Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Endurtekin sóttkví barna áhyggjuefni

Ekki hefur þurft að leggja barn inn á spítala vegna kórónuveirunnar. Fátítt er að þau veikist alvarlega og þau eru fljót að ná sér. Sóttkví reynist þeim hins vegar íþyngjandi. 

Innlent
Fréttamynd

Telur að ein­stak­lings­bundnum sótt­vörnum hafi ekki verið gefinn séns

„Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Griða­staður eða geymsla?

Við teljum okkur búa í barnvænu samfélagi hér á Íslandi og kannski er það rétt, ef við miðum við samfélög þar sem ástandið er mun verra en við eigum að venjast.

Skoðun
Fréttamynd

Lita­kóðarnir kynntir innan tveggja vikna

Yfirvöld hafa hafið innleiðingarferli við að koma á sérstöku litakóðakerfi sem ætlað er að gefa upplýsingar um hættuna vegna kórónuveirunnar á hverjum tíma. Er þar horft til litakóða sem eigi að gefa til kynna hættustig.

Innlent
Fréttamynd

45 greindust innan­lands

Alls greindust 45 með kórónuveiruna innanlands í gær. Innan við helmingur þeirra sem greindist í gær var í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Veirulaust Ísland 2020

Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum þegar heilbrigðisráðuneytið vék frá þeirri tillögu í minnisblaði sóttvarnalæknis að líkamsræktarstöðvar skuli vera áfram lokaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga

Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Æfingar leyfðar en húsin lokuð

Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr.

Sport