Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Einn hamstur reyndist með Covid

Einn af 77 hömstrum sem íbúar Hong Kong skiluðu til lógunar á dögunum reyndist smitaður af Covid-19. Alls hefur rúmlega tvö þúsund hömstrum verið lógað í Hong Kong á undanförnum dögum eftir að nokkrir þeirra greindust smitaðir í gæludýrabúð.

Erlent
Fréttamynd

Dönsk stjórnvöld völdu að efla þingið á tímum heimsfaraldurs

Á upphafsstigum heimsfaraldurs vantaði mikið upp á að Alþingi færi fram umræða um stöðuna og þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið var til. Staðan þá var mun viðkvæmari, enda var bólusetning ekki hafin og bóluefni ekki tryggð. Strax um haustið 2020 lagði Viðreisn þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um markmið, forsendur og sviðsmyndir sem unnið væri efti

Skoðun
Fréttamynd

Nældi sér í Covid-19 á EM

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fylgdi í fótspor fjölmargra landsliðsmanna í handbolta og nældi sér í Covid-19 er hann skellti sér á EM í handbolta í Ungverjalandi.

Innlent
Fréttamynd

Fann þjáningu for­eldra í gegnum skila­boðin

Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Blasir við að stefni í afléttingar

Heilbrigðisráðherra kveðst hafa allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum til skoðunar. Forstjóri Landspítalans segir að ef farið verði í afléttingar þurfi að gera það í fáum en öruggum skrefum. Ástandið hefur batnað á spítalanum að sögn yfirlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hundruð starfsmenn spítalans í einangrun

35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fækkað um tvö á milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu. Starfsmönnum spítalans í einangrun hefur fjölgað mikið um helgina.

Innlent
Fréttamynd

1.198 greindust innanlands

Í gær greindust 1.252 með Covid-19, þar af voru 54 sem greindust sem landamærasmit. Innanlandssmit voru því 1.198. Alls voru 715 í sóttkví. 

Innlent
Fréttamynd

Hvert er verk­efnið – leiðin út

Heilbrigðiskerfið okkar stendur nú í ströngu við að takast á við enn eitt afbrigði Covid-19 veirunnar – ómikron. Covid-19 innlagnir og eftirköst veikinda kalla á tvöfalda umönnun auk þess sem heilbrigðisstofnanir verða að vera í stakk búnar til að sinna bráðum veikindum og slysum sem eru ótengd Covid-19.

Skoðun
Fréttamynd

Fær­eyingar ætla að af­nema allar tak­markanir

Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars.

Erlent
Fréttamynd

Tilefnislausu sóttvarnirnar

Ef þörf er á aðgerðum til að hindra neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, er þá ekki nær að þær beinist að fámennum hópi, sem veldur hlutfallslega margfalt stærri vanda í heilbrigðiskerfinu en aðrir, en að setja hömlur á atvinnu- og athafnafrelsi allra?

Umræðan
Fréttamynd

Fjölgar um tvo á spítalanum

37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fjölgað um tvö á milli daga. Starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgar nokkuð á milli daga.

Innlent
Fréttamynd

Peloton og Netflix lækka í virði meðan neysla færist í fyrra horf

Virði hlutabréfa þrektækjaframleiðandans Peloton hefur hrunið í verði í dag í kjölfar fréttaflutnings um að forsvarsmenn fyrirtækisins ætli sér að draga úr framleiðslu á þrekhjólum, hlaupabrettum og öðrum vegna minnkandi eftirspurnar. John Foley, forstjóri, neitar þessum fregnum en í senn viðurkenni að verið sé að gera breytingar á framleiðslu Peloton.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Launafólk og kófið

Í nýrri rannsókn Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins er dregin upp mynd af þeim fórnum sem launafólk innan ASÍ og BSRB hefur fært í kófinu. Vanlíðan hefur aukist og stórir hópar hafa það verr fjárhagslega en fyrir ári síðan. Það á sérstaklega við um láglaunafólk, innflytjendur, einstæða foreldra og barnafólk.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“

Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.

Handbolti
Fréttamynd

Sóttvarnarhræsni á Twitter

Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum.

Skoðun