Verslun

Fréttamynd

Er alltaf best að sigra?

Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir.

Skoðun
Fréttamynd

Jólin láta á sér kræla í Costco

Í dag, 1. september eru 114 dagar til jóla og þó einhverjir séu eflaust enn að jafna sig eftir nýliðið sumarfrí er jólaundirbúningur hafinn á hinum ýmsu vígstöðvum, til dæmis í versluninni Costco.

Neytendur
Fréttamynd

Fjár­festa­kynning gaf eftir­litinu á­stæðu til í­hlutunar

Samkeppniseftirlitið telur að matarpakkafélagið Eldum rétt sé mögulegur keppinautur Haga á dagvörumarkaði og sömuleiðis að Hagar séu mögulegur keppinautur á markaðinum fyrir samsetta matarpakka. Þessi ályktun, sem helgast meðal annars af atriðum í fjárfestakynningu frá því í október 2021, kemur fram í frummati Samkeppniseftirlitsins á samruna fyrirtækjanna tveggja. 

Innherji
Fréttamynd

Sam­­kaup lækkar verð á fjögur hundruð vörum um tíu prósent

Verslunarkeðjan Samkaup hefur ákveðið að lækka verð á yfir fjögur hundruð vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvörumerkinu X-tra í öllum verslunum sínum. Um er að ræða tíu prósenta verðlækkun á vörunúmerunum sem þegar hefur tekið gildi og kemur til með að haldast óbreytt fram til áramóta hið minnsta.

Neytendur
Fréttamynd

Bónus gefur út fatalínu

Bónus hefur gefið út fatalínu með derhúfum, bolum og hettupeysum en hluti af línunni er hannaður til þess að heiðra gamla grísinn. Baldur Ólafsson og Sigurður Bragason, grafískur hönnuður hjá Bónus, eru mennirnir á bak við línuna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Telja að verð­bólgan rjúfi tíu prósenta múrinn

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal

Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini.

Innlent
Fréttamynd

Byggt og búið og Kringlan 35 ára

Í dag 13. ágúst fagnar Kringlan 35 ára afmæli en ein af þeim verslunum sem hefur verið þar frá upphafi er búsáhalda- og gjafavöruverslunin Byggt og búið.

Samstarf
Fréttamynd

„Voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér“

Litla Hverabúðin er minnsta verslun Íslands, svo smá að ekki er þar að finna nokkurn starfsmann, í stað þess er stólað á heiðarleika viðskiptavina. Verðlaunakokkurinn Ólafur Reynisson og eiginkona hans Anna María Eyjólfsdóttir eru miklir frumkvöðlar þegar kemur að matargerð.

Lífið
Fréttamynd

Komust á brott með fokdýrar merkjavörur

Bíræfnir innbrotsþjófar brutust inn í verslunina Attikk á Laugavegi í morgun. Framkvæmdastjórinn telur þjófana hafa stolið varningi, sem er í eigu þriðju aðila, að andvirði einnar milljónar króna.

Innlent
Fréttamynd

Jólin verða dýrari en í fyrra

Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól.

Skoðun
Fréttamynd

Kornútflutningur hefst á ný og H&M efnir til lagerhreinsunar

Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg. 

Erlent
Fréttamynd

Ekki náð að leysa út lyfseðla vegna bilunar

Margir hafa átt í erfiðleikum með að leysa út lyfseðla í dag vegna bilunar í tölvukerfi sem læknar nota til að senda frá sér rafræna lyfseðla. Bilunin kom upp hjá þjónustuaðila kerfisins seinnipart dags í dag og er unnið að viðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Hjartagarðurinn – birtingarmynd vanda í hönnun og skipulagi

„Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn“. Þessi orð um Hjartagarðinn í Reykjavík, milli Laugavegs og Hverfisgötu, lét borgarfulltrúi í Reykjavík falla nýlega. Ástæðan er að garðurinn reynist ekki draga að sér það mannlíf sem gert var ráð fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Litla sveitabúðin hefur slegið í gegn í Svarfaðardal

Hjónin á bænum Völlum í Svarfaðardal kalla ekki allt ömmu sína þegar um verslun og viðskipti er að ræða því þau eru með litla sveitabúið á hlaðinu hjá sér þar sem hægt er að fá allskonar sælkeravörur úr ræktun þeirra. Bleikja er líka ræktuð í tjörn á bænum.

Innlent