Erlent

Fréttamynd

Chavez breytir sólarhringnum

Hugo Chavez, forseti Venesúela ætlar að breyta sólarganginum fyrir fátæka þegna sína. Eða þannig. Þann fyrsta september næstkomandi seinkar Venesúela klukkunni um hálftíma. Með því segjast stjórnvöld styðja við réttlátari dreifingu sólargeislanna á ríka og fátæka.

Erlent
Fréttamynd

Bróðirinn bollaði kærustuna

Tveir þýskir bræður hafa verið ákærðir annarsvegar fyrir nauðgun og hinsvegar þáttöku í nauðgun í heila tvo mánuði. Konan var kærasta yngri bróðurins sem efaðist um stærð sína og getu í bólinu. Hann vildi hinsvegar ekki missa kærustuna.

Erlent
Fréttamynd

Demantur vel yfir eitt kíló

Stærsti demantur sem nokkrusinni hefur litið dagsins ljós fannst í demantanámu í Suður-Afríku í gær. Hann er sagður helmingi stærri en Cullinan demanturinn sem hefur átt metið hingaðtil. Risademanturinn verður fluttur til Jóhannesarborgar undir strangri öryggisgæslu.

Erlent
Fréttamynd

Leyniþjónusta ritskoðar bók um Friðrik krónprins

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar mun að öllum líkindum lesa yfir handrit að bók sem fyrrverandi lífvörður Friðriks krónprins er að skrifa. Bókin mun bera nafnið "Í leyniþjónustu hans hátignar." Útgefandi bókarinnar segist hafa lesið um það í fjölmiðlum að leyniþjónustan hefði áhyggjur af uppljóstrunum.

Erlent
Fréttamynd

Rauður dagur í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir að gögn sýndu að endursala á fasteignum dróst saman í síðasta mánuði. Salan hefur minnkað jafnt og þétt síðan á vordögum þegar samdráttar á fasteignalánamarkaði vestra varð fyrst vart og hefur salan ekki verið með dræmara móti í fimm ár. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis lækkað síðastliðna 12 mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Páfi stofnar lággjaldaflugfélag

Benedikt 16. páfi vill hjálpa hinum trúuðu að komast á helga staði kaþólskrar trúar. Því hefur Páfagarður gert fimm ára samning við flugfélagið Mistral Air um leigu á flugvélum. Venjulega flytur þetta flugfélag bréf og pakka fyrir ítölsku póstþjónustuna.

Erlent
Fréttamynd

Leyniþjónustumenn myrtu Politkovskayu

Það voru bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar FSB sem stóðu að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovskayu. Ríkissaksóknari Rússlands upplýsti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að tíu menn hefðu verið handteknir vegna málsins. Þeirra á meðal maðurinn sem framdi morðið. Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Krónprins Noregs styður systur sína

Hákon krónprins Noregs segist eindregið styðja Mörtu Lovísu systur sína sem hefur opnað stofnað skóla sem daglega gengur undir nafninu Englaskólinn. Þetta er í fyrsta skipti sem einhver úr konungsfjölskyldunni hefur tjáð sig um þetta uppátæki prinsessunnar. Skólinn hefur annars vakið mikla geðshræringu í Noregi og hefur þess bæði verið krafist að Marta Lovísa segi sig úr þjóðkirkjunni og að hún afsali sér prinsessutitlinum.

Erlent
Fréttamynd

Skiluðu ísraelskum hermanni

Palestinskir öryggisverðir björguðu í dag ísraelskum hermanni sem tók vitlausa beygju á bíl sínum og lenti inn í bænum Jenin á Vesturbakkanum. Jenin er miðstöð herskárra Palestínumanna. Það var enda ráðist á bílinn, honum velt og kveikt í honum. Öryggisverðir hollir Mahmoud Abbas, forseta, komu hermanninum hinsvegar undan og skiluðu honum að næstu ísraelsku varðstöð.

Erlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér

Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt af sér. Gonzales hefur legið undir miklu ámæli síðan hann rak átta opinbera saksóknara úr starfi á síðasta ári. Hann var einnig gagnrýndur harðlega fyrir að styðja heimildarlausar njósnir forsetans innanlands.

Erlent
Fréttamynd

Hroðaleg hefnd

Argentínskur unglingur fór á húðflúrstofu nýlega til þess að láta tattóvera nafn uppáhalds fótboltaliðsins stórum stöfum á bakið á sér. Liðið heitir Boca Juniors. Ekkert óvenjulegt við það, í Argentínu. Unglingurinn var hinsvegar svo óheppinn að rata inn á stofu þar sem eigandinn hélt ákaflega upp á knattspyrnuliðið River Plate.

Erlent
Fréttamynd

Handtökur vegna morðs á rússneskri blaðakonu

Tíu manns hafa verið handteknir vegna morðsins á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju. Hún var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í Moskvu 7. október á síðasta ári. Tass fréttastofan segir að ákærur á hendur mönnunum verði birtar innan skamms.

Erlent
Fréttamynd

Rio Tinto fær grænt ljós í Bandaríkjunum

Ál- og námafyrirtækið Rio Tinto hefur fengið græna ljósið hjá bandarískum samkeppnisyfirvöldum til að kaupa kanadíska álrisann Alcan, sem meðal annars er móðurfélag álversins í Straumsvík. Tilboðið Rio Tinto hljóðar upp á 38,1 milljarð dala, um 2.500 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði tilboð bandaríska álrisans Alcoa í Alcan upp á 27 milljarða dala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nokkrir sitja um hlut Nasdaq í LSE

Nokkrar af helstu kauphöllum Evrópu og asískur fjárfestingasjóður hafa kannað möguleikann á því að kaupa hlut bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE). Nasdaq á 31 prósents hlut í LSE en hefur ekki ákveðið hvort helmingur hlutarins eða meira verði seldur. Á meðal hugsanlegra kaupenda er kauphöllin í Dubai.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Met í brjóstagjöf

Víetnamar settu í dag heimsmet í brjóstagjöf þegar rúmlega tólfhundruð mæður komu saman í þremur borgum og gáfu börnum sínum brjóst samtímis. Með þessu vildu mæðurnar leggja áherslu á mikilvægi brjóstagjafar fyrir hvítvoðunga.

Erlent
Fréttamynd

Hákon styður systur sína

Hákon krónprins Noregs styður englaskóla Mörtu Lovísu systur sinnar þar sem hún ætlar að kenna fólki að tala við engla og dýr. Þetta sagði prinsinn við blaðamenn þar sem hann og Mette Marit kona hans afhentu góðgerðarsamtökum jafnvirði nærri 6 milljóna króna úr sjóði sínum sem notaðar verða til að hjálpa munaðarlausum börnum í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Fargað vegna fuglaflensu

Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni hefur greinst í fuglum á fuglabúi í suðurhluta Þýskalands. 400 fuglar drápust úr flensunni þar á skömmum tíma. Öðrum fuglum þar verður nú fargað - öllum 160 þúsund. Ekki er vitað með vissu hvernig sjúkdómurinn barst í fuglana á búinu.

Erlent
Fréttamynd

Berst fyrir því að dóttir sín fái meðferð

Faðir 6 ára palestínskrar stúlku, sem lamaðist í loftárás Ísraela fyrir rúmu ári, berst fyrir því að hún fái áfram meðferð á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Ísraelar vilja ekki leyfa það þeir vilja senda hana í meðferð á Vesturbakkanum þar sem vantar tæki sem halda henni á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Enn loga eldar í Grikklandi

Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Mynd af morðingja og vitni gefur sig fram

Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrti hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Hettuklæddur unglingur hjóli skaut Rhys þar sem hann var að ganga heim af knattspyrnuæfingu á miðvikudagskvöldið. Enginn hefur formlega verið kærður fyrir morðið.

Erlent
Fréttamynd

Skýstrókur vekur athygli í Bogota

Hundruð þúsunda eru án rafmagns eftir flóð og hvifrilbyli í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma festu íbúar í Bogota í Kólubmíu mikinn skýstrók á filmu en þeir sjást nær aldrei þar í borg.

Erlent
Fréttamynd

Opnaði iPhone

Sautján ára unglingsstrák hefur tekist að aflæsa iPhone, nýjustu tæki Apple tölvurisans. Tækið kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en seinna á þessu ári en nú geta tækniþyrstir utan Bandaríkjanna tekið forskot á sæluna.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki

Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Hestaflensa í Ástralíu

Hestaflensa hefur skotið sér niður í nágrenni við veðhlaupahesta í Ástralíu. Veikin er bráðsmitandi og ógnar íþrótt sem skilar Áströlum milljörðum í kassann.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Varð alelda og skall til jarðar

Minnst 11 slösuðust og tveggja er saknað eftir að eldur kviknaði í loftbelg og hann hrapaði á tjaldsvæði nærri Vancouver í Kanada í gærkvöldi. Loftbelgurinn varð nær alelda þegar hann var nýlega kominn á loft og í tæplega 8 metra hæð frá jörðu.

Erlent
Fréttamynd

Aftur kosið í Síerra Leóne

Önnur umferð forsetakosninga verður haldin í Afríkuríkinu Síerra Leóne eftir hálfan mánuð. Kjörstjórn landsins tilkynnti í morgun að einginn frambjóðenda hefði fengið hreinan meirhluta í fyrri umferð.

Erlent
Fréttamynd

Kastró sagður allur

Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn samkvæmt sænska héraðsfréttablaðinu Norra Skåne. Blaðið birti þessa frétt í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andláti Kastrós í morgun og aðrar fréttir hermdu í gær að byltingarleiðtoginn aldni væri við góða heilsu.

Erlent
Fréttamynd

Efnahagslífinu stafar ógn af efnalitlu fólki

Hryðjuverk eru ekki lengur það sem bandaríski hagfræðingar óttast mest í augnablikinu. Þeir telja efnalitla einstaklinga með litla greiðslugetu sem lenda í vanskilum með afborganir af lánum sínum geta skaðað efnahagslífið meira.

Viðskipti erlent