Erlent

Sádi-Arabía takmarkar völd trúarbragðalögreglu

Á myndinni sést maður skoða dagblað í Sádi-Arabíu. Í því er grein um unga menn sem voru handteknir fyrir að snerta konur og taka myndir af því.
Á myndinni sést maður skoða dagblað í Sádi-Arabíu. Í því er grein um unga menn sem voru handteknir fyrir að snerta konur og taka myndir af því. MYND/AFP

Innanríkisráðuneytið í Sádi-Arabíu hefur bannað trúarbragðalögreglu landsins að taka fólk í gæsluvarðhald þar sem undanfarið hefur fólk látið lífið í haldi þeirra. Einnig hefur þeim verið bannað að reyna ná fram játningum og framvegis verður trúarbragðalögreglan að afhenda borgaralegri lögreglu landsins fólk sem það telur hafa gerst brotlegt við lögin.

Trúarbragðalögreglan í Sádi-Arabíu hefur víðtæk völd. Hún kemur meðal annars í veg fyrir að karlmenn og konur sem ekki eru skyld blandi geði á almannafæri og stundum yfirheyrir hún fólk til þess að athuga hvort að trú þeirra samræmist ríkistrúnni. Gagnrýnisraddir hafa sagt að trúarbragðalögreglan brjóti á mannréttindum fólks en klerkar segja á móti að hún sé nauðsynleg ef halda á við ríkistrúnni, sem er Wahhabismi.

Nú er verið að rétta yfir fjórum meðlimum trúarbragðalögreglunnar vegna dauða fimmtíu ára karlmanns. Hann var tekinn í gæsluvarðhald eftir að hafa verið að keyra með óskyldri konu. Þá er annað réttarhald væntanlegt vegna dauða 28 ára karlmanns. Fjölskylda hans var hneppt í varðhald eftir að í ljós kom að hún átti áfenga drykki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×