Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

Kæri Grímur Gríms­son – saka­maður gengur laus?

Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Til­nefningar til bestu ís­lensku vörumerkjanna

Búið er að tilnefna bestu íslensku vörumerkin fimmta árið í röð. Í tilkynningu kemur fram að viðurkenning verði veitt í fjórum flokkum í ár. Þeir eru fyrirtækjamarkaður, einstaklingsmarkaður, 50 eða fleiri starfsmenn, einstaklingsmarkaður, 49 eða færri starfsmenn og síðast vörumerki vinnustaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aug­lýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir

Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Álf­rún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu

Álfrún Pálsdóttir hefur tekið við starfi fagstjóra almannatengsla á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu. Álfrún mun leiða almannatengsl Íslandsstofu með áherslu á að efla og styrkja ímynd Íslands og íslenskra útflutningsgreina á erlendum mörkuðum í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svar Bents við hatursorðræðu gegn út­lendingum

Leikstjórinn og rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson segir að undanfarið hafi verið ákveðin orðræða í þjóðfélaginu sem hafi beinst gegn innflytjendum. Hann leikstýrir nýrri auglýsingu á vegum Guide to Europe og segir þar um að ræða sitt svar gegn þeirri orðræðu sem hann segir ekki síst koma frá ráðamönnum. Hann hefur nóg fyrir stafni en Rottweiler gefur út nýtt lag á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Kostaði um­deilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í

Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna.

Innlent
Fréttamynd

Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð

Formgalli varð til þess að ákvörðun Neytendastofu um að sekta Hagkaup um 850 þúsund krónur var felld niður að hluta. Hagkaup sitja samt sem áður uppi með 400 þúsund króna stjórnvaldssekt.

Neytendur
Fréttamynd

Á bak við aug­lýsingarnar um Dag en skráður í Sam­fylkinguna

Harðorðar auglýsingar, sem beinast með neikvæðum hætti að Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, hafa verið áberandi í stærstu fjölmiðlum landsins síðustu daga. Maðurinn á bak við auglýsingarnar segist vilja vekja fólk til umhugsunar, enginn ósómi sé í þeim. Hann er sjálfur skráður í Samfylkinguna en ætlar ekki að kjósa flokkinn í komandi kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Búið að draga tennurnar úr jagúarnum

Nýtt lógó breska lúxusbílaframleiðandans Jaguar markar ákveðna stefnubreytingu hjá félaginu að sögn eiganda vörumerkjastofu. Merkið er umdeilt en með breytingunni séu vígtennurnar dregnar úr jagúarnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísold ráðin markaðs­stjóri

Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærðin skiptir ekki máli

„Við erum að horfa svolítið á óhefðbundnar leiðir, snjallar leiðir í auglýsinga- og markaðsmálum þar sem fyrirtæki nýta sér meðal annars gervigreindina sem nú þegar er að breyta öllum leiknum,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um ráðstefnu sem haldin verður á þeirra vegum á miðvikudag.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar aug­lýsingar

Héraðsdómur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af öllum kröfum Sýnar í máli sem sneri að hálfrar milljónar króna sekt, sem nefndin lagði á Sýn vegna dulinna auglýsinga í raunveruleikaþáttunum LXS, sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Sýn krafðist þess að sektin yrði endurgreidd og vísaði meðal annars til þess að félagið hefði ekkert fengið greitt fyrir auglýsingar í þættinum.

Neytendur
Fréttamynd

Fólkið sem stýrir kosninga­vélum flokkanna

Í kosningabaráttu er flokkunum mikilvægt að hafa hæft fólk við stýrið. Enda er um að ræða fólkið sem á að eltast við hvert einasta mögulega atkvæði fyrir sinn flokk, og stýra sem mestu fylgi heim. Kosningastjórar flokkanna sem bjóða fram í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi eru meðal annars fyrrverandi ráðherra, tryggir aðstoðarmenn og reynslumikið fjölmiðlafólk.

Innlent
Fréttamynd

Ólöf til liðs við At­hygli

Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og síðar samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli. Þar mun hún sinna eigin ráðgjöf og verkefnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frægð ekki á­vísun á frama í pólitík

Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn hringi nú í allar aug­lýsinga­stofurnar

„Þú getur rétt ímyndað þér hvort Framsóknarflokkurinn sé ekki að hringja í allar auglýsingastofurnar núna. Hvaða slagorð komið þið með fyrir okkur til að bjarga þessu. Það eru fundir hjá VG og Sjálfstæðisflokkurinn er bara að vona að þetta leysist fram til 30. nóvember. Þetta verða áhugaverðir dagar framundan“

Innlent
Fréttamynd

Alma til Pipars\TBWA

Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið Ölmu Finnbogadóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum, til starfa í samskipta- og almannatengsladeild stofunnar.

Viðskipti innlent