Áhyggjuefni að færri fari í sýnatöku Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 21:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. Að sögn Víðis er þó örlítið áhyggjuefni hversu fáir eru að mæta í sýnatöku. Það sé spurning hvort fólk sé að slaka á varðandi sýnatökurnar en hann ítrekar mikilvægi þess að allir fari í sýnatöku sem finna fyrir smávægilegum einkennum. „Þeim hefur fækkað sem eru að koma í sýnatöku, við erum að spá í hvort fólk sé að slaka á í því. Það eru töluvert færri sýni tekin í þessari viku heldur en í vikunni á undan.“ Hann segir þó vel geta verið að færri séu að veikjast, enda virðist vera minna um árstíðabundnar flensur en alla jafna. Það mætti mögulega rekja til grímunotkunar og áherslu á almennar sóttvarnir. „Það er klárlega eitt af því sem gæti skipt mjög miklu máli. Grímurnar eru að virka og vísindamenn hafa verið að sýna fram á það, það klárlega hefur áhrif,“ segir Víðir og bætir við að fólk virðist huga almennt betur að sóttvörnum þegar það er með grímur. Væri ferlegt að fá fjórðu bylgjuna ofan í bólusetningar „Við erum ekki alveg sloppin út úr þessari þriðju bylgju, svo við viljum hvetja alla til að hafa varann á sér áfram og sjá hvernig þetta þróast næstu daga,“ segir Víðir um þróun undanfarinna daga. Í síðustu viku var slakað á takmörkunum og segir hann taka nokkra daga, jafnvel vikur, að sjá hver áhrifin verða. Hann trúi því að fólk hafi lært af fyrri bylgjum og fari ekki of geyst af stað þó slakað hafi verið á samkomutakmörkunum. „Það væri ferlegt að fara að fást við fjórðu bylgjuna núna þegar við erum að fara að keyra bólusetningarnar fulla ferð.“ Sjálfur smitaðist Víðir af kórónuveirunni á síðasta ári og greindi frá því í viðtali í Bítinu að hann væri enn að glíma við eftirköst veikindanna. Hann segist nú finna fyrir minni heilaþoku en áður og getur unnið heilan vinnudag. Þetta hafi þó verið skrítinn tími. „Mér finnst ég finna dagamun á mér. Mér ég finnst ég vera á réttri leið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Að sögn Víðis er þó örlítið áhyggjuefni hversu fáir eru að mæta í sýnatöku. Það sé spurning hvort fólk sé að slaka á varðandi sýnatökurnar en hann ítrekar mikilvægi þess að allir fari í sýnatöku sem finna fyrir smávægilegum einkennum. „Þeim hefur fækkað sem eru að koma í sýnatöku, við erum að spá í hvort fólk sé að slaka á í því. Það eru töluvert færri sýni tekin í þessari viku heldur en í vikunni á undan.“ Hann segir þó vel geta verið að færri séu að veikjast, enda virðist vera minna um árstíðabundnar flensur en alla jafna. Það mætti mögulega rekja til grímunotkunar og áherslu á almennar sóttvarnir. „Það er klárlega eitt af því sem gæti skipt mjög miklu máli. Grímurnar eru að virka og vísindamenn hafa verið að sýna fram á það, það klárlega hefur áhrif,“ segir Víðir og bætir við að fólk virðist huga almennt betur að sóttvörnum þegar það er með grímur. Væri ferlegt að fá fjórðu bylgjuna ofan í bólusetningar „Við erum ekki alveg sloppin út úr þessari þriðju bylgju, svo við viljum hvetja alla til að hafa varann á sér áfram og sjá hvernig þetta þróast næstu daga,“ segir Víðir um þróun undanfarinna daga. Í síðustu viku var slakað á takmörkunum og segir hann taka nokkra daga, jafnvel vikur, að sjá hver áhrifin verða. Hann trúi því að fólk hafi lært af fyrri bylgjum og fari ekki of geyst af stað þó slakað hafi verið á samkomutakmörkunum. „Það væri ferlegt að fara að fást við fjórðu bylgjuna núna þegar við erum að fara að keyra bólusetningarnar fulla ferð.“ Sjálfur smitaðist Víðir af kórónuveirunni á síðasta ári og greindi frá því í viðtali í Bítinu að hann væri enn að glíma við eftirköst veikindanna. Hann segist nú finna fyrir minni heilaþoku en áður og getur unnið heilan vinnudag. Þetta hafi þó verið skrítinn tími. „Mér finnst ég finna dagamun á mér. Mér ég finnst ég vera á réttri leið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37
Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29