Erlent

Fréttamynd

30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn

Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé.

Erlent
Fréttamynd

Ólíklegt að Venesúela fái sæti í Öryggisráði SÞ

Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið.

Erlent
Fréttamynd

Hvarf á flugi yfir Eystrasalti

Þyrlur frá Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi eru nú við leit af lítilli flugvél sem hvarf á flugi yfir Eystrasalti. Flugmaður og tveir aðrir voru um borð á leið frá Berlín í Þýskalandi til Svíþjóðar.

Erlent
Fréttamynd

Barbie eykur hagnað Mattel

Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hremmingar sænsku stjórnarinnar halda áfram

Cecilia Stego Chilo, menntamálaráðherra Svíþjóðar, sagði af sér embætti í dag eftir að uppvíst varð að hún hefði svikist undan því að greiða sjónvarpsafnotagjöld árum saman. Aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að viðskiptaráðherra landsins sagði af sér af svipuðum ástæðum.

Erlent
Fréttamynd

Katsav sakaður um nauðganir

Ísraelska lögreglan telur að nægilegar vísbendingar séu fyrir hendi til að ákæra Moshe Katsav, forseta landsins, fyrir nauðganir, kynferðislega áreitni, umboðssvik og símahleranir.

Erlent
Fréttamynd

Hundrað sjóliðar dóu í sprengjutilræði

Um hundrað sjóliðar úr srí-lankska hernum biðu bana í bílsprengjuárás Tamíl-tígra í morgun. Óttast er að tilræðið spilli verulega fyrir friðarviðræðum ríkisstjórnarinnar og tígranna sem fram eiga að fara í lok mánaðarins.

Erlent
Fréttamynd

Grunaðir um morðið á Kozlov

Saksóknari í Rússlandi hefur greint frá því að tilteknir ónafngreindir menn séu grunaðir um morðið á einum æðsta stjórnanda Seðlabankans rússneska. Rússenskir fjölmiðlar segja þrjá Úkraínumenn í haldi lögreglu vegna málsins. Talið er að morðið tengist hertum aðgerðum hans gegn peningaþvætti í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Tekinn af allur vafi

Loftsýni sem sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar, tóku í síðustu viku staðfesta það að Norður-kóreumenn hafi sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni fyrir viku. Í yfirlýsingur segir að rannsóknir bendi til þess að kraftur sprengingarinnar hafi verið innan við 1 kílótonn sem er innan við tíu sinnum kraftminni sprengja en sú sem varpað var á Hiroshima árið 1945.

Erlent
Fréttamynd

Siniora hafnar boði Olmerts um friðarviðræður

Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hafnaði í dag boði Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, um friðarviðræður milli landanna. Siniora sagði að Líbanon væri síðasta landið sem myndi gera einhvers konar samkomulag við Ísraelsríki.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð bílsprengjuárás í Bagdad

Tuttugu létust og 17 særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu samtímis í norðurhluta Bagdad í dag. Sprengjurnar sprungu við sólsetur í Írak skömmu fyrir Iftar, en það er þegar múslímar rjúfa föstu sína sem stendur yfir frá sólarupprisu til sólseturs dag hvern í helga mánuðinum Ramadan.

Erlent
Fréttamynd

Lífstíðarfangelsi fyrir morð á ellefu ára dreng

Fimmtán ára drengur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi eftir að hafa viðurkennt að myrt ellefu ára dreng fyrr á árinu. Joseph Geeling fannst látinn í garði í Bury á Englandi í mars síðastliðnum en hans hafði verið leitað eftir að hann skilaði sér ekki heim eftir skóla.

Erlent
Fréttamynd

Sensex nálgast nýjar hæðir

Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, greindu frá því um helgina að þau muni funda í arabaríkinu Katar á fimmtudag til að ákveða hvort dregið verði úr olíuframleiðslu til að minnka olíubirgðir og sporna gegn verðlækkunum á olíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dómsuppkvaðningu frestað í máli á hendur Saddam

Dómstóll í Írak hefur frestað því að kveða upp úrskurð í máli á hendur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna aðildar hans að morðum á hátt 150 sjítum í bænum Dujail árið 1982. Talsmaður dómstólsins sagði dómarar þyrftu meiri tíma til að fara yfir vitnisburð í málinu og að rétturinn kæmi saman aftur 5. nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Fjáröflunarráðstefna fyrir Líbanon í París eftir áramót

Ákveðið hefur verið að halda fjáröflunarráðstefnu fyrir Líbanon í París í upphafi næsta árs til þess að hjálpa landinu að komast á réttan kjöl eftir stríð Ísraels og Hizbollah-samtakanna í sumar. Frá þessu greindi Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons í dag, eftir ríkisstjórnarfund.

Erlent
Fréttamynd

Taka upp greiðslur til að draga úr fólksfjölgun

Kínversk yfirvöld hyggjast grípa til nýrra ráða til þess að sporna við mannfjölgun í landinu og munu frá og með næsta ári greiða fólki á landsbyggðinni tiltekna fjárhæð fyrir það að eignast aðeins eitt barn eða tvær stúlkur.

Erlent
Fréttamynd

Segja ættleiðingu Madonnu ólöglega

Mannréttindasamtök í Malaví hafa leitað til dómstóla þar í landi til að koma í veg fyrir að poppsöngkonan Madonna ættleiði malavískan dreng. Að sögn talsmanns samtakanna fylgdu Madonna og eiginmaður hennar Guy Ritchie ekki malavískum lögum sem kveða á um að fólk þurfi að dvelja með barni í eitt og hálft ár áður en ættleiðing er heimiluð.

Erlent
Fréttamynd

Svörtu hlébarðanna minnst

Októbermánuður markar fjörtíu ára afmæli Svörtu hlébarðanna, en samtökin voru stofnuð á sjöunda áratugnum og börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Bankasamruni á Ítalíu

Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarða evrur, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Annar ráðherra segir af sér í Svíþjóð vegna hneykslismáls

Cecilia Stegö Chilo, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur sagt af sér embætti í kjölfar þess að upp komst að hún hefur ekki greitt afnotagjöld af sænska ríkissjónvarpinu í 16 ár og fyrir að hafa ekki gefið upp greiðslur til heimilishjálpar . Þetta tilkynnti hún með yfirlýsingu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Finnair hefur áhuga á SAS

Finnska flugfélagið Finnair hefur áhuga á að kaupa hlut sænska ríkisins í SAS-flugfélaginu en hin nýja ríkisstjórn í Svíþjóð hefur viðrað hugmyndir um sölu.

Erlent