Erlent

Fréttamynd

Bretar vilja óbreytta stýrivexti

Hópur breskra hagfræðinga hvetur peningamálanefnd Englandsbanka til að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum. Nefndin fundar í vikunni í en greinir frá því á fimmtudag hvort stýrivextir verði óbreyttir eður ei.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma Merck undir væntingum

Þýski lyfjaframleiðandinn Merk skilaði 144 milljóna evra hagnaði á þriðja fjórðungin ársins. Þetta svarar til tæplega 12,5 milljarða íslenskra króna og 20,5 prósenta samdráttar á milli ára. Afkoman var nokkuð undir væntingum greiningaraðila sem spáð höfðu 171 milljóna evra hagnaði eða 14,8 milljörðum króna. Kostnaður vegna kaupa á fyrirtækjum er helsta ástæðan fyrir samdrættinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danskir neytendur bjartsýnir

Berlingske Tidenes skýrir frá því í dag að danskir neytendur séu orðnir bjartsýnir á stöðu og framtíð efnahagsmála í Danmörku. Þetta kom í ljós í mánaðarlegri neytendakönnun sem Hagstofa Danmerkur framkvæmdi.

Erlent
Fréttamynd

Vistkerfi heimsins á hraðari niðurleið en áður hefur þekkst

Vistkerfi heimsis eru á hraðari niðurleið en áður hefur þekkst og jarðarbúar nýta auðlindir jarðar hraðar en þær geta endurnýjað sig. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna World Wide Fund for Nature um ástand jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður BP jókst um 58 prósent

Hagnaður olíurisans BP nam 6,23 milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 430 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 3,6 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður fyrir skatta nam hins vegar 6,9 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 476 milljarða íslenskra króna, en það er 58 prósenta aukinga á milli ára. Helsta skýringin á auknum hagnaði liggur í sölu á eignum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dvínandi stuðningur við Evrópusambandið í Tyrklandi

Undir þriðjungi Tyrkja telur nauðsynlegt fyrir landið að ganga í Evrópusambandið samkvæmt skoðannakönnun sem var birt í gær. Mun þetta vera nýjasta staðfestingin á dvínandi stuðningi á aðildarviðræðum og kemur hún á sama tíma og Evrópusambandið þrýstir á Ankara í forviðræðunum sem nú eiga sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Matarskortur í Norður-Kóreu

Matarskortur í Norður-Kóreu er mikill og hefur aukist eftir að stjórnvöldi í Pyongyang sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni og helstu ríki og alþjóðasamtök drógu stuðning sinn til baka. Þetta segir Vitit Muntarbhorn, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með ástandi mannréttindamála í Norður-Kóreu. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, að íbúum í Norður-Kóreu skorti mat og til að bæta gráu ofan á svart hafi mikil flóð eyðilagt uppskeru í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Stálu frá Coke og reyndu að selja Pepsi

Tveir menn, sem sakaðir eru um að hafa ætlað að stela viðskiptaleyndarmálum frá Coca-Cola og selja þau til PepsiCo játuðu sekt sína fyrir dómi í Bandaríkjunum í dag.

Erlent
Fréttamynd

I-Pod spilarinn 5 ára

Fimm áru eru frá því fyrsti iPod spilarinn kom á markað. Með honum er hægt að hlaða niður tónlist af tölvu. Þá má nú sjá á annarri hverri manneskju hvort sem er út á götu, í almenningsfarartækjum eða við vinnu. Apple tölvufyrirtækið framleiðir þessa græju og hefur hún náð mikilli útbreiðslu á ekki lengri tíma.

Erlent
Fréttamynd

Minnislaus maður finnur ættingja sína

Karlmaður sem þjáist að minnisleysi hefur loks fundið fjölskyldu sína eftir að hafa verið týndur og tröllum gefinn í mánuð. Fjölskyldan bar kennsl á manninn eftir að hann óskaði eftir hjálp í sjónvarpsútsendingu. Maðurinn gekk undir nafninu "Al". Nú er komið í ljós að hann heitir Jeff Ingram.

Erlent
Fréttamynd

Maður handtekinn eftir áhlaup á rútu

Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum hefur handtekið 28 ára gamlan mann sem hélt því fram að hann væri með sprengju bundna um sig miðjan þegar rúta sem hann var á ferð með lagði á rútustöð á miðri Manhattan síðdegis í dag. Maðurinn er sagður andlega vanheill. Rútustöðin, sem er sú stærsta í borginni og þjónar 200 þúsund farþegum á dag, var rýmd að hluta vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

OPEC-ríkin ekki samstíga

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði snarlega í dag vegna efasemda um að þau fleiri ríki, sem eigi aðild að OPEC, Samtökum olíuframleiðsluríkja, fylgi fordæmi Sádí Araba og draga úr framleiðslu líkt og fulltrúar ríkja innan samtakanna sömdu um í síðustu viku. Vestanhafs lækkaði verð á hráolíu um 51 sent og er nú rúmir 58 bandaríkjadalir á tunnu. Í Lundúnum lækkaði verð um 48 sent og er nú rúmir 59 bandríkjadalir.

Erlent
Fréttamynd

Sagður andlega vanheill

Maðurinn sem gekk um borð í rútu í New York í dag og sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan er andlega vanheill að sögn lögreglu í borginni. Búið er að rýma um helming stærstu rútumiðstöðvar í borginni af ótta við hryðjuverk. Rútumiðstöðin er staðsett á miðri Manhattan og þjónar 200 þúsund farþegum á dag.

Erlent
Fréttamynd

Enronstjóri fékk 24 ára dóm

Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut 24 ára fangelsisdóm fyrir bókhalds- og innherjasvik í Houston í Texas í Bandaríkjunum í dag. Skilling var í maí síðastliðnum fundinn sekur um aðild að umfangsmiklum bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots Enron árið 2001.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fregnir af áhlaupi á sjónvarpsstöð í Írak

Bandarískar hersveitir gerðu í dag húsleit í höfuðstöðvum Al-Furat, sjónvarpsstöðvar sem tengd er Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í Írak (SCIRI), stærsta stjórnmálaflokki sjía-múslima í Írak. Flokkurinn á sæti í ríkisstjórn Nuris al-Malikis, forsætisráðherra landsins. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir vitnum á vettvangi og starfsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Bongo býður sig aftur fram

Omar Bongu, sem hefur setið á forsetastól í Afríkuríkinu Gabon í nærri 4 áratugi, ætlar að bjóða sig aftur fram til embættisins árið 2012 þegar næst verður kosið. Enginn þjóðarleiðtogi í Afríku hefur lengur gengt embætti forseta. Bongo, sem er 70 ára, var endurkjörinn í nóvember í fyrra og verður hann 76 ára næst þegar Gabonar ganga að kjörborðinu og velja sér forseta.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuhótun í rútu

Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum rýmdi stærstu rútustöð í borginn í dag eftir að maður, sem var staddur í rútu, sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan lúskraði á mótmælendum

Lögreglan í Búdapest í Ungverjalandi beitti táragasi gegn mótmælendum sem safnast höfðu saman við þinghús landsins til að minnast þess að hálf öld er í dag liðin frá því að uppreisn hófst gegn leppstjórn Sovétmanna í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælaskeytin streyma inn

Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Svíakonungur hitti Bandaríkjaforseta

Karl Gústa XVI. Svíakonungur og Sílvía, drottning Svíþjóðar, hittu George Bush, Bandaríkjaforseta, og konu hans, Lauru, í Hvíta húsinu í Washington í dag. Fulltrúi Hvíta hússins segir þetta tækifæri til að styrkja vinasamband Bandaríkjanna og Svíþjóðar sem eigi sér langa, sameiginlega sögu og standi vörð um lýðræði, mannréttindi og frelsi.

Erlent
Fréttamynd

Boraði niður á sprengju

Borgarstarfsmaður í Aschaffenburg í Þýskalandi lét lífið þegar hann var að brjóta upp steinsteypu á hraðbrautinni milli Würzburg og Frankfurt. Stórvirk vinnuvél sem maðurinn var að vinna með sprakk þegar hún kom niður á sprengju úr Síðari heimsstyrjöldinni sem lá ósprungin undir steinsteypunni. Sprengjan sprakk þegar með fyrrgreindum afleiðingum. Vinnuvélin gjöreyðilagðist.

Erlent
Fréttamynd

Skólarúta valt á Spáni

10 börn slösuðust, þar af 2 alvarlega, þegar skólarúta valt í Zaragoza-héraði á norðaustur Spáni í dag. 50 börn voru um borð í rútunni þegar slysið varð. Rútan valt á aðrein á akbraut nærri bænum Villamayor.

Erlent
Fréttamynd

18 manna áhöfn saknað

18 manna áhöfn rússnesks flutningaskips sökk undan norð-austur strönd Suður-Kóreu í dag. Verið var að flytja timbur frá Austur-Rússlandi til Kína.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst um framsal

Stjórnvöld í Namibíu hafa ekki fengið beiðni frá bandarískum stjórnvöldum um að framselja kvikmyndaleikarann Wesley Snipes sem er ákærður fyrir að hafa svikið jafnvirði rúmlega 800 milljóna íslenskra króna undan skatti. Snipes er nú staddur í Namibíu við tökur á næstu kvikmynd sinni.

Erlent