Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Straumar og stefnur atvinnulífsins 2021

Atvinnulífið mun taka margt með sér frá árinu 2020 og það telst varla fréttnæmt í dag að fjarvinna er komin til að vera. En hver verða „trendin" árið 2021 og hvaða áherslur verða einkennandi fyrir atvinnulífið?

Atvinnulíf
Fréttamynd

Evrópuþjóðir verði að grípa til harðari aðgerða vegna afbrigðisins

Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir nýtt afbrigði kórónuveirunnar geta leitt til frekara álags á heilbrigðiskerfi víða um álfuna sem nú þegar eru undir miklu álagi. Því þurfi lönd að grípa til harðari aðgerða til að sporna við frekari útbreiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Kennarar og nemendur vilja fá að ráða mætingu

Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi.

Innlent
Fréttamynd

Vongóður að líkamsræktarstöðvar fái bráðlega að opna: „Þetta er bara tóm helvítis þvæla“

„Við erum að heyra nákvæmlega sama ruglið, aftur og aftur. Það eigi að fara varlega í tilslakanir og annað slíkt. Það er eins og stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld beri enga virðingu fyrir fyrirtækjum eða fólkinu í landinu. Við erum algjörlega í þoku með það hvort við megum starfa eða ekki,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ellefu greindust innanlands

Ellefu greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á sama degi síðan 22. desember, þegar tólf greindust.

Innlent
Fréttamynd

Líklegast að kórónuveiran þróist í vægari gerð sem smitast betur

Erfðafræðingur telur líklegast að SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, muni þróast í átt að vægari gerð sem smitist greiðar en núverandi afbrigði. Slíkar gerðir nái að sýkja fleiri einstaklinga og mögulega smjúga í gegnum sóttvarnir sem virkuðu á upprunaleg afbrigði. Samhæft bólusetningarátak sé lykilatriði til að útrýma veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar

Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu

Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára

Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi

Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu smitin á Norðurlandi eystra í tæpan mánuð

Tveir eru nú með virka kórónuveirusýkingu á Norðurlandi eystra en fjórðungurinn hefur verið veirulaus síðan 12. desember. Þeir smituðu greindust við landamæraskimun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Guðbjörg fékk veiruna og finnur enn enga lykt

Guðbjörg Gunnarsdóttir þarf ekki að fara í sóttkví við komuna til síns nýja knattspyrnufélags Arna-Björnar í Noregi, frá Svíþjóð, vegna þess að hún smitaðist af kórónuveirunni um miðjan nóvember.

Fótbolti
Fréttamynd

Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst

Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna

Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega.

Erlent