróttamót eiga sér stað. „Það er búið að skipuleggja þessi íþróttamót vel og hólfa niður en þau virka ekki nema fólk fari eftir þeim og það er aðal áskorunin að fólk fari eftir því skipulagi sem búið er að setja upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent