Erlent

Berst fyrir því að dóttir sín fái meðferð

Guðjón Helgason skrifar

Faðir 6 ára palestínskrar stúlku, sem lamaðist í loftárás Ísraela fyrir rúmu ári, berst fyrir því að hún fái áfram meðferð á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Ísraelar vilja ekki leyfa það þeir vilja senda hana í meðferð á Vesturbakkanum þar sem vantar tæki sem halda henni á lífi.

Mariya Aman er 6 ára. Hún lamaðist í loftárás Ísraela Gaza-svæðið í maí í fyrra. Flugskeyti skall til jarðar og sprakk næri bíl fjölskyldunnar þar sem hún var á ferð. Móðir Mariyu, bróðir hennar, amma og frændi týndu lífi í árásinni. Sprengjubrot fór hnakka hennar og hún kastaðist út úr bílnum.

Hamdee Aman, faðir Mariyu er atvinnulaus byggingaverkamaður og óttast að dóttir sín deyji fái hún ekki áfram þá meðferð sem hún hefur fengið á sjúrkahúsinu í Jerúsalem. Hann segir að ef hún sé ekki tengd öndunarvél lengur en í 50 sekúndur þá ranghvolfi hún í sér augunum og eigi erfitt. Hann spyr hvert hann eigi að fara með hana á vélarinnar og varahluta í hana. Hann hafi þegar misst 4 fjölskyldumeðlimi og voni að Ísarelar axli ábyrgð sína vegna þess hvernig komið sé fyrir dóttur hans. Þetta verði hlutskipti hennar allt hennar líf og engin önnur lausn en stöðug meðferð. Hvert eigi hann að snúa sér með hana?

Ísraelar vilja flytja Mairy í endurhæfingarstöð í Ramallah á Vesturbakkanum. Þeir hafa boðist til að þjálfa starfsfólk þar til að annast hana en ætla ekki að útvega tæki.

Mál Hamdeens og Mariyu er til meðferðar hjá hæstarétti Ísrels en ísraelskir mannréttindafrömuðir hafa sótt um ríkisborgarrétt í Ísrael fyrir feðginin og son Hamdeens. Ísrelskir læknar styðja þau einnig í málinu. Ísraelsk hermálayfirvöld segja meiðsl Mariyu afleiðingar stríðsátaka sem ekki sé hægt að bera ábyrgð á. Ísraelar vilji ekki að mál Mariyu verði fordæmi fyrir því að særðir Palestíumenn sæki læknisaðstoð til Ísraela á sömu forsendum.

Ísraelar hafa boðið eftirlifandi ættingjum Mariyu peninga en þá vilja þeir ekki sjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×