Erlent Ásakanir um fleiri fjöldamorð Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. Erlent 2.6.2006 18:20 Lítil fjölgun starfa í Bandaríkjunum Fjölgun starfa í Bandaríkjunum í síðasta mánuði var sú minnsta í 7 mánuði auk þess sem dró úr launahækkunum á sama tíma. Hvort tveggja var undir væntingum markaðsaðila og hefur í kjölfarið dregið úr verðbólguvæntingum . Þá eru horfur á að stýrivaxtahækkanir séu á næsta leiti í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 2.6.2006 17:00 Áhlaup á hús í Lundúnum Einn maður særðist í skotbardaga þegar breska lögreglan gerði áhlaup á hús í austurhluta Lundúna í morgun. Maðurinn mun ekki vera í lífshættu og var þegar fluttur á nærliggjandi sjúkrahús. Erlent 2.6.2006 10:45 Rússar segja samkomulag útiloka hernaðaraðgerðir Samkomulag utanríkisráðherra stórveldanna um næstu skref í kjarnorkudeilunni við Írana útilokar beitingu hervalds. Þetta sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í morgun. Erlent 2.6.2006 10:42 Sýrlendingar komu í veg fyrir hryðjuverk Öryggissveitum á Sýrlandi tókst í morgun að koma í veg fyrir að hryðjuverkamönnum tækist að leggja undir sig mannlausa byggingu í nágrenni ríkissjónvarpsins í landinu. Erlent 2.6.2006 09:11 Lyfjafyrirtæki berjast um keppinaut Líkur er sagðar á því að breski lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline ætli að bjóða rúma 15 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði 1.078 milljarða íslenskra króna , í bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer Inc., sem er eitt það stærsta í heimi. Verði af kaupum GlaxoSmithKline í Pfizer Inc. er talið víst að það muni tryggja stöðu fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Viðskipti erlent 2.6.2006 11:12 Skógareldar í Kína slökktir Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að slökkva elda sem hafa logað í 11 daga í skóglendi í Hei-long-jang-kantónu í Kína. Um það bil 11 þúsund slökkviliðs- og lögreglumenn, auk skógarvarða, tóku þátt í baráttunni við eldana. Talið er að um 50 þúsund hektara svæði hafi orðið eldunum að bráð. Erlent 2.6.2006 09:41 Sátt um tillögur Sátt náðist um tillögur í fyrirhuguðum viðræðum við Írana um kjarnorkumál þeirra á fundi utanríkisráðherra stórveldanna fimm sem sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, í Vín í Austurríki í gær. Erlent 2.6.2006 09:15 NYSE og Euronext sameinast Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. Viðskipti erlent 2.6.2006 09:40 Grunur um fleiri fjöldamorð Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Erlent 2.6.2006 08:53 Albert prins gengst við 14 ára dóttur Albert, prins af Mónakó, á 14 ára gamla dóttur sem býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Lögmaður hans staðfesti þetta í viðtali við franska blaðið Le Figaro í gær. Erlent 2.6.2006 08:44 Sérstakt eftirlit með aftanívögnum Lögreglumenn á Suðvesturlandi ætla að hafa sérstakt eftirlit með hvers kyns aftanívögnum nú um hvítasunnuhelgina, en ákveðnar reglur gilda um vagnana og bílana, sem draga þá. Þetta nær til hjólhýsa, tjaldvagna, hestaflutningavagna, flutningakerra sem notaðar eru til aðdráttar í sumarbústaðina, og bátavagna. Eigendur slíkra tækja geta leitað upplýsinga um reglur á heimasíðu Umferðarstofu, svo rétt verði staðilð að málum. Innlent 2.6.2006 08:16 Tíu fórust þegar sprenging varð í kolanámu Að minnsta kosti níu námuverkamenn biðu bana þegar sprenging varð í kolanámu í Tyrklandi í gær. Fjölmargir til viðbótar eru lokaðir inni í námunni en óvíst er hversu margir námuverkamenn það eru, og hvort þeir eru lífs eða liðnir. Að sögn tyrkneskra stjórnvalda varð sprenging þegar meþangas lak í námunni, um 150 metra undir yfirborði jarðar, en náman er í þorpinu Odakoy í vesturhluta landsins. Erlent 2.6.2006 08:06 Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða menn Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða menn til bana við landamæri Ísraels og Egyptalands í morgun. Að sögn talsmanna Ísraelshers voru mennirnir í egypskum hershöfðingjabúningum en ekki þykir víst að þeir hafi í raun verið hershöfðingjar. Þriðji maðurinn sem var með í för flúði aftur yfir landamærin. Erlent 2.6.2006 08:02 Eldvirkni hefur þrefaldast í Merapi eldfjallinu Íbúar við rætur eldfjallsins Merapi á indónesísku eyjunni Jövu framkvæmdum reyndu í nótt að friða guði fjallsins með helgiathöfn sem ekki hefur farið fram í áratug. Glóandi hraun hefur flætt úr fjallinu síðustu daga og hefur eldvirkni í Merapi þrefaldast síðan mikill jarðskjálfti reið yfir eyjuna fyrir tæpri viku og varð rúmlega sex þúsund manns að bana. Erlent 2.6.2006 08:14 Mikill fjöldi þarf neyðarhjálp Alþjóðlegt neyðarhjálparlið hafði í gær ekki náð til afskekktari staða á svæðinu sem verst varð úti í jarðskjálftanum á Jövu um síðustu helgi. Indónesísk yfirvöld sögðu í gær að staðfestur fjöldi fólks sem fórst af völdum skjálftans væri kominn í 6.200 manns. Erlent 1.6.2006 21:02 Áttu ekki pappír í áritunina Norski fjármálaráðherrann, Kristin Halvorsen, fékk ekki að fara yfir rússnesku landamærin til þess að skoða landamærastöðina þar í opinberri heimsókn hjá vararíkisstjóranum hinum megin við landamærin. Erlent 1.6.2006 21:02 Samkomulag um sáttatilboð Stórveldin fimm sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, náðu í gærkvöld samkomulagi um sáttatilboð til Írana. Tilboðið felur í sér ýmsan efnahagslegan ávinning fyrir Írana gegn því að þeir falli frá starfsemi sem gæti gert þeim kleift að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en refsiaðgerðir samþykki þeir það ekki. Erlent 1.6.2006 21:02 Loforð gefin fyrir fimm árum svikin Kofi Annan segir að ekkert þýði að stinga höfðinu í sandinn, þótt loks sé byrjað að draga úr útbreiðslu alnæmis í heiminum. Fjörtíu milljónir eru smitaðar. Erlent 1.6.2006 21:02 Berir hermenn á skotæfingu Svíþjóð Hörð gagnrýni hefur komið fram í kjölfarið á sjónvarpsþættinum Uppdrag Granskning í Svíþjóð síðustu daga þar sem sýnt er myndband með nöktum hermönnum á skotæfingum með sprengjuvörpu. Hermennirnir liggja í grasinu með sprengjuvörpuna í fanginu og svo heyrist þegar þeir brenna sig á henni. Erlent 1.6.2006 21:02 Vilja slá á gagnrýni Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði á mánudag gagnrýni Rússlandsstjórnar á Evrópuráðið, nú er Rússar eru í fyrsta sinn að taka við formennsku í ráðinu. Erlent 1.6.2006 21:02 Ráðherrann þarf að víkja Leiðtogi uppreisnarmanna úr hernum á Austur-Tímor krefst þess að Alkatiri forsætisráðherra víki áður en friður getur orðið að veruleika. Erlent 1.6.2006 21:02 Brazauskas hefur sagt af sér Ríkisstjórnin í Litháen er fallin eftir að einn stjórnarflokkanna sagði sig úr stjórninni. Algirdas Brazauskas forsætisráðherra sagði formlega af sér á miðvikudag, en Zigmantas Balcytis fjármálaráðherra var fenginn til þess að stýra bráðabirgðastjórn þangað til ný ríkisstjórn tekur við. Erlent 1.6.2006 21:02 Yfirborð sjávar hækkar hratt Hollendingar verða að bregðast við hlýnun loftslags, og það fljótt, því þeir eiga von á því að yfirborð sjávar hækki um allt að 35 sentimetra fyrir árið 2050, samkvæmt skýrslu veðurstofu Hollands sem birt var í vikunni. Erlent 1.6.2006 21:02 Myrti átta af börnum sínum Sabine Hilschenz, fertug móðir í Þýskalandi, var í gær dæmd í 15 ára fangelsi fyrir að hafa myrt átta af börnum sínum þegar þau voru nýfædd. Hún hlaut þyngsta mögulega dóminn fyrir þessi verk, en að auki lék grunur á að hún hefði myrt níunda barnið sitt árið 1988 Erlent 1.6.2006 21:02 Færri nota fastlínu Finnar töluðu meira í farsíma en fastlínusíma á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn sem það gerist frá því farsímabyltingin hófst. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá finnsku hagstofunni. Erlent 1.6.2006 21:02 Karlmenn fela sig á klósettum Danskir karlmenn fela sig á klósettum en bandarískir karlar fela sig í skúrum og fataskápum. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Erlent 1.6.2006 21:02 Skipun ráðherra í nánd Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist í gær munu tilkynna þinginu innan þriggja daga hverja hann skipar sem nýja varnar- og innanríkisráðherra. Mjög er þrýst á forsætisráðherrann að skipa í þessar mikilvægu stöður í kjölfar vaxandi átaka stríðandi fylkinga í landinu. Erlent 1.6.2006 21:02 Óánægjan kraumar enn Af litlum neista í þessu tilviki handtöku blossuðu aftur upp óeirðir í einu af úthverfum Parísar aðfaranótt þriðjudags og endurtóku þær sig næstu nótt á eftir. Ungmenni gengu berserksgang með hornaboltakylfum og bensínsprengjum. Bílar, opinberar byggingar og lögreglumenn urðu helst fyrir barðinu á reiði ungmennanna. Erlent 1.6.2006 21:02 Gengst við stúlku Albert II, fursti af Mónakó, hefur gengist við að vera faðir 14 ára stúlku sem býr með móður sinni í Kaliforníu. Lögmaður furstans greindi frá þessu í viðtali við franska blaðið Le Figaro í gær. Stúlkan heitir Jazmin Grace Rotolo, en hún er annað óskilgetna barnið sem Albert gengst opinberlega við faðerninu á. Hitt er hinn þriggja ára gamli Alexandre, sem hann átti í lausaleik með flugfreyju frá Tógó. Erlent 1.6.2006 21:02 « ‹ 330 331 332 333 334 ›
Ásakanir um fleiri fjöldamorð Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. Erlent 2.6.2006 18:20
Lítil fjölgun starfa í Bandaríkjunum Fjölgun starfa í Bandaríkjunum í síðasta mánuði var sú minnsta í 7 mánuði auk þess sem dró úr launahækkunum á sama tíma. Hvort tveggja var undir væntingum markaðsaðila og hefur í kjölfarið dregið úr verðbólguvæntingum . Þá eru horfur á að stýrivaxtahækkanir séu á næsta leiti í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 2.6.2006 17:00
Áhlaup á hús í Lundúnum Einn maður særðist í skotbardaga þegar breska lögreglan gerði áhlaup á hús í austurhluta Lundúna í morgun. Maðurinn mun ekki vera í lífshættu og var þegar fluttur á nærliggjandi sjúkrahús. Erlent 2.6.2006 10:45
Rússar segja samkomulag útiloka hernaðaraðgerðir Samkomulag utanríkisráðherra stórveldanna um næstu skref í kjarnorkudeilunni við Írana útilokar beitingu hervalds. Þetta sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í morgun. Erlent 2.6.2006 10:42
Sýrlendingar komu í veg fyrir hryðjuverk Öryggissveitum á Sýrlandi tókst í morgun að koma í veg fyrir að hryðjuverkamönnum tækist að leggja undir sig mannlausa byggingu í nágrenni ríkissjónvarpsins í landinu. Erlent 2.6.2006 09:11
Lyfjafyrirtæki berjast um keppinaut Líkur er sagðar á því að breski lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline ætli að bjóða rúma 15 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði 1.078 milljarða íslenskra króna , í bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer Inc., sem er eitt það stærsta í heimi. Verði af kaupum GlaxoSmithKline í Pfizer Inc. er talið víst að það muni tryggja stöðu fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Viðskipti erlent 2.6.2006 11:12
Skógareldar í Kína slökktir Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að slökkva elda sem hafa logað í 11 daga í skóglendi í Hei-long-jang-kantónu í Kína. Um það bil 11 þúsund slökkviliðs- og lögreglumenn, auk skógarvarða, tóku þátt í baráttunni við eldana. Talið er að um 50 þúsund hektara svæði hafi orðið eldunum að bráð. Erlent 2.6.2006 09:41
Sátt um tillögur Sátt náðist um tillögur í fyrirhuguðum viðræðum við Írana um kjarnorkumál þeirra á fundi utanríkisráðherra stórveldanna fimm sem sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, í Vín í Austurríki í gær. Erlent 2.6.2006 09:15
NYSE og Euronext sameinast Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. Viðskipti erlent 2.6.2006 09:40
Grunur um fleiri fjöldamorð Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Erlent 2.6.2006 08:53
Albert prins gengst við 14 ára dóttur Albert, prins af Mónakó, á 14 ára gamla dóttur sem býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Lögmaður hans staðfesti þetta í viðtali við franska blaðið Le Figaro í gær. Erlent 2.6.2006 08:44
Sérstakt eftirlit með aftanívögnum Lögreglumenn á Suðvesturlandi ætla að hafa sérstakt eftirlit með hvers kyns aftanívögnum nú um hvítasunnuhelgina, en ákveðnar reglur gilda um vagnana og bílana, sem draga þá. Þetta nær til hjólhýsa, tjaldvagna, hestaflutningavagna, flutningakerra sem notaðar eru til aðdráttar í sumarbústaðina, og bátavagna. Eigendur slíkra tækja geta leitað upplýsinga um reglur á heimasíðu Umferðarstofu, svo rétt verði staðilð að málum. Innlent 2.6.2006 08:16
Tíu fórust þegar sprenging varð í kolanámu Að minnsta kosti níu námuverkamenn biðu bana þegar sprenging varð í kolanámu í Tyrklandi í gær. Fjölmargir til viðbótar eru lokaðir inni í námunni en óvíst er hversu margir námuverkamenn það eru, og hvort þeir eru lífs eða liðnir. Að sögn tyrkneskra stjórnvalda varð sprenging þegar meþangas lak í námunni, um 150 metra undir yfirborði jarðar, en náman er í þorpinu Odakoy í vesturhluta landsins. Erlent 2.6.2006 08:06
Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða menn Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða menn til bana við landamæri Ísraels og Egyptalands í morgun. Að sögn talsmanna Ísraelshers voru mennirnir í egypskum hershöfðingjabúningum en ekki þykir víst að þeir hafi í raun verið hershöfðingjar. Þriðji maðurinn sem var með í för flúði aftur yfir landamærin. Erlent 2.6.2006 08:02
Eldvirkni hefur þrefaldast í Merapi eldfjallinu Íbúar við rætur eldfjallsins Merapi á indónesísku eyjunni Jövu framkvæmdum reyndu í nótt að friða guði fjallsins með helgiathöfn sem ekki hefur farið fram í áratug. Glóandi hraun hefur flætt úr fjallinu síðustu daga og hefur eldvirkni í Merapi þrefaldast síðan mikill jarðskjálfti reið yfir eyjuna fyrir tæpri viku og varð rúmlega sex þúsund manns að bana. Erlent 2.6.2006 08:14
Mikill fjöldi þarf neyðarhjálp Alþjóðlegt neyðarhjálparlið hafði í gær ekki náð til afskekktari staða á svæðinu sem verst varð úti í jarðskjálftanum á Jövu um síðustu helgi. Indónesísk yfirvöld sögðu í gær að staðfestur fjöldi fólks sem fórst af völdum skjálftans væri kominn í 6.200 manns. Erlent 1.6.2006 21:02
Áttu ekki pappír í áritunina Norski fjármálaráðherrann, Kristin Halvorsen, fékk ekki að fara yfir rússnesku landamærin til þess að skoða landamærastöðina þar í opinberri heimsókn hjá vararíkisstjóranum hinum megin við landamærin. Erlent 1.6.2006 21:02
Samkomulag um sáttatilboð Stórveldin fimm sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, náðu í gærkvöld samkomulagi um sáttatilboð til Írana. Tilboðið felur í sér ýmsan efnahagslegan ávinning fyrir Írana gegn því að þeir falli frá starfsemi sem gæti gert þeim kleift að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en refsiaðgerðir samþykki þeir það ekki. Erlent 1.6.2006 21:02
Loforð gefin fyrir fimm árum svikin Kofi Annan segir að ekkert þýði að stinga höfðinu í sandinn, þótt loks sé byrjað að draga úr útbreiðslu alnæmis í heiminum. Fjörtíu milljónir eru smitaðar. Erlent 1.6.2006 21:02
Berir hermenn á skotæfingu Svíþjóð Hörð gagnrýni hefur komið fram í kjölfarið á sjónvarpsþættinum Uppdrag Granskning í Svíþjóð síðustu daga þar sem sýnt er myndband með nöktum hermönnum á skotæfingum með sprengjuvörpu. Hermennirnir liggja í grasinu með sprengjuvörpuna í fanginu og svo heyrist þegar þeir brenna sig á henni. Erlent 1.6.2006 21:02
Vilja slá á gagnrýni Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði á mánudag gagnrýni Rússlandsstjórnar á Evrópuráðið, nú er Rússar eru í fyrsta sinn að taka við formennsku í ráðinu. Erlent 1.6.2006 21:02
Ráðherrann þarf að víkja Leiðtogi uppreisnarmanna úr hernum á Austur-Tímor krefst þess að Alkatiri forsætisráðherra víki áður en friður getur orðið að veruleika. Erlent 1.6.2006 21:02
Brazauskas hefur sagt af sér Ríkisstjórnin í Litháen er fallin eftir að einn stjórnarflokkanna sagði sig úr stjórninni. Algirdas Brazauskas forsætisráðherra sagði formlega af sér á miðvikudag, en Zigmantas Balcytis fjármálaráðherra var fenginn til þess að stýra bráðabirgðastjórn þangað til ný ríkisstjórn tekur við. Erlent 1.6.2006 21:02
Yfirborð sjávar hækkar hratt Hollendingar verða að bregðast við hlýnun loftslags, og það fljótt, því þeir eiga von á því að yfirborð sjávar hækki um allt að 35 sentimetra fyrir árið 2050, samkvæmt skýrslu veðurstofu Hollands sem birt var í vikunni. Erlent 1.6.2006 21:02
Myrti átta af börnum sínum Sabine Hilschenz, fertug móðir í Þýskalandi, var í gær dæmd í 15 ára fangelsi fyrir að hafa myrt átta af börnum sínum þegar þau voru nýfædd. Hún hlaut þyngsta mögulega dóminn fyrir þessi verk, en að auki lék grunur á að hún hefði myrt níunda barnið sitt árið 1988 Erlent 1.6.2006 21:02
Færri nota fastlínu Finnar töluðu meira í farsíma en fastlínusíma á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn sem það gerist frá því farsímabyltingin hófst. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá finnsku hagstofunni. Erlent 1.6.2006 21:02
Karlmenn fela sig á klósettum Danskir karlmenn fela sig á klósettum en bandarískir karlar fela sig í skúrum og fataskápum. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Erlent 1.6.2006 21:02
Skipun ráðherra í nánd Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist í gær munu tilkynna þinginu innan þriggja daga hverja hann skipar sem nýja varnar- og innanríkisráðherra. Mjög er þrýst á forsætisráðherrann að skipa í þessar mikilvægu stöður í kjölfar vaxandi átaka stríðandi fylkinga í landinu. Erlent 1.6.2006 21:02
Óánægjan kraumar enn Af litlum neista í þessu tilviki handtöku blossuðu aftur upp óeirðir í einu af úthverfum Parísar aðfaranótt þriðjudags og endurtóku þær sig næstu nótt á eftir. Ungmenni gengu berserksgang með hornaboltakylfum og bensínsprengjum. Bílar, opinberar byggingar og lögreglumenn urðu helst fyrir barðinu á reiði ungmennanna. Erlent 1.6.2006 21:02
Gengst við stúlku Albert II, fursti af Mónakó, hefur gengist við að vera faðir 14 ára stúlku sem býr með móður sinni í Kaliforníu. Lögmaður furstans greindi frá þessu í viðtali við franska blaðið Le Figaro í gær. Stúlkan heitir Jazmin Grace Rotolo, en hún er annað óskilgetna barnið sem Albert gengst opinberlega við faðerninu á. Hitt er hinn þriggja ára gamli Alexandre, sem hann átti í lausaleik með flugfreyju frá Tógó. Erlent 1.6.2006 21:02
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent