Verslun

Fréttamynd

„Ég er djarfur að upplagi“

„Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Skilja ekki rökin á bak við tillögu Þórólfs

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skilur ekkert í að þrengja eigi að verslunum frá og með 13. janúar næstkomandi. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag væntanlegar breytingar á sóttvarnareglum, með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Valið sett í hendur viðskiptavinarins í Nammilandi

Viðskiptavinir Hagkaups hafa veitt því eftirtekt að nammibarirnir hafa verið opnaðir aftur. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir í samtali við Vísi að það hafi verið ákvörðun verslunarinnar á sínum tíma í haust að loka Nammilandinu vegna ástandsins í samfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Árið 2020 í myndum

Ársins 2020 verður vafalítið minnst sem árs Covid-19 en þó gerðist margt annað markvert. Veður var oft vont, kjaradeilur harðar og mikið rætt um nýja stjórnarskrá. Jörð skalf á Reykjanesskaga og þá létu náttúruöflinn finna fyrir sér á Flateyri, Suðureyri og Seyðisfirði.Þegar eitthvað var að frétta voru ljósmyndarar og tökumenn Vísis og Stöðvar 2 á staðnum og fönguðu meðal annars þá stemningu sem myndaðist í samfélaginu þegar götur voru mannlausar, raðir langar og þjóðin á varðbergi gegn nýrri vá.Hér má sjá sýnishorn af myndunum sem prýddu umfjöllun okkar á árinu. Fréttaannáll Stöðvar 2 verður svo á dagskrá að loknum kvöldfréttum 30. desember, bæði á Stöð 2 og Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár

Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB

Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þarft framtak að líta okkur nær“

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi hefur tekið saman lista yfir allar þær verslanir hér á landi sem selja íslenska hönnun. Markmiðið er að einfalda leit að íslenskri hönnunarvöru, hvort sem það er í þeim tilgangi að fegra heimilið, bæta við fataskápinn, versla gjafir eða annað.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tvær bækur sama höfundar tilnefndar

Félag bókaútgefenda tilkynnti nú rétt í þessu um hvaða höfundar hljóta tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar er eitt og annað sem kemur á óvart svo sem það að einn höfundur er tilnefndur fyrir sitthvort verkið.

Menning
Fréttamynd

Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“

„Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði

Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum.

Viðskipti innlent