Verslun

Fréttamynd

Um traust og van­traust

Traust er ein meginundirstaða viðskipta. Alþingi hefur í ýmsu tilliti stutt við bak einstaklinga og ýmissa hópa til að stuðla að jafnri stöðu í viðskiptum. Til grundvallar liggur sú hugmynd að jöfn staða stuðli að trausti og tilvist trausts liðki fyrir viðskiptum. Viðskipti eru meðal forsendna þróunar, framleiðni, nýsköpunar, tæknibreytinga o.fl.

Skoðun
Fréttamynd

Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst

Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus

Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup.

Innlent
Fréttamynd

Helmingaði kostnaðinn við matar­inn­kaup

Fanneyju Friðriksdóttur má með réttu kalla hagsýna húsmóður eftir að hafa helmingað kostnað við matarkaup á einum mánuði. Sjónvarpsþættirnir Viltu finna milljón voru innblástur til Fanneyjar sem notaðist við snjallverslun Krónunnar til að kaupa engan óþarfa.

Neytendur
Fréttamynd

Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“

Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kringlan lokuð til fimmtu­dags

Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 

Innlent
Fréttamynd

„Sárs­auka­fullt að sjá“ IKEA vasa dýrari í Góða hirðinum

Dyggur viðskiptavinur nytjamarkaða rak upp stór augu í dag þegar hún sá að IKEA blómavasi til sölu í Góða hirðinum kostaði meira en sami blómavasi nýr úr IKEA. Hún hefur áhyggjur af hækkandi verðum í versluninni. Forsvarsmaður Góða hirðisins segir tilfelli þegar vara er dýrari en ný teljast til algerra undantekninga. Verslunin sé fyrst og fremst óhagnaðardrifið umhverfisverkefni. 

Neytendur
Fréttamynd

Í­búar ó­á­nægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun

Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir.

Innlent
Fréttamynd

„Að fara í slag við þessa risa er nánast ó­mögu­legt“

Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítil sam­keppni milli raftækjarisa

Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu.

Neytendur
Fréttamynd

Láttu ekki plata þig!

Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við?

Skoðun
Fréttamynd

Kín­verski risinn sem herjar á evrópska neyt­endur

Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvetja fólk til að taka verð­merkingum í Hag­kaup með fyrir­vara

Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara.

Viðskipti innlent