Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi Guðjón Helgason skrifar 25. ágúst 2007 18:30 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Björgunarmenn hafa fundið að minnsta kosti fjörutíu og sex lík á þeim svæðum þar eldar hafa logað í Suður-Griklandi. Óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Verst er ástandið á Pelopsskaga. Skógereldarnir kviknuðu á Pelopsskaga í gærmorgun og hafa logað á nærri tvö hundruð stöðum síðan þá. Eldar hafa einnig kviknað á tveimur stöðum nærri Aþenu. Skógareldarnir eru sagðir þeir verstu sem geisað hafa í Grikklandi í áratugi. Eldarnir hafa breiðst hratt út og ekki hafa allir íbúar haft ráðrúm til að forða sér. Lík hafa fundist í brunnum bílum og á sviðnum engjum. Fólk sem hafði lagt á flótta en náði ekki að forða sér. Sumir hafa orðið innlyksa og hringt í sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að biðja um hjálp sem ekki hefur verið hægt að veita. Björgunarmenn hafa reynt hvað þeir geta en erfiðlega gengið að hemja eldana. Vindasamt á sumum svæðum og hiti kæfandi, um og yfir fjörutíu stig. Sigrún Erna Óladóttir hefur búið á Grikklandi í þrjátíu ár. Hún sér reykinn frá eldunum en er í öruggu skjóli enn sem komið er. Hún segir að reykurinn hafi skyggt á sólina í dag og að Grikkir allir séu skelfingu lostnir. Frakkar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa sent þyrlur og flugvélar sem notaðar verða við slökkvistarfið. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, lýsti síðdegis yfir neyðarástandi í landinu. Í fyrstu var talið að eldarnir myndu einvörðungu valda vistfræðilegum hörmungum en ekki miklu manntjóni. Raunin hefur nú orðið önnur. Grikkir eru ævareiðir stjórnvöldum sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við hættunni. Fullvíst er talið að Karamanlis, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans verði refsað í þingkosningum eftir þrjár vikur. Erlent Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Björgunarmenn hafa fundið að minnsta kosti fjörutíu og sex lík á þeim svæðum þar eldar hafa logað í Suður-Griklandi. Óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Verst er ástandið á Pelopsskaga. Skógereldarnir kviknuðu á Pelopsskaga í gærmorgun og hafa logað á nærri tvö hundruð stöðum síðan þá. Eldar hafa einnig kviknað á tveimur stöðum nærri Aþenu. Skógareldarnir eru sagðir þeir verstu sem geisað hafa í Grikklandi í áratugi. Eldarnir hafa breiðst hratt út og ekki hafa allir íbúar haft ráðrúm til að forða sér. Lík hafa fundist í brunnum bílum og á sviðnum engjum. Fólk sem hafði lagt á flótta en náði ekki að forða sér. Sumir hafa orðið innlyksa og hringt í sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að biðja um hjálp sem ekki hefur verið hægt að veita. Björgunarmenn hafa reynt hvað þeir geta en erfiðlega gengið að hemja eldana. Vindasamt á sumum svæðum og hiti kæfandi, um og yfir fjörutíu stig. Sigrún Erna Óladóttir hefur búið á Grikklandi í þrjátíu ár. Hún sér reykinn frá eldunum en er í öruggu skjóli enn sem komið er. Hún segir að reykurinn hafi skyggt á sólina í dag og að Grikkir allir séu skelfingu lostnir. Frakkar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa sent þyrlur og flugvélar sem notaðar verða við slökkvistarfið. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, lýsti síðdegis yfir neyðarástandi í landinu. Í fyrstu var talið að eldarnir myndu einvörðungu valda vistfræðilegum hörmungum en ekki miklu manntjóni. Raunin hefur nú orðið önnur. Grikkir eru ævareiðir stjórnvöldum sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við hættunni. Fullvíst er talið að Karamanlis, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans verði refsað í þingkosningum eftir þrjár vikur.
Erlent Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira