Innlent Tekjur hækkað um 100 milljarða króna Fjármagnstekjur hækkuðu um rúmlega sextíu prósent frá 2004 til 2005. Páll Kolbeins segir hækkunina umtalsverða og athyglisverða. Sigurður Kári Kristjánsson segir hálaunafólk skila miklu til samfélagsins með skattgreiðslum. Innlent 4.8.2006 22:08 Ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra Um verslunarmannahelgina er oft og tíðum sama hljómsveitin bókuð á þrjár útihátíðir víðs vegar um landið. Plötusnúðurinn Páll Óskar ferðast tæplega nítján hundruð kílómetra um helgina til að standa við skuldbindingar sínar. Innlent 4.8.2006 22:08 Ekki borga allir jafn mikið fyrir löggæslu Aðstandendur hátíða um verslunarmannahelgi þurfa að taka mismikinn þátt í kostnaði vegna löggæslu. Gert er ráð fyrir að allur kostnaður umfram venjuleg löggæslustörf falli á þann sem fyrir hátíðinni stendur. Innlent 4.8.2006 22:08 Þyrla sinnir eftirliti með helgarumferð Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, mun aðstoða lögregluna í Reykjavík við umferðareftirlit um allt land um verslunarmannahelgina. Er þetta samstarfsverkefni Landhelgisgæslunnar, lögreglustjórans í Reykjavík og Ríkislögreglustjóra. Innlent 4.8.2006 22:08 Segjast ekki safna heldur selja Fjársöfnunarfélagið Fátæk börn á Íslandi fer ekki eftir lögum og reglum um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu barst ábending vegna söfnunar þessa félags í seinustu viku. Innlent 4.8.2006 22:08 Brennuvargur gengur laus Verulegt tjón varð í eldsvoða við og í Síldarverksmiðjunni á Akranesi í gær. Lögregla segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða og að brennuvargur gangi laus í bænum. Innlent 4.8.2006 22:08 Segir tekjuójöfnuð vera meiri en áður Tekjuójöfnuður á Íslandi hefur aukist mikið undanfarin ár. Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors er ójöfnuður í tekjudreifingu á Íslandi langmestur af Norðurlöndunum og með því mesta í Evrópu. Innlent 4.8.2006 22:08 Stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvandann Einar Oddur Kristjánsson segir nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að horfast í augu við raunverulegan rekstrarvanda ríkisvaldsins. Óskynsamir launasamningar eru rót vandans, segir Einar Oddur. Meira en fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum. Innlent 4.8.2006 22:08 Miðar fara í almenna sölu Þeir sem kaupa miða á tónleika Morrisseys næstkomandi laugardag í Laugardalshöll munu hafa forkaupsrétt á miðum á tvenna tónleika Sufjans Stevens í Fríkirkjunni í nóvember. Forsalan mun standa til 14. ágúst, en þá verður opnað fyrir almenna sölu. Innlent 4.8.2006 22:08 Norðurlöndin öll utan ESB Lagt er til að öll Norðurlöndin standi utan Evrópusambandsins í ályktun Norræns þjóðfundar sem haldinn var á Íslandi dagana 28. til 30. júlí. Innlent 4.8.2006 22:08 Segir stjórnvöld geta sveipað söguna blæju Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni var meinaður aðgangur að gögnum um hleranir dómsmálaráðuneytisins í kalda stríðinu. Hann íhugar að leita til dómstóla með málið. Þjóðskjalavörður segir lög óskýr varðandi aðgang að gögnunum. Innlent 4.8.2006 22:08 Tíu fíkniefnamál á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af tíu mönnum vegna fíkniefnamála í fyrrakvöld og fram eftir nóttu. Innlent 4.8.2006 22:08 Þjónustu skortir í Hátúninu Búsetuúrræði geðfatlaðra eru úr takt við tímann, að mati Silju Magnúsdóttur, sálfræðings hjá Geðhjálp. „Það er ósk forsvarsmanna Geðhjálpar að búsetuúrræði fyrir geðfatlaða verði í formi lítilla eininga í framtíðinni, en í stórum einingum eins og öryrkjablokkunum í Hátúninu vantar sárlega þjónustu og liðveislu við íbúana. Innlent 4.8.2006 22:08 Fjölgun öryrkja vekur furðu Tryggingastofnun ríkisins greiddi 6,8 milljarða í örorkulífeyri árið 2005, rúmum átta prósentum meira en árið 2004.Örorkuþegum fjölgaði um 6,2 prósent milli ára og voru í ársbyrjun 12.755 talsins. Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar, segir þessar tölur koma á óvart. Innlent 4.8.2006 22:08 Á 160 framhjá Smáralindinni Maður á fertugsaldri var mældur á tæplega 160 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Fífuhvammsveg, rétt hjá Smáralindinni í Kópavogi, í fyrradag. Maðurinn var stöðvaður um tíu leytið um morguninn í töluverðri umferð. Innlent 4.8.2006 22:08 Hafa gripið til skömmtunar Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að reyktur lundi selst upp, segir Magnús Bragason, lundasölumaður í Vestmannaeyjum. Hann segir að menn hafi ætíð byrgt sig upp fyrir þjóðhátíð en núna hafi eftirspurnin slegið öll met. Innlent 4.8.2006 22:08 Tíu þúsund gestir mættir Tæplega tíu þúsund manns voru saman komnir við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Laugum í Þingeyjarsveit í gærkvöldi. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði landsmótsgesti og sagði mótið bera vott um hið góða starf sem ungmennafélögin vinna. Innlent 4.8.2006 22:08 Færri frjókorn en í meðalári Heildarfjöldi frjókorna í júlí var undir meðallagi í Reykjavík og á Akureyri en frjótími grasa stendur sem hæst um þessar mundir. Nokkrar grastegundir eru enn í blóma eins og vallarfoxgras en frjókorn þess eru skæður ofnæmisvaldur. Uppspretta grasfrjóa er því enn til staðar. Innlent 4.8.2006 22:08 Erfitt að banna öflug hjól Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir að hugfar þeirra mótorhjólamanna sem aka á ofsahraða verði að breytast en telur illmögulegt að banna kraftmestu hjólin, líkt og stungið hefur verið upp á. Innlent 4.8.2006 22:08 Karlahópurinn á Akureyri Vegna veðurs og samgönguerfiðleika er karlahópur femínistafélagsins ekki í Vestmannaeyjum um helgina eins og til stóð. Þess í stað er karlahópurinn á Akureyri og dreifir þar barmmerkjum, svifdiskum og bæklingum. Innlent 4.8.2006 22:08 Bílstjóri komst sjálfur í land Björgunarsveitir voru kallaðar út á fimmtudagskvöldið þegar óttast var um afdrif bílstjóra rútu sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum, sem var einn í rútunni, tókst að sparka út rúðu og komast sjálfur í land. Var þá hjálpin afturkölluð. Innlent 4.8.2006 22:08 Öryggismyndavél sett upp Lögreglan í Reykjavík hefur komið fyrir eftirlitsmyndavél við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Innlent 4.8.2006 22:08 Búið að veiða 40 hrefnur sjávarútvegur Búið er að veiða 40 hrefnur í ár af 50 dýra kvóta en hrefnuveiðitímabilinu lýkur 18. ágúst. Tímabilið, sem átti upphaflega að ljúka 4. ágúst, var framlengt sökum þess hve hægt veiðar sóttust framan af. Innlent 4.8.2006 22:08 Fjórir teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn um þrítugt og fertugt voru handteknir á gistiheimili í Holtunum um fjögur leytið í fyrrinótt þar sem þeir sátu við neyslu fíkniefna. Innlent 4.8.2006 22:08 Eldsnöggur að hafa sig á brott Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var gert viðvart eftir að maður skildi eftir um tuttugu kíló af dínamíti á gámasvæði Sorpstöðvar Selfoss um tvöleytið í gær. Innlent 4.8.2006 22:08 Ónýt dekk lögreglubíls skorin Skemmdarvargur stakk göt á öll dekk lögreglubíls á Höfn í Hornafirði í fyrrinótt þar sem bíllinn stóð á verkstæði. Til stóð að setja ný dekk undir bílinn á verkstæðinu þar sem þau gömlu voru orðin slitin og því var um afar mislukkað skemmdarverk að ræða. Innlent 4.8.2006 22:08 Átta milljarða lækkun bréfa Hlutabréf í Straumi-Burðarási hafa lækkað um fimmtung eftir að FL Group keypti fjórðungshlut í félaginu af þeim Kristni Björnssyni og Magnúsi Kristinssyni í lok júní. Innlent 4.8.2006 22:08 Eina akrein í hvora átt Aðeins önnur brúin af tveimur á mislægum gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar fyrir neðan Grafarholtið verður byggð að þessu sinni. Sú síðari er ekki komin á vegaáætlun stjórnvalda. Innlent 4.8.2006 22:08 Í lífshættu eftir umferðarslys Kona á fimmtugsaldri liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að ekið var á hana á Suðurlandsbraut í gær. Innlent 4.8.2006 22:08 Braut tönn dyravarðar Ungur maður kýldi dyravörð á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt með þeim afleiðingum að sauma þurfti í vör dyravarðarins og ein tönn hans reyndist brotin. Maðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og látinn gista fangageymslur. Honum var sleppt úr haldi í gær en ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna maðurinn reiddist dyraverðinum svo. Innlent 4.8.2006 22:08 « ‹ 296 297 298 299 300 301 302 303 304 … 334 ›
Tekjur hækkað um 100 milljarða króna Fjármagnstekjur hækkuðu um rúmlega sextíu prósent frá 2004 til 2005. Páll Kolbeins segir hækkunina umtalsverða og athyglisverða. Sigurður Kári Kristjánsson segir hálaunafólk skila miklu til samfélagsins með skattgreiðslum. Innlent 4.8.2006 22:08
Ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra Um verslunarmannahelgina er oft og tíðum sama hljómsveitin bókuð á þrjár útihátíðir víðs vegar um landið. Plötusnúðurinn Páll Óskar ferðast tæplega nítján hundruð kílómetra um helgina til að standa við skuldbindingar sínar. Innlent 4.8.2006 22:08
Ekki borga allir jafn mikið fyrir löggæslu Aðstandendur hátíða um verslunarmannahelgi þurfa að taka mismikinn þátt í kostnaði vegna löggæslu. Gert er ráð fyrir að allur kostnaður umfram venjuleg löggæslustörf falli á þann sem fyrir hátíðinni stendur. Innlent 4.8.2006 22:08
Þyrla sinnir eftirliti með helgarumferð Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, mun aðstoða lögregluna í Reykjavík við umferðareftirlit um allt land um verslunarmannahelgina. Er þetta samstarfsverkefni Landhelgisgæslunnar, lögreglustjórans í Reykjavík og Ríkislögreglustjóra. Innlent 4.8.2006 22:08
Segjast ekki safna heldur selja Fjársöfnunarfélagið Fátæk börn á Íslandi fer ekki eftir lögum og reglum um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu barst ábending vegna söfnunar þessa félags í seinustu viku. Innlent 4.8.2006 22:08
Brennuvargur gengur laus Verulegt tjón varð í eldsvoða við og í Síldarverksmiðjunni á Akranesi í gær. Lögregla segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða og að brennuvargur gangi laus í bænum. Innlent 4.8.2006 22:08
Segir tekjuójöfnuð vera meiri en áður Tekjuójöfnuður á Íslandi hefur aukist mikið undanfarin ár. Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors er ójöfnuður í tekjudreifingu á Íslandi langmestur af Norðurlöndunum og með því mesta í Evrópu. Innlent 4.8.2006 22:08
Stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvandann Einar Oddur Kristjánsson segir nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að horfast í augu við raunverulegan rekstrarvanda ríkisvaldsins. Óskynsamir launasamningar eru rót vandans, segir Einar Oddur. Meira en fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum. Innlent 4.8.2006 22:08
Miðar fara í almenna sölu Þeir sem kaupa miða á tónleika Morrisseys næstkomandi laugardag í Laugardalshöll munu hafa forkaupsrétt á miðum á tvenna tónleika Sufjans Stevens í Fríkirkjunni í nóvember. Forsalan mun standa til 14. ágúst, en þá verður opnað fyrir almenna sölu. Innlent 4.8.2006 22:08
Norðurlöndin öll utan ESB Lagt er til að öll Norðurlöndin standi utan Evrópusambandsins í ályktun Norræns þjóðfundar sem haldinn var á Íslandi dagana 28. til 30. júlí. Innlent 4.8.2006 22:08
Segir stjórnvöld geta sveipað söguna blæju Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni var meinaður aðgangur að gögnum um hleranir dómsmálaráðuneytisins í kalda stríðinu. Hann íhugar að leita til dómstóla með málið. Þjóðskjalavörður segir lög óskýr varðandi aðgang að gögnunum. Innlent 4.8.2006 22:08
Tíu fíkniefnamál á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af tíu mönnum vegna fíkniefnamála í fyrrakvöld og fram eftir nóttu. Innlent 4.8.2006 22:08
Þjónustu skortir í Hátúninu Búsetuúrræði geðfatlaðra eru úr takt við tímann, að mati Silju Magnúsdóttur, sálfræðings hjá Geðhjálp. „Það er ósk forsvarsmanna Geðhjálpar að búsetuúrræði fyrir geðfatlaða verði í formi lítilla eininga í framtíðinni, en í stórum einingum eins og öryrkjablokkunum í Hátúninu vantar sárlega þjónustu og liðveislu við íbúana. Innlent 4.8.2006 22:08
Fjölgun öryrkja vekur furðu Tryggingastofnun ríkisins greiddi 6,8 milljarða í örorkulífeyri árið 2005, rúmum átta prósentum meira en árið 2004.Örorkuþegum fjölgaði um 6,2 prósent milli ára og voru í ársbyrjun 12.755 talsins. Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar, segir þessar tölur koma á óvart. Innlent 4.8.2006 22:08
Á 160 framhjá Smáralindinni Maður á fertugsaldri var mældur á tæplega 160 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Fífuhvammsveg, rétt hjá Smáralindinni í Kópavogi, í fyrradag. Maðurinn var stöðvaður um tíu leytið um morguninn í töluverðri umferð. Innlent 4.8.2006 22:08
Hafa gripið til skömmtunar Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að reyktur lundi selst upp, segir Magnús Bragason, lundasölumaður í Vestmannaeyjum. Hann segir að menn hafi ætíð byrgt sig upp fyrir þjóðhátíð en núna hafi eftirspurnin slegið öll met. Innlent 4.8.2006 22:08
Tíu þúsund gestir mættir Tæplega tíu þúsund manns voru saman komnir við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Laugum í Þingeyjarsveit í gærkvöldi. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði landsmótsgesti og sagði mótið bera vott um hið góða starf sem ungmennafélögin vinna. Innlent 4.8.2006 22:08
Færri frjókorn en í meðalári Heildarfjöldi frjókorna í júlí var undir meðallagi í Reykjavík og á Akureyri en frjótími grasa stendur sem hæst um þessar mundir. Nokkrar grastegundir eru enn í blóma eins og vallarfoxgras en frjókorn þess eru skæður ofnæmisvaldur. Uppspretta grasfrjóa er því enn til staðar. Innlent 4.8.2006 22:08
Erfitt að banna öflug hjól Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir að hugfar þeirra mótorhjólamanna sem aka á ofsahraða verði að breytast en telur illmögulegt að banna kraftmestu hjólin, líkt og stungið hefur verið upp á. Innlent 4.8.2006 22:08
Karlahópurinn á Akureyri Vegna veðurs og samgönguerfiðleika er karlahópur femínistafélagsins ekki í Vestmannaeyjum um helgina eins og til stóð. Þess í stað er karlahópurinn á Akureyri og dreifir þar barmmerkjum, svifdiskum og bæklingum. Innlent 4.8.2006 22:08
Bílstjóri komst sjálfur í land Björgunarsveitir voru kallaðar út á fimmtudagskvöldið þegar óttast var um afdrif bílstjóra rútu sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum, sem var einn í rútunni, tókst að sparka út rúðu og komast sjálfur í land. Var þá hjálpin afturkölluð. Innlent 4.8.2006 22:08
Öryggismyndavél sett upp Lögreglan í Reykjavík hefur komið fyrir eftirlitsmyndavél við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Innlent 4.8.2006 22:08
Búið að veiða 40 hrefnur sjávarútvegur Búið er að veiða 40 hrefnur í ár af 50 dýra kvóta en hrefnuveiðitímabilinu lýkur 18. ágúst. Tímabilið, sem átti upphaflega að ljúka 4. ágúst, var framlengt sökum þess hve hægt veiðar sóttust framan af. Innlent 4.8.2006 22:08
Fjórir teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn um þrítugt og fertugt voru handteknir á gistiheimili í Holtunum um fjögur leytið í fyrrinótt þar sem þeir sátu við neyslu fíkniefna. Innlent 4.8.2006 22:08
Eldsnöggur að hafa sig á brott Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var gert viðvart eftir að maður skildi eftir um tuttugu kíló af dínamíti á gámasvæði Sorpstöðvar Selfoss um tvöleytið í gær. Innlent 4.8.2006 22:08
Ónýt dekk lögreglubíls skorin Skemmdarvargur stakk göt á öll dekk lögreglubíls á Höfn í Hornafirði í fyrrinótt þar sem bíllinn stóð á verkstæði. Til stóð að setja ný dekk undir bílinn á verkstæðinu þar sem þau gömlu voru orðin slitin og því var um afar mislukkað skemmdarverk að ræða. Innlent 4.8.2006 22:08
Átta milljarða lækkun bréfa Hlutabréf í Straumi-Burðarási hafa lækkað um fimmtung eftir að FL Group keypti fjórðungshlut í félaginu af þeim Kristni Björnssyni og Magnúsi Kristinssyni í lok júní. Innlent 4.8.2006 22:08
Eina akrein í hvora átt Aðeins önnur brúin af tveimur á mislægum gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar fyrir neðan Grafarholtið verður byggð að þessu sinni. Sú síðari er ekki komin á vegaáætlun stjórnvalda. Innlent 4.8.2006 22:08
Í lífshættu eftir umferðarslys Kona á fimmtugsaldri liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að ekið var á hana á Suðurlandsbraut í gær. Innlent 4.8.2006 22:08
Braut tönn dyravarðar Ungur maður kýldi dyravörð á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt með þeim afleiðingum að sauma þurfti í vör dyravarðarins og ein tönn hans reyndist brotin. Maðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og látinn gista fangageymslur. Honum var sleppt úr haldi í gær en ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna maðurinn reiddist dyraverðinum svo. Innlent 4.8.2006 22:08