Mannréttindi

Fréttamynd

Að minnsta kosti fimm börn getin með stolnu sæði

Læknir á sjúkrahúsinu í Halmstad í Svíþjóð tók sæði frá mönnum sem höfðu skilað inn sýnum vegna frjósemisrannsókna og notaði til að gera konur þeim ókunnugar þungaðar. Frá þessu var greint í Uppdrag granskning fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Móðgaði kónginn með gúmmí­anda­daga­tali

Taílenskur karlmaður hefur verið dæmur í tveggja ára fangelsi yfir að selja dagatöl með gúmmíöndum sem klæddar voru í konungsgersemar ríkisins. Athæfið telst ærumeiðing gegn konungsfjölskyldu ríkisins. 

Erlent
Fréttamynd

„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“

Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Tölum um málþóf

Við þurfum að tala aðeins um málþóf vegna þess að það er flóknara mál en margir halda. Smá aðvörun fyrst, þetta er dálítið löng grein þannig að náið ykkur í kakó eða kaffibolla og komið ykkur vel fyrir - ég lofa því að það verður þess virði ef þið hafið einhvern áhuga á pólitík yfirleitt.

Skoðun
Fréttamynd

Vika gaslýsingar hjá FIFA

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sakað um allsherjar gaslýsingartilburði með sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa hjá sambandinu. Ráðningin kemur upp samhliða nýjum samningum við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjálfsblekking Arsenal-manna

Nokkur hópur stuðningsmanna Arsenal virðist lifa í ákveðinni sjálfsblekkingu varðandi ímynd félagsins. Það endurspeglaðist vel á leik liðsins við Brentford um helgina en þar tapaði liðið stigum aðra helgina í röð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fann sjálfa sig eftir að hún kom út

Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum.

Lífið
Fréttamynd

Stríð ríkis­stjórnarinnar gegn mann­réttindum

Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um meint málþóf Pírata. Það er rétt að við höfum tekið dágóðan tíma í að ræða útlendingafrumvarpið inni á þingi, en tilgangurinn með því var að gera heiðarlega tilraun til þess að fá samstarfsfólk okkar þar til að hlusta.

Skoðun
Fréttamynd

Að sjá skóginn fyrir trjánum

Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti.

Skoðun
Fréttamynd

Skora á íslensk stjórnvöld að banna strax einangrun á börnum

Íslensk stjórnvöld fremja mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi, samkvæmt svartri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi segir ítrekuð einangrunarvist barna sérstaklega sláandi og skorar á stjórnvöld að banna hana tafarlaust.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi þing­kona myrt í Kabúl

Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Frum­varp um mann­réttinda­brot

23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum.

Erlent
Fréttamynd

Pyntinga­meistari ein­ræðis­stjórnar fangelsaður

Dómstóll í Argentínu dæmdi fyrrverandi lögreglumann í fimmtán ára fangelsi fyrir að ræna og pynta námsmann í tíð herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Lögreglumaðurinn starfaði í alræmdri pyntingastöð.

Erlent
Fréttamynd

Draumur Katara að rætast

Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírinn af Katar, gæti ekki beðið um betri úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í landinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjár­festum í frið­sömum lausnum

Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi.

Skoðun
Fréttamynd

Fölsuðu sjúkraskýrslur barna svo þeim yrði ekki rænt

Starfsfólk á barnaspítala í Kherson falsaði sjúkraskýrslur munaðarlausra barna og sögðu þau veikari en þau voru í rauninni. Þetta gerðu þau svo Rússar, sem náðu tökum á borginni snemma í innrás þeirra í Úkraínu, flyttu börnin ekki til Rússlands og rændu þeim.

Erlent