Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Eitthvað mikið þurfi að fara úrskeiðis til að breytt nálgun heppnist ekki

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ánægjulegt hve fáir hafi greinst með covid-19 innanlands undanfarna daga. Hann bendir þó á að það sé áhyggjuefni hversu margir séu enn að greinast á landamærunum. Þeir sem þar greinist geti orðið alvarlega veikir sem geti skilað sér í auknu álagi á heilbrigðiskerfið.

Innlent
Fréttamynd

Breska af­brigðið greindist í Fær­eyjum

Fyrsta tilfelli breska afbrigðis kórónuveirunnar hefur nú verið staðfest í Færeyjum. Sá sem greindist með afbrigðið hafði ferðast til Færeyja frá Afríku og var í sóttkví eftir komuna til landsins.

Erlent
Fréttamynd

Nýttu glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu

Hópur bæklunarlækna við Sønderjylland-sjúkrahúsið í Danmörku nýtti sér glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu gegn covid-19. Læknarnir nýttu glufuna til að bóka bólusetningu fyrir sjálfa sig en málið hefur vakið nokkra reiði meðal samstarfsmanna þeirra á sjúkrahúsinu og víðar í danska heilbrigðiskerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Handteknir vegna hótana í garð Mette Frederiksen

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvo einstaklinga vegna hótana í garð Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa kveikt í brúðu, sem á var búið að festa mynd af andliti forsætisráðherrans auk skilaboða um líflátshótun. Ekki er útilokað að fleiri verði handteknir vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Vonaði að partíin fengju að bíða aðeins

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögregla þurfi að hafa afskipti af mörgum samkvæmum sé það vísbending um að fólk sé farið að slaka á í sóttvörnum.

Innlent
Fréttamynd

Biður Kópa­vogs­bæ um að lag­færa verk­ferla

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur sent erindi til Kópavogsbæjar eftir fregnir af því að notandi svokallaðrar NPA-þjónustu hafi ekki fengið boð í bólusetningu líkt og til stóð. Hún segist vita að Kópavogsbær vilji tryggja fötluðu fólki jafnræði og vonast til að farið verði yfir verkferla.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að fleiri hafi gleymst við boðun í bólusetningu

Salóme Mist Kristjánsdóttir óttast að fleiri í hennar stöðu hafi lent í því að gleymast í kerfinu við boðun í bólusetningu gegn covid-19. Í gær fékk hópur fólks sem nýtir svokallaða NPA-þjónustu fyrstu sprautuna af bóluefni gegn covid-19. Salóme aftur á móti, sem þarf aðstoð við allar daglegar athafnir og er notandi sambærilegrar þjónustu hjá Kópavogsbæ, fékk aftur á móti ekkert boð í bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi

Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Telur enga á­stæðu til að hræðast kynningu Borisar

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum.

Innlent
Fréttamynd

Einn greindist með kórónu­veiruna innan­lands í gær

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Þrír greindust á landamærum í gær en ekki liggur fyrir hvort um virk smit var að ræða. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ári eftir útgöngubann er lífið í Wuhan komið í fyrra horf

Ár er liðið frá því að kínversku borginni Wuhan var svo gott sem lokað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og um ellefu milljónir íbúa borgarinnar þar sem veiran greindist fyrst í mönnum, settir í algjört útgöngubann. Í dag er líf íbúa að mestu komið í sitt gamla horf en heimurinn stendur enn í ströngu.

Erlent
Fréttamynd

„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“

„Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

„Án áhorfenda er ekkert leikhús“

Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður.

Lífið
Fréttamynd

Á­hyggju­efni að færri fari í sýna­töku

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

„Erfitt fyrir fólk að koma aftur í vinnuna eftir langa fjarveru“

Sóttvarnalæknir telur aðgerðir á landamærum hafa skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Hann er bjartsýnn á að það takist að slaka á sóttvarnaraðgerðum fyrr en til stóð en segir þó mikilvægt að flýta sér hægt. Sálfræðingur segir erfitt fyrir marga að mæta aftur til vinnu eftir langa fjarveru nú þegar vinnustaðir eru farnir að bjóða fleirum að mæta aftur á skrifstofurnar.

Innlent
Fréttamynd

Zidane með veiruna

Zinedine Zidane, þjálfari Spánarmeistara Real Madrid í fótbolta, greindist með jákvætt sýni við sýnatöku vegna COVID-19.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórólfur bjartsýnn og útilokar ekki að slaka fyrr á aðgerðum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef fram haldi sem horfir í fjölda innanlandssmita hér á landi muni hann taka frekari afléttingar til skoðunar. Hann leggur þó enn áherslu á að grunnreglan sé að flýta sér hægt. Erlendir miðlar sýna stöðunni á Íslandi áhuga enda ástandið í mörgum nágrannalöndunum afar erfitt.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði

Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað.

Innlent