„Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 21. apríl 2023 15:30 Kristján Einar Sigurbjörnsson birtir yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir að hafa ekki sagt rétt frá öllum þáttum málsins. Instagram Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. „Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál,“ segir Kristján í yfirlýsingu sem hann birtir á Instagram-síðu sinni í dag. Kristján segir að þegar hann hafi komið aftur til Íslands eftir mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni hafi hann fundið fyrir gríðarlegri utanaðkomandi pressu að segja hvað hafði gerst. „Ekki síst frá fjölmiðlum,“ segir hann. „Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka.“ Kristján segir að hann hafi þó ekki verið tilbúinn til að segja frá öllu því sem raunverulega gerðist á Spáni. Hann tekur ekki fram hvað það var nákvæmlega sem hann greindi ekki rétt frá. „Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því.“ Þá segir Kristján að á þessum tíma hafi hann einfaldlega ekki verið nógu sterkur til að láta dæma sig út frá mistökum sem hann gerði á sínu „veikasta augnabliki.“ Kristján segist í dag vera kominn á betri stað en að hann geri sér grein fyrir því að hann eigi enn nokkuð í land í sínu bataferli. Hann kveðst staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð sinna nánustu. Yfirlýsingu Kristjáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál. Þegar ég komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni upplifði ég gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja mína sögu, ekki síst frá fjölmiðlum. Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka. Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því. Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki. Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu. Virðingarfyllst,Kristján Einar Sigurbjörnsson. Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
„Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál,“ segir Kristján í yfirlýsingu sem hann birtir á Instagram-síðu sinni í dag. Kristján segir að þegar hann hafi komið aftur til Íslands eftir mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni hafi hann fundið fyrir gríðarlegri utanaðkomandi pressu að segja hvað hafði gerst. „Ekki síst frá fjölmiðlum,“ segir hann. „Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka.“ Kristján segir að hann hafi þó ekki verið tilbúinn til að segja frá öllu því sem raunverulega gerðist á Spáni. Hann tekur ekki fram hvað það var nákvæmlega sem hann greindi ekki rétt frá. „Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því.“ Þá segir Kristján að á þessum tíma hafi hann einfaldlega ekki verið nógu sterkur til að láta dæma sig út frá mistökum sem hann gerði á sínu „veikasta augnabliki.“ Kristján segist í dag vera kominn á betri stað en að hann geri sér grein fyrir því að hann eigi enn nokkuð í land í sínu bataferli. Hann kveðst staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð sinna nánustu. Yfirlýsingu Kristjáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál. Þegar ég komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni upplifði ég gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja mína sögu, ekki síst frá fjölmiðlum. Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka. Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því. Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki. Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu. Virðingarfyllst,Kristján Einar Sigurbjörnsson.
Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál. Þegar ég komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni upplifði ég gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja mína sögu, ekki síst frá fjölmiðlum. Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka. Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því. Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki. Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu. Virðingarfyllst,Kristján Einar Sigurbjörnsson.
Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira