Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Skin og skúrir í Kristianstad - myndasyrpa

Það var mikill tilfinningarússibandi sem átti sér stað í kringum leik Íslands og Ungverjalands á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem spilaður var í Kristianstad í Svíþjóð í gærkvöldi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði nokkur frábær augnablik sem sjá má í myndaspyrpunni sem fylgir þessari frétt. 

Handbolti
Fréttamynd

Fékk 180 þúsund króna rafmagnsreikning: „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna“

Hækkandi rafmagnsverð knýr áfram verðbólguna í Svíþjóð, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkunum en hann fékk reikning upp á 180 þúsund krónur fyrir síðasta mánuð. Margir hafi skrúfað niður hitann og sitji heima í úlpu og ullarsokkum. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. 

Erlent
Fréttamynd

Ólafur Arnalds og Sandra­yati giftu sig á Balí

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar.  

Lífið
Fréttamynd

Leiðinda­veður á Tenerife yfir jólin

Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári

„Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“

„Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Birgir fundaði með talí­bönum í Afgan­istan

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskur nuddari á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot í Kanada

Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð.

Erlent
Fréttamynd

Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“

„Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku.

Atvinnulíf