Erlent

Fréttamynd

Tesco búðir opnaðar á ný

Breska lögreglan hefur opnað fjórtán Tesco verslanir sem lokað var af öryggisástæðum í framhaldi af hótunum sem bárust lögreglu og fyrirtækinu.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt myndband með Osama

Nýtt myndband Osama Bin Laden, leiðtoga Al-Kaída samtakanna, var birt á netinu í gær. Ekki er vitað hvenær myndbandið var útbúið en þar upphefur Bin Laden píslarvættisdauða og talar um Múhameð spámann.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Tanzaníu undirgengst alnæmispróf

Forseti Tanzaníu og leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu fóru í dag í opinbert alnæmispróf. Þjóðaráták gegn HIV/AIDS er nú að hefjast í landinu og með þessu vildu þeir hvetja landsmenn til þess að gangast undir sams konar próf.

Erlent
Fréttamynd

44 bílar skemmdust í eldsvoða í Sviss

44 bílar skemmdust í gríðarmiklum eldsvoða á einni stærstu tónlistarhátíð Sviss í dag. Lögregla þar í landi skýrði frá þessu. Hún er enn að rannsaka upptök eldsins og íkveikja hefur ekki verið útilokuð. Fimm slökkviliðsmenn slösuðust lítillega í baráttu sinni við logana.

Erlent
Fréttamynd

Karíókí ógnar þjóðaröryggi Norður-Kóreu

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa fyrirskipað lokun karíókístaða sem og internetkaffihúsa þar sem leyniþjónusta landsins telur þetta tvennt ógna þjóðaröryggi. Samkvæmt flóttamönnum frá Norður-Kóreu er almenningur ekki mikið á þannig stöðum, sem flestir eru við landamæri Kína, heldur frekar viðskiptamenn erlendis frá.

Erlent
Fréttamynd

Bastilludagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Frakkar halda nú upp á þjóðhátíðardag sinn, Bastilludaginn. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, breytti út af vananum og leyfði hermönnum frá öllum löndum Evrópusambandsins að taka þátt í skrúðgöngu hersins.

Erlent
Fréttamynd

Tveir unglingspiltar ætluðu að myrða hundruð samnemenda sinna

Tveir táningar voru í dag ákærðir fyrir að hafa ætlað að ráðast á skóla í úthverfi New York. Táningarnir eru 15 og 17 ára og voru báðir nemendur í skólanum. Sá yngri var sá sem öllu réði og skipulagði. Hann leitaði vel og lengi að vopnum á internetinu til þess að geta notað í árásinni sem átti að fara fram á níu ára afmæli atburðanna í Columbine skólanum, þann 20. apríl 2008.

Erlent
Fréttamynd

Maður handtekinn í tengslum við þrefalt morð í Manchester

Lögreglan í Manchester á Englandi hefur handtekið 32 ára karlmann í tengslum við morð á þriggja manna fjölskyldu. Pierre Williams er atvinnulaus og verður yfirheyrður af lögreglunni á næstunni. Hann er grunaður um að hafa myrt Kesha Wizzart, 18 ára, móður hennar Beverley Samuels, 36 ára, og bróður hennar Fred, 13 ára.

Erlent
Fréttamynd

24 létu lífið og 29 særðust í árás í Pakistan

24 hermenn létu lífið og 29 særðust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Árásarmaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefnum inn í bílalest hermanna. Önnur árás var gerð á hermenn í Pakistan í dag og í henni særðust tveir.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisgæsla hert í Mogadishu

Gríðarlega öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þar sem á að halda sátta- og friðarfund á milli fleiri en eitt þúsund fyrrum stríðsherra, öldunga og stjórnmálamanna. Fleiri hundruð hermenn hafa verið kallaðir til borgarinnar til þess að sinna gæslu.

Erlent
Fréttamynd

Vilt þú gista í IKEA?

IKEA í Noregi hefur ákveðið að leyfa fólki að gista í búðinni. Frá 23. júlí til 27. júlí fær almenningur tækifæri til þess að gista í öllum sýningarherbergjum í búðinni. Fólk getur valið úr brúðarsvítum eða lúxussvítu en henni fylgir morgunverður í rúmið. Svo geta aðrir gist í kojum nú eða fjölskylduherbergjunum.

Erlent
Fréttamynd

Sjö rænt í Nígeríu

Vígamenn rændu í morgun sjö starfsmönnum dýpkunarfyrirtækis í suðausturhluta Nígeríu. Fólkinu var rænt í borginni Onitsha, sem er á bökkum Níger. Mannræningjarnir hafa sett fram beiðni um lausnargjald.

Erlent
Fréttamynd

Sádi-Arabía takmarkar völd trúarbragðalögreglu

Innanríkisráðuneytið í Sádi-Arabíu hefur bannað trúarbragðalögreglu landsins að taka fólk í gæsluvarðhald þar sem undanfarið hefur fólk látið lífið í haldi þeirra. Einnig hefur þeim verið bannað að reyna ná fram játningum og framvegis verður trúarbragðalögreglan að afhenda borgaralegri lögreglu landsins fólk sem það telur hafa gerst brotlegt við lögin.

Erlent
Fréttamynd

Átta hermenn láta lífið í sjálfsmorðsárás

Átta hermenn létu lífið og 15 slösuðust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Þúsundir hermanna hafa verið fluttir á svæðið undanfarna daga til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar aðgerðir herskárra múslima gegn stjórnvöldum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Starbucks lokar útibúi sínu í Forboðnu borginni

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur lokað kaffihúsi sínu í Forboðnu borginni í Peking. Staðurinn opnaði árið 2000 og varð strax umdeildur. Safnverðir í Forboðnu borginni buðu Starbucks á að vera áfram en aðeins ef að þeir myndu fjarlægja öll merki og seldu einnig aðrar vörur. Því var hafnað og því lokaði kaffihúsið.

Erlent
Fréttamynd

Þrír milljarðar til höfuðs Osama bin Laden

Öldungadeild Bandaríkjaþings ákvað í gær að tvöfalda þá upphæð sem sett hefur verið til höfuðs Osama bin Laden, leiðtoga Al-Kaída samtakanna, og er hún nú rúmir þrír milljarðar íslenskra króna. Þingmenn Demókrataflokksins sögðu Íraksstríðið draga úr getu Bandaríkjamanna til að berjast við Al-Kaída. Mistök Bush væru fyrst og fremst að ná ekki að fanga Osama bin Laden og rétta yfir honum.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti maður heims hittir minnsta mann heims

Hæsti maður heims, Bao Sjísjún, hitti í dag minnsta mann í heimi, He Pingping. Hæðarmunurinn á þeim er einn meter og sextíu og þrír sentimetrar. Pingping hefur sótt um að komast í heimsmetabókina sem minnsti maður í heimi.

Erlent
Fréttamynd

Að minnsta kosti 12 létust þegar ferja sökk

Að minnsta kosti 12 létust þegar ferja sökk rétt hjá Manila í dag, höfuðborg Filippseyja. Herinn sagði að minnsta kosti 129 manns hafi verið bjargað sem voru um borð í ferjunni „MV Blue Water Princess," en þó séu það ekki staðfestar tölur. Þegar hermenn komu á vettvang lá ferjan á hlið í grunnu vatninu.

Erlent
Fréttamynd

Þriggja ára dreng rænt í Nígeríu

Þriggja ára nígerískum dreng hefur verið rænt við borgina Port Harcourt sem stendur við ósa Níger-ánnar í Nígeríu. Aðeins eru fjórir dagar síðan að mannræningjar slepptu þriggja ára breskri stúlku úr haldi sem þeir höfðu rænt í sömu borg. Samkvæmt lögreglu á svæðinu er drengurinn sonur höfðingja á svæðinu í kringum borgina. Ekkert hefur heyrst af kröfum mannræningja.

Erlent
Fréttamynd

Sjö farast eftir sjálfsmorðsárás í brúðkaupi

Sjö gestir í brúðkaupi lögreglumanns í Írak létust þegar maður sem gerðist boðflenna í brúðkaupinu sprengdi sjálfan sig í loft upp. Fjórir í viðbót slösuðust alvarlega. Ekki kemur fram hvort að brúðarhjónin hafi verið á meðal fórnarlamba sprengjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Rice og Gates til Mið-Austurlanda í ágúst

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á fréttamannafundi sínum í dag að hann ætlaði sér að senda varnarmálaráðherrann Robert Gates og utanríkismálaráðherrann Condoleezzu Rice í ferðalag um Mið-Austurlönd.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan í Rússlandi vill að flækingar séu fangelsaðir

Lögreglan í Rússlandi vill endurlífga lög frá tímum Sovétríkjanna og fangelsa flækingja og betlara. Gagnrýnendur fordæma hugmyndina og segja hana færa Rússland aftur til alræðistíma fortíðarinnar. Flakkarar og betlarar eru algengir í Rússlandi og margir láta lífið af völdum kulda á veturnar.

Erlent
Fréttamynd

Bush ætlar að bíða eftir skýrslu Petraeus

George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndbrot frá fréttamannafundi Bush í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sjö alvarlega slasaðir eftir nautahlaup dagsins

Sjö manns slösuðust alvarlega í nautahlaupi í Pamplona í morgun og nokkrir til viðbótar urðu sárir. Hlaupið entist í rúmar sex mínútur í stað rúmlega tveggja eins og vaninn er þar sem nautin skildust að, sneru við og gerðu í raun allt sem þau eiga ekki að gera. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir frá hlaupinu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Svört bráðabirgðaskýrsla um Írak

Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim.

Erlent