Erlent

Kanna sakhæfi Íslendings í hrottalegu morðmáli

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Daníel var handtekinn af lögreglunni í Kaliforníu í maí 2021. Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Daníel var handtekinn af lögreglunni í Kaliforníu í maí 2021. Myndin tengist fréttinni ekki neitt. SARAH REINGEWIRTZ/GETTY

Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur sem grunaður er um að hafa myrt bekkjarsystur sína í Kaliforníu, verður leiddur fyrir dómara í þessum mánuði þar sem sakhæfi hans verður metið á ný. Hann hafði áður verið metinn ósakhæfur. 

Frá þessu er greint á fréttamiðlinum KGET í Kaliforníu. Þar kemur fram að Daníel verði leiddur fyrir dóm þann 25. apríl næstkomandi þar sem ný gögn frá sálfræðingi verða metin. Hann hafði árið 2021 verið metinn ósakhæfur. Í framhaldinu gekkst Daníel undir sálfræðimeðferð og var þar metinn sakhæfur í mars á síðasta ári.

Daníel er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði 2021. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu en neitar sök.

Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði.

Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn.

Daníel neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær.


Tengdar fréttir

Daníel neitar að hafa myrt bekkjar­systur sína

Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×