Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2021 11:55 Alma Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mættu á Suðurlandsbraut í lok desember þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir. Vísir/Vilhelm Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01
Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34