Trans Ísland fær mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. maí 2023 13:15 Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Ísland, tekur við mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar í Höfða frá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag Ólöfu Bjarka Antons formanni samtakanna Trans Ísland mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2023 en samtökin hafa barist fyrir réttindum trans fólks á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðlaunin séu veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 19. maí, en mannréttindadagur Reykjavíkurborgar er 16. maí og segir í tilkynningu borgarinnar að markmið dagsins sé að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum þann 15. maí að Trans Ísland hlyti verðlaunin. Í efri röð frá vinstri: Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Reyn Alpha, Elías Rúni og Andie Sophia Fontaine, í stjórn Trans Ísland. Í neðri röð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ólöf Bjarki Antons formaður Trans Ísland.Reykjavíkurborg Hafi valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum 600.000 þúsund krónur. Í rökstuðningi valnefndar segir að félagið hafi frá árinu 2007 barist fyrir réttindum trans fólks. Félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti. Í gegnum árin hafi félagið staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um málefni trans fólks og unnið faglega með stjórnvöldum til að tryggja kynrænt sjálfræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ísland vinni náið með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hinsegin fólks. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra frá verðlaunaafhendingunni að það væri afar mikilvægt að öll fengju notið mannréttinda. Borgin vinni stöðugt að því að styrkja og standa vörð um þá hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu, og vill tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008Rauði Kross Íslands 2009Blátt áfram 2010Hinsegin dagar 2011List án landamæra 2012Kvennaathvarfið 2013Geðhjálp 2014Frú Ragnheiður 2015Þórunn Ólafsdóttir 2016Með okkar augum 2017Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018Móðurmál – Association of Bilingualism 2019Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022Trans Ísland 2023 Reykjavík Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðlaunin séu veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 19. maí, en mannréttindadagur Reykjavíkurborgar er 16. maí og segir í tilkynningu borgarinnar að markmið dagsins sé að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum þann 15. maí að Trans Ísland hlyti verðlaunin. Í efri röð frá vinstri: Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Reyn Alpha, Elías Rúni og Andie Sophia Fontaine, í stjórn Trans Ísland. Í neðri röð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ólöf Bjarki Antons formaður Trans Ísland.Reykjavíkurborg Hafi valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum 600.000 þúsund krónur. Í rökstuðningi valnefndar segir að félagið hafi frá árinu 2007 barist fyrir réttindum trans fólks. Félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti. Í gegnum árin hafi félagið staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um málefni trans fólks og unnið faglega með stjórnvöldum til að tryggja kynrænt sjálfræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ísland vinni náið með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hinsegin fólks. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra frá verðlaunaafhendingunni að það væri afar mikilvægt að öll fengju notið mannréttinda. Borgin vinni stöðugt að því að styrkja og standa vörð um þá hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu, og vill tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008Rauði Kross Íslands 2009Blátt áfram 2010Hinsegin dagar 2011List án landamæra 2012Kvennaathvarfið 2013Geðhjálp 2014Frú Ragnheiður 2015Þórunn Ólafsdóttir 2016Með okkar augum 2017Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018Móðurmál – Association of Bilingualism 2019Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022Trans Ísland 2023
Reykjavík Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira