Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

„Allt að 70% af­sláttur“ reyndist iðu­lega einungis fimm prósent

Dekkja- og bílaþjónustan ehf., rekstraraðili dekk1.is, hefur verið sektað vegna viðskiptahátta sinna. Auglýstur var allt að 70 prósent afsláttur í „Cyberviku“ en einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti, iðulega einungis fimm prósenta. Þarf félagið að greiða 200 þúsund króna sekt. 

Neytendur
Fréttamynd

Fjöl­miðlar og fram­tíðin

Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Björg og Bog­ey til Branden­burg

Hönnunar- og auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, Björg Valgeirsdóttur og Bogeyju Ragnheiði Sigfúsdóttur. Báðar munu þær gegna stöðu viðskiptastjóra innan fyrirtækisins. Þær hafa báðar hafið störf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­miðl­ar þurf­a á­skrift­ar­tekj­ur, ekki rík­is­styrk­i

Margir hafa dregið rangan lærdóm af gjaldþroti Fréttablaðsins. Lausnin er einföld og margreynd. Það mun hvorki bjarga fjölmiðlum að ríkisstyrkja þá í meira mæli né taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Rekstrarvandi fjölmiðla verður einungis leystur með vitundarvakningu á meðal landsmanna. Fólk þarf að borga fyrir fréttir. Sú leið er þrautreynd. Á blómaskeiði fjölmiðla var greitt fyrir þjónustuna.

Umræðan
Fréttamynd

Steinunn, Svanhildur og Guðrún til Aton.JL

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Guðrún Norðfjörð voru nýlega ráðnar til Aton.JL en þær hafa þegar hafið störf. Steinunn og Svanhildur starfa sem ráðgjafar og Guðrún starfar sem verkefnastjóri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eitt stykki RÚV er horfið af aug­lýsinga­markaði

Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót.

Klinkið
Fréttamynd

Love Is­land, kyn­líf­stæki og póst­hross

Margir hlupu eflaust apríl í gær. Fjöldi fyrirtækja tók þátt í þessari alþjóðlegu hefð; Elko sagðist ætla að opna nýja verslun á Tenerife, Krónan auglýsti grænmetisfyllt páskaegg, Pósturinn boðaði umhverfisvæna aðgerð með dreifingu pósts á hestbaki, ný göng undir Selfoss áttu að verða að veruleika og svo lengi mætti telja.

Lífið
Fréttamynd

Væri búin að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði væri það lausnin

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja valda­menn kannski bara veika fjöl­miðla?

Gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar er sorgleg staðfesting á því sem Blaðamannafélagið hefur varað við árum saman – að algjör markaðsbrestur hefur orðið á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Eins og engi­sprettu­plága gangi yfir markaðinn“

Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 

Innlent
Fréttamynd

Birta nýr markaðs­stjóri Arctic Adventures

Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, þar sem hún tekur við stöðu markaðsstjóra. Birta kemur til Arctic frá stafrænu markaðs- og auglýsingastofunni KIWI þar sem hún starfaði sem markaðsráðgjafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flestir þekkja MS og svo Apple

Landsmenn nefna oftast vörumerki MS þegar þeir eru beðnir um að nefna það vörumerki úr sínu daglega lífi sem þeim dettur fyrst í hug. Næst á eftir koma bandarísku merkin Apple og Nike.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja slagorðinu þar sem æ fleiri skilja ekki til hvers sé vísað

Sláturfélag Suðurlands hefur á undanförnum vikum kynnt til sögunnar nýtt útlit á 1944-skyndiréttunum og samhliða breytingunum verður hætt við notast við slagorð réttanna – „Matur fyrir sjálfstæða Íslendinga“. Forstjóri segir að sífellt fleiri skilji ekki vísun slagorðsins til ártalsins – það er réttirnir dragi nafn sitt af ártalinu þegar Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði frá Danmörku.

Neytendur
Fréttamynd

Vill að LED-skjár verði fjarlægður af strætó

Samgöngustofa mælist til þess að LED-skilti sem hengt var aftan á strætisvagn í tilraunaskyni verði tekið niður. Fyrirtæki sem selur auglýsingar í strætisvagna óskaði eftir að fá að prófa tæknina.

Innlent
Fréttamynd

Birna Rún sérhæfir sig í TikTok hjá Kvartz

Birna Rún Eiríksdóttir leikkona hefur gengið til liðs við Kvartz markaðs- og viðburðastofu sem hugmyndasmiður og verkefnastjóri TikTok teymis. Birna mun leiða þessa vinnu innan Kvartzen Birna er leikkona, leikstjóri og handritshöfundur og heldur hún úti vinsælum TikTok reikningi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“

„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Angeline ráðin yfir­maður markaðs­mála hjá ECA

Angeline Stuma hefur verið ráðin sem yfirmaður markaðsmála hjá sprotafyrirtækinu sports Coaching Academy (ECA). Félaginu er ætlað að styðja grasrótarstarf rafíþróttafélaga með hugbúnaði og lausnum sem auðveldi félögunum að halda uppi öflugu barnastarfi í rafíþróttum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjörnum prýdd aug­lýsing Mottu­mars

Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“.

Lífið
Fréttamynd

Elísabet til Haga

Elísabet Austmann hefur verið ráðin forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum hf. Til viðbótar við störf tengdum nýsköpunar- og markaðsmálum mun Elísabet einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og sam­skipta­mál­um Haga á breiðum grunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grettir frá Aton.JL til Spor

Grettir Gautason hefur verið ráðinn til samskipta- og ráðgjafastofunnar Spor þar sem hann mun veita viðskiptavinum stofunnar ráðgjöf í almannatengslum og samskiptum ásamt því að hafa umsjón með greiningar- og skýrsluvinnu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent