Dalamanni ársins sagt upp fyrir að tala of mikið Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2022 06:00 Rebecca rekur dýraathvarf í Dölunum. Hún ætlar að halda áfram að bjarga dýrum þar og bjóða fólki í heimsókn. Facebook Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, sem útnefnd var Dalamaður ársins 2022, var í gær sagt upp störfum í Krambúðinni í Búðardal. Formleg ástæða uppsagnarinnar var skipulagsbreyting en verslunarstjórinn sagði Rebeccu einfaldlega tala of mikið við viðskiptavini. Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum. Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum.
Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira